Hjálp með að velja skjákort

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf lukkuláki » Fös 06. Nóv 2009 08:39

Getið þið hjálpað mér að ákveða hvaða skjákort ég ætti að kaupa ?
Er hérna með vél fyrir ungan dreng sem spilar tölvuleiki hann var með Nvidia 8800GTS kort sem var að gefast upp.

Vantar eitthvað sambærilegt eða jafnvel aðeins betra fyrir 20.000 kr. Hámark.

Þið sem hafið reynsluna og þekkið þetta út og inn, hvað er besta kortið sem ég fæ fyrir þennan pening ?

Með fyrirfram þakklæti.
Láki


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf lukkuláki » Fös 06. Nóv 2009 15:10

Bíddu nú við 23 lestrar og engin komment ?
Ég hélt að þið vissuð allt um þetta :)
Jæja fer í tölvutek og redda þessu þar örugglega starfsmenn þar sem geta hjálpað mér.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf Dr3dinn » Fös 06. Nóv 2009 15:16

Þetta er nú hámark letinar að nenna ekki að hinkra nema 20-40 lestra, þá ertu rokinn í búðina...

Hinkra í róleg heitum eftir að menn af viti svari þér, þá færðu ef til vill mun betri vöru á minni pening en að hlaupa út í bilunartek....


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf beatmaster » Fös 06. Nóv 2009 15:54

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 9600GT_512

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... MSI_HD4850

HD4850 er reyndar skráð uppselt hjá þeim en er skráð væntanlegt, ef að þú fengir það undir 20.000 (aðrar búðir eru á bilinu 23.000-26.000) ertu í frábærum málum. :)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf sakaxxx » Fös 06. Nóv 2009 16:16

4850 er besta skjákortið í þessumk verðflokk


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf vesley » Fös 06. Nóv 2009 16:23

4850 kortið er það besta þarna en kælingin á því er ansi lítil og hef ég heyrt nokkrar sögur af því að grillast.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf SteiniP » Fös 06. Nóv 2009 16:31

Jú HD4850 eru bestu kaupin. 9600GT er líka svipað og 8800GTS, jafnvel aðeins öflugra. Það er eitthvað undir 20k




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf Dr3dinn » Fös 06. Nóv 2009 16:34

SteiniP skrifaði:Jú HD4850 eru bestu kaupin. 9600GT er líka svipað og 8800GTS, jafnvel aðeins öflugra. Það er eitthvað undir 20k




Ég hélt að menn mældu aldrei með 9600gt að þetta væri ódýr útgáfa af kortum?

Ég hef keypt þannig og sett í vél fyrir ættingja og fékk þetta hræódýrt (virkar samt mjög vel, er alls ekki að neita því)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf vesley » Fös 06. Nóv 2009 17:43

9600gt er ekki öflugra en 8800gts. en er ekki langt á eftir því.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf SteiniP » Fös 06. Nóv 2009 17:55

Það fer eftir því um hvaða 8800GTS er að ræða. Það er aðeins betra en G80 8800 og svipað og G92



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf beatmaster » Fös 06. Nóv 2009 18:14

Ég er stoltur eigandi af 512MB 9600 GT það svínvirkar og ræður enþá við allt sem að ég vill spila :) (Need For Speed-COD etc...)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf OverClocker » Fös 06. Nóv 2009 19:37

9600GT er málið ef kostnaðurinn má ekki fara yfir 20.000
Bara ekki kaupa Sparkle, frekar öll önnur merki, algjört budget dót...



Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf lukkuláki » Fös 06. Nóv 2009 20:22

Takk fyrir þetta strákar þetta reddaði mér fínt, það var nú ekki ég sem var ´ðoþolinmóður heldur eigandinn :o
Setti stefnuna á 4850 eins og þið ráðlögðuð margir og endaði í @
Verð samt að segja frá þessu.
Hringdi fyrst í dag í tölvuvirkni og hann sagði kortið 4850 koma eftir helgina mánudag trúlega.
Síðan breyttist verðið á vaktinni hjá þeim úr 19.860 í 27.860 á þressu korti ATI HD 4850 512 MB á einu augabragði þannig að ég sá fram á mikla hækkun á því korti þrátt fyrir að verðið sé óbreytt á heimasíðu þeirra http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=1651&id_sub=3252&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=VGA_MSI_HD4850

Sá svo þetta kort í att http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_138_141&products_id=4825
MSI ATI Radeon R4850 T2D1G-OC 1GB 1986MHz DDR3, 640MHz Core, 256-bit, 2xDVI, styður HDMI með hljóði, PCI-E 16X
á 23.950 og úr því að það munaði ekki nema 4000 þá keypti ég það.

Takk aftur fyrir hjálpina.
Láki


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf vesley » Fös 06. Nóv 2009 20:25

OverClocker skrifaði:9600GT er málið ef kostnaðurinn má ekki fara yfir 20.000
Bara ekki kaupa Sparkle, frekar öll önnur merki, algjört budget dót...




hvaða rök hefuru fyrir því . miðað við það sem ég hef lesið er það fínasta fyrirtæki



Skjámynd

rottuhydingur
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 01. Júl 2009 18:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf rottuhydingur » Fös 06. Nóv 2009 20:55

eg hef verið með 8800GTS 320mb og þá hefur aldrei klikkað , það kom mér svaðalega á óvart hvað þetta kort var öflugt miða við verð , ég spila allt í hæðstu gæðum með staple FPS ,
t.d cs source 250 staple , cod4 veit ekki en ég runna hann léttilega , crysis í hæðstu gæðum 35fps , mér fynst þetta kort bara hafa reynst mér svaðalega vel .



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf beatmaster » Fös 06. Nóv 2009 21:47

Öll mín kort hafa verið frá Sparkle, ekkert af þeim klikkað enþá :)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með að velja skjákort

Pósturaf Tóti » Fös 06. Nóv 2009 22:46

Á eitt 8800 GTX
Það gaf sig rétt eftir ábyrgð :(