Síða 1 af 1
Bjórsmakks app
Sent: Fim 20. Nóv 2025 20:12
af twacker
Sælir vaktarar,
Ég er að fara að halda jólabjórsmakk á mínum vinnustað á næstunni og ákvað að henda upp litlu appi til að sjá um það. Pælingin er að það sé einfalt og þægilegt að halda svona smakk. Mér datt í hug að fleiri væru í sömu stöðu og ákvað því að deila því með ykkur (til admina: það eru engar auglýsingar og ekkert til sölu).
Appið er með öllum jólabjórum sem eru í sölu í Vínbúðinni og auðvelt að bæta við fleirum handvirkt. Skipuleggjandi býr til smakk, deilir svo QR kóða með nærstöddum og allir geta gefið bjórum einkunn og fylgst með framvindunni í rauntíma og auðvelt að birta á skjá.
Smakkið og njótið! Sendið mér línu ef eitthvað hagar sér skringilega.
Aðgengilegt frítt á:
http://smakk.beer

- Dashboard.png (884.29 KiB) Skoðað 908 sinnum

- App View.png (409.8 KiB) Skoðað 908 sinnum

- Setup Screen.png (708.91 KiB) Skoðað 908 sinnum
Re: Bjórsmakks app
Sent: Fim 20. Nóv 2025 21:43
af oliuntitled
Geggjað! mun klárlega deila þessu með vinnunni
Re: Bjórsmakks app
Sent: Fös 21. Nóv 2025 01:51
af DJOli
Ef þú varst ekki búinn að ákveða nafn, þá legg ég til orðaleik á smakk og bakkus; smakkus.
Re: Bjórsmakks app
Sent: Fös 21. Nóv 2025 08:43
af twacker
DJOli skrifaði:Ef þú varst ekki búinn að ákveða nafn, þá legg ég til orðaleik á smakk og bakkus; smakkus.
Mjög gott! Var líka búið að detta í hug Stekkjastaup
Re: Bjórsmakks app
Sent: Fös 21. Nóv 2025 10:26
af jericho
Vel gert - ég nota samt
https://bjorsmakk.is/
Re: Bjórsmakks app
Sent: Lau 22. Nóv 2025 16:25
af T-bone
Þetta þarf ég að skoða! Lúkkar mjög vel!
Spurning samt, og kannski mögulega framtíðar-update, er hægt að hafa það þannig að þeir sem eru að smakka viti ekki hvaða bjór er verið að smakka og gefa einkunn blindandi, og svo hægt að reveale-a í restina hvaða bjór var hvað og í hvaða sæti þeir lentu þá hjá hverjum og einum og í heild?
Annars verulega flott framtak og fallegt af þér að deila þessu með okkur!
Re: Bjórsmakks app
Sent: Sun 23. Nóv 2025 16:09
af gillisig
Spuning að hafa innakráningu svo að maður detti ekki út úr listanum, það gerðist hjá mér og þegar ég ýtti á taka þátt í smakki og setti inn kóðann þá var ég skráður tvisvar.
Re: Bjórsmakks app
Sent: Mán 24. Nóv 2025 12:05
af twacker
T-bone skrifaði:Þetta þarf ég að skoða! Lúkkar mjög vel!
Spurning samt, og kannski mögulega framtíðar-update, er hægt að hafa það þannig að þeir sem eru að smakka viti ekki hvaða bjór er verið að smakka og gefa einkunn blindandi, og svo hægt að reveale-a í restina hvaða bjór var hvað og í hvaða sæti þeir lentu þá hjá hverjum og einum og í heild?
Annars verulega flott framtak og fallegt af þér að deila þessu með okkur!
Takk! Það er blindsmakks möguleiki þegar verið er að setja upp session. Þá sjást ekki hvaða bjórar eru heldur bara Bjór #1, Bjór #2 o.s.frv.

- Screenshot 2025-11-24 at 12.05.25.png (32.37 KiB) Skoðað 150 sinnum
gillisig skrifaði:Spuning að hafa innakráningu svo að maður detti ekki út úr listanum, það gerðist hjá mér og þegar ég ýtti á taka þátt í smakki og setti inn kóðann þá var ég skráður tvisvar.
Já við lentum í þessu líka þegar ég var loksins að keyra alvöru session. Ég setti inn uppfærslu í morgun sem að bætir session handling. Bætti svo inn þannig að stjórnendur geti tekið notendur út úr smakki og að þeir geti búið til unique session link sem er hægt að senda á user og þá detta þeir aftur inn í sitt user session.

- Screenshot 2025-11-24 at 12.02.30.png (80.84 KiB) Skoðað 150 sinnum
Re: Bjórsmakks app
Sent: Mán 24. Nóv 2025 13:25
af Jón Ragnar
twacker skrifaði:Screenshot 2025-11-24 at 12.02.30.png
Gott að sjá að ég er ekki sá eini sem er Testy