Síða 1 af 1

Avast tilkynnir um trojan á istorrent.net

Sent: Þri 05. Maí 2009 23:14
af Hargo
Sú íslenska torrent síða sem ég notaði mest hingað til var e.t.v. rtorrent.net undanfarin misseri. Núna er hún farin niður og ég ákvað að prófa istorrent.net þar sem ég er með aðgang þar. En ég fæ hinsvegar alltaf meldingu frá Avast vírusvörninni þegar ég reyni að fara inn á síðuna.

Screenshots:

Mynd

Mynd

Mynd

Þetta eru nokkur dæmi, filename er alltaf mismunandi. Er þetta samt nokkuð til að hafa áhyggjur af? Er ekki Avast eitthvað að panikka bara, hef heyrt að hún sé nokkuð mikið með false alarms en þorði þó ekki að browsa inn á síðuna án þess að doka aðeins við. Einhver sem kannast við þetta?

Re: Avast tilkynnir um trojan á istorrent.net

Sent: Þri 05. Maí 2009 23:42
af Stuffz
annaðhvort misheppnað pro pirate, eða vel heppnað anti pirate stunt..

allavegana stórefa að þetta sé nokkuð skilt istorrent.is

Re: Avast tilkynnir um trojan á istorrent.net

Sent: Mið 06. Maí 2009 17:43
af Hargo
Jæja Avast hleypir mér núna óhindrað á síðuna.

Ætli þetta hafi ekki verið út af þessari árás sem istorrent.net varð fyrir...

Góðann dag,

Seinustu viku hefur vefsíðan verið mest megins niðri sökum þess að einhverjir aðilar réðust ítrekað á okkur.
Þetta leiddi til þess á endanum að við þurftum að setja allt svæðið upp aftur, til að tryggja að enga vírusa séu að finna neinstaðar eða eitthvað skaðlegt.

Vissulega þarf að lagfæra margt hérna, sem gert verður fljótlega.

Ég vona að þið skyljið þetta öll.

Re: Avast tilkynnir um trojan á istorrent.net

Sent: Fim 07. Maí 2009 13:58
af starionturbo
Maður á ekki að nota FTP í dag.

Komst einhver skíta vírus sem var í tölvu sem var notuð til að tengjast mínum serverum með FTP.

Hann tók alla file-a (5000+) á servernum og bætti við external scripti sem var einfaldlega bara spybot.

Ég tók út ftp og bjó til bash scriptu sem remove-aði þetta allstaðar.

Nota SFTP í dag...

Re: Avast tilkynnir um trojan á istorrent.net

Sent: Fim 07. Maí 2009 15:20
af binnip
þetta gerðist líka hjá mér!
vá hvað ég var orðinn pirraður