Síða 3 af 88

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 16:49
af Hargo
@ Depill

Ætlar Hringdu.is að bjóða upp á áskriftarleiðir gegnum ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 17:10
af Steini B
Depill: Er það pottþétt að þið bjóðið upp á þessa þjónustu um ALLT land?
S.s. gæti ég sem er staðsettur í Vík fengið net frá ykkur?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 18:27
af tdog
Steini B skrifaði:Depill: Er það pottþétt að þið bjóðið upp á þessa þjónustu um ALLT land?
S.s. gæti ég sem er staðsettur í Vík fengið net frá ykkur?


Þar sem Hringdu notar dreifikerfi Símans ætti það að vera hægt.

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 18:30
af zdndz
@Depill:
Stóri pakkinn býður uppá þetta:
0 kr í GSM í 10 löndum *

en ég sé ekki alveg hvaða lönd það eru, ég sé bara hvaða lönd er frítt að hringja í heimasíma en ekki gsm

en líst vel á þetta hjá ykkur í hringdu

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 18:31
af bulldog
@ Depill

Ef þú býður mér betri díl en ég er með hjá símanum þá .... \:D/

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 18:48
af Tiger
bulldog skrifaði:@ Depill

Ef þú býður mér betri díl en ég er með hjá símanum þá .... \:D/


Í guðs bænum farið nú ekki að prútta hérna, sýnist þetta verð hjá þeim vera bara gott og vel rúmlega það. Að fá net og heimasíma fyrir 6990kr er nú bara mjög gott myndi ég segja, að fá 12Mb/s tenginu sem heldur sínum hraða frekar en 16Mb/s sem sjaldan eða aldrei nær sínum hraða og er cappaður fyrir miðnætti.

Takk fyrir svörin Depill, ég mun hiklaust færa mig þegar nýju routeranir koma til ykkar og sjónvarp símans verður orðið tryggt, eða þegar mér verður bent á High End router sem ég get keypt sjálfur og sjónvarp símans virkar með.

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 19:01
af depill
Jæja aftur spurningar komnar

@Snuddi
Takk, já skal láta þig vita með routerana sem við erum að fá, allir kúnnar munu samt geta svissað ef þeir vilja þegar þeir koma ( fara vonandi í skip frá Hollandi næsta fimmtudag, í síðasta lagi fimmtudaginn eftir það ), Sjónvarp Símans málið er leyst, virðist vera komið í gegnum alla framlínuna, þannig við förum að treysta okkur að selja það aftur :)

@zdndz
Skal gera svona fallegan lista eins og fyrir heimasímann en það sést í verðskránni en skal játa að það er leiðinlegt að leita, þannig ég mun laga, það er:
Canada China Hong Kong India Northern Mariana Islands Puerta Rico Singapore Thailand USA US Virgin Island

@tdog
Rétt

@Steini B
Við notum dreifikerfi Símans, svo ef Síminn býður uppá þjónustu, bjóðum við uppá þjónustu

@Hargo
Jamm, erum í innleiðingarferli með Gagnaveitu Reykjavíkur

@bulldog
Verðmunurinn á bitastraumi hjá Símanum milli 16 og 12 er bara óréttlætanlegur og þar að auki lætur Síminn þetta alltaf synca örlítið fyrir ofan, sem gerir þetta ennþá óréttlætanlega fyrir mér. 150 GB hjá okkur kosta 6.995 kr getum alveg fest í kerfinu okkar 50 auka GBin er fólk vill ( 4.995 + 2000 kr ) sem er þá 690 kr undir Símanum og 30 auka GB

@tdog
Ekki alltaf, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum hrifnari af GR netinu heldur en VDSL neti Símans. Til dæmis hér í skrifstofum okkar að Grensásvegi 22 ( íbúðarhúsnæði hér með sama heimilisfangi aðeins fyrir innan líka ) erum við tengdir uppí Múla og vegna línulengdar fáum við 19,9 / 7, sömu sögu er að segja um einn starfsmann okkar í holtunum. En hins vegar nær einn viðskiptavinur okkar í Grafavogi 64 / 25 og latency er nottulega er 20 - 25 vs rétt um ms á GR netinu sem bara verður að segjast eins og er, er superiour ( og ég skil ekki afhverju Síminn tengist ekki inná fyrir utan hagsmunaárekstur með Mílu ).

@bulldog ég býð þér betri díl :)

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 19:17
af bulldog
@ Depill : sendu mér skiló :)

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 19:47
af dori
Get ég fengið ADSL hjá ykkur meðan ég redda mér VDSL router?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 20:55
af Páll
Ég væri geim í að kaupa net hjá þér Depill, er að farast! Er bara með 10gb erlent download :(

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 20:58
af gissur1
Er alvarlega að spá í að færa mig í hringdu, en er ekki hægt að fara einhvern milliveg s.s. 60GB eða eitthvað? Á aldrei eftir að nota 100GB og 20 er of lítið...

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 21:08
af Páll
gissur1 skrifaði:Er alvarlega að spá í að færa mig í hringdu, en er ekki hægt að fara einhvern milliveg s.s. 60GB eða eitthvað? Á aldrei eftir að nota 100GB og 20 er of lítið...


Sammála þessu...

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 21:34
af MatroX
Páll skrifaði:
gissur1 skrifaði:Er alvarlega að spá í að færa mig í hringdu, en er ekki hægt að fara einhvern milliveg s.s. 60GB eða eitthvað? Á aldrei eftir að nota 100GB og 20 er of lítið...


Sammála þessu...


x2 og er hægt að fá 120gb jafnvel meira?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 21:46
af lethal3
Spurning hvort ég gæti verið einhvað að misskilja verðin hjá tal, en eru þeir ekki ódýrari ?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 21:52
af dori
lethal3 skrifaði:Spurning hvort ég gæti verið einhvað að misskilja verðin hjá tal, en eru þeir ekki ódýrari ?

Ertu ekki að bera "pakkana" hjá Hringdu saman við internetið bara hjá Tal? Ég meika samt eiginlega ekki að leita á síðunni hjá Tal, hún er svooooo ljót. :-({|=

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 22:01
af depill
lethal3 skrifaði:Spurning hvort ég gæti verið einhvað að misskilja verðin hjá tal, en eru þeir ekki ódýrari ?


Hringdu 20 GB Internet - 2.995 kr
- TAL 10 GB Internet ( í öllum pakkanum, þarft að taka GSM + Heimasími ) - 3.290 kr
- TAL 20 GB Internet ( í öllum pakkanum, þarft að taka GSM + Heimasími ) - 4.290 kr

Hringdu 100 GB Internet - 4.995 kr
- TAL 60 GB Internet ( í öllum pakkanum, þarft að taka GSM + Heimasími ) - 5.290 kr
- TAL 80 GB Internet ( í öllum pakkanum, þarft að taka GSM + Heimasími ) - 6.290 kr
- TAL 120 GB Internet ( í öllum pakkanum, þarft að taka GSM + Heimasími ) - 6.790 kr

Ég vill allavega byrja á þessum pökkum, það er svo flókið að vera með þessi millistig ( að okkur finnst :P ) ef við myndi bjóða uppá segjum bara 50 GB á 3.995 kr finnst ykkur það meira attractive ? Get alveg skoðað það.

Ekkert mál að fá meira en 100 gb bætir bara 2000 kr fyrir hver 50 GB. 150 GB Internet hjá okkur er á 6.995 kr

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 22:28
af Dazy crazy
Sold :D

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:02
af Dormaster
eruði nokkuð með einhverja ljósleiðara tengingu eða eruð þið að fara fá þannig á næstuni ?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:08
af Godriel
Ég er kominn í viðskipti við Hringdu.is og er mjöööög ánægður með hraðann, alveg stöðugur allan sólarhringinn á 12Mb... eða reyndar á 11.9 :D og hef ekki séð hann fara niður í 7 -9 á álagstímum eins og var þegar ég var hjá símanum :D finnst það magnað. ....eeen ég næ ekki að dl neinu af íslenskum torrent síðum :S gæti verið útaf því að ég fæ furðulega ip tölu, ætla að ath það á morgun :)

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:09
af Tiger
Dormaster skrifaði:eruði nokkuð með einhverja ljósleiðara tengingu eða eruð þið að fara fá þannig á næstuni ?


Hvernig væri bara að lesa þráðin og finna svarið.

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:11
af tdog
Godriel skrifaði:Ég er kominn í viðskipti við Hringdu.is og er mjöööög ánægður með hraðann, alveg stöðugur allan sólarhringinn á 12Mb... eða reyndar á 11.9 :D og hef ekki séð hann fara niður í 7 -9 á álagstímum eins og var þegar ég var hjá símanum :D finnst það magnað. ....eeen ég næ ekki að dl neinu af íslenskum torrent síðum :S gæti verið útaf því að ég fæ furðulega ip tölu, ætla að ath það á morgun :)


IP sían á íslensku torrentsíðunum er úrelt, hún er sjaldan uppfærð.

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:22
af Godriel
tdog skrifaði:
IP sían á íslensku torrentsíðunum er úrelt, hún er sjaldan uppfærð.


Er það þá kannski þessi ZyXEL router sem ég fékk sem er að bögga mig?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 13. Feb 2011 23:25
af Páll
ég þekki eiganda deildu.net og hann uppfærði ip síuna fyrir hringdu.is ip tölurnar

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 14. Feb 2011 10:40
af Frantic
Fær maður fasta IP tölu hjá Hringdu?

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 14. Feb 2011 11:47
af zdndz
JoiKulp skrifaði:Fær maður fasta IP tölu hjá Hringdu?



væri líka til að fá að vita, eða hvað það kostar