Síða 1 af 1

Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Sun 18. Jan 2026 22:44
af falcon1
Ég hef nú ekki mikið verið að bora og hef alltaf verið dáldið hræddur við það (aldrei verið mikið í DIY á þessu sviði), þ.e. hræddur við að bora í rafleiðslur, pípulagnir eða eitthvað slíkt. Ég keypti mér einhvern tímann einhvern skynjara sem á að segja hvort það sé óhætt að bora á þessum stað á veggnum eða ekki, en hann pípir nánast alls staðar :D
Er einhver 100% örugg aðferð að velja örugg borsvæði á veggjum/lofti?

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Sun 18. Jan 2026 23:33
af Zensi
Hann pípir væntanlega á á öllu steypustyrktarjárninu, ef þú getur minnkað næmnina myndi hann frekar pípa á vatnslögnum.
Mér var kennt sem ungling að raflagnir færu nær undantekningarlaust í beinum línum í veggjum, þeas upp, niður og til hliða.
Sömuleiðis með ofnapípulagnir, þær færu sömu leiðir nema stundum til hliðar meðfram gólfi, aldrei meir en 20cm upp frá gólfplötu.

Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það en faranfi eftir þessu alla mína ævi hef ég aldrei hitt á lögn né kaplastokk.

Ég hef látið alveg vera að bora í baðherbergi án þess að hafa teikningu af lögnum þó því all bets are off á baðherbergjum og veggjun sem liggja samhliða þeim.

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Mán 19. Jan 2026 09:05
af rostungurinn77
Hvað er þetta gömul bygging?

Ertu búinn að kynna þér teikningar af húsinu?

Í hvaða herbergi ertu að bora?

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Mán 19. Jan 2026 16:50
af falcon1
rostungurinn77 skrifaði:Hvað er þetta gömul bygging?

Ertu búinn að kynna þér teikningar af húsinu?

Í hvaða herbergi ertu að bora?

Bygging (fjölbýli) frá 2019.

Já, en það sem ég fékk með og það sem er á netinu (hjá sveitarfélaginu) sýnir ekki hvar raflagnir/pípulagnir koma í veggjum sýnist mér. En ég er ekki fróður um hvernig á að lesa út úr hústeikningum svo sem.

Stofa, gangur, svefnherbergi (annað hefur sama vegg og sturtan) og svo þvottahús (aðaltaflan er þar, öðru megin er eldhúsvaskurinn, hinu megin er svokallað tækjarými húsins með allskonar dóti og stýringum).

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Mán 19. Jan 2026 22:42
af Stutturdreki
falcon1 skrifaði:Er einhver 100% örugg aðferð að velja örugg borsvæði á veggjum/lofti?

Kannski engin örugg aðferð en hægt að sleppa því að bora fyrir ofan rofa eða innstungur, lagnirnar liggja oftast nokkuð beint upp í loft frá þeim.

Annars áttu að vera nokkuð öruggur ef þú ert að bora bara 3-4 sm.

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Þri 20. Jan 2026 02:28
af Orni86
Oft er hægt að sjá teikningar af byggingum inni á heimasíðu viðkomandi bæjarfélags, lagnir liggja "oftast" í nokkurnvegin láréttri/lóðréttri stefnu frá dós eða rofa.
Ef að þú ert að bora í stein þá kemstu upp með að nota miklu minni tappa heldur enn þú heldur fyrir skrúfuna. Bara kaupa alvöru tappa t.d hjá Wurth, það stendur utan á pakkanum hvaða skrúfu stærð þú átt að nota til þess að fá x mikin burð. Í léttum veggjum (gifs, spónn osfv) þá ferðu langt á því að vita þykkt á vegg plötunni, mælir borinn og tússa eða teipa á borinn sem að nemur þykkt og borar svo bara rétt í gegn, aftur bara vera með rétt dót, góðan bor sem að bítur vel, ekki þannig að þú þurfir að liggja það fast á borvélinni að þú endir á því að skalla vegginn þegar að borinn dettur loks í gegn.

Eins mæli ég með því að allir sem að þurfa að bora í stein eigi SDS borvél.

Re: Bora í veggi án þess að eyðileggja eitthvað? :)

Sent: Þri 20. Jan 2026 07:12
af rapport
Það eina sem ég hef séð klikka er að fók bori í vegg og fattaði ekki að hinumegin við vegginn var baðherbergi og það boraði í kaldavatnslögn = nýtt parket á íbúðina og 70 íbúðir misstu kalt vatn þar til búið var að finna réttan krana, þá voru það bara 14 fúlar íbúðir þar til viðgerð hafði verið unnin.

Ef þú borar í eitthvað þá er aðal að vita hvar á að loka fyrir vatn...

Held að það séu engar líkur á að þú borir í skolplögn og ef þú ert ekki í beinum línum upp eða til hliðar við innstungur og rafmagnsrofa, þá ertu bara mjög mjög safe.