Síða 1 af 1
					
				Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 01:00
				af Arkidas
				Hversu há eru gjöld af hörðum diskum? Er tollur eða bara vsk?
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 01:06
				af DabbiGj
				Bara virðisaukaskattur.
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 09:31
				af zdndz
				bætist 25.5 % vsk
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 10:06
				af beatmaster
				Á tölvuvörum (íhlutum) er verðið+flutningskostnaður*1,255 ef að útkoman úr því er undir 22.000 (minnir mig, gæti verið 30.000) þá borgaru tollinum umsýslugjald sem að er ca 600 kr. ef að það er dýrara borgarðu tollskýrslugjald sem að er ca 3000 kr.
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 12:15
				af andribolla
				Borgar sig að kaupa harðadiska að utan ?
eru þeir ekki á ásættanlegu verði hérna heima ?
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 13:15
				af ÓmarSmith
				borgar sig held ég ekki ..
Diskar kosta orðið ekki neitt í dag.
Færð hjá TL ( sem er nú ekki ódýrasta búðin ) 1.5 TB Samsung disk á 16900 og 1TB á 8900
Ég myndi amk ekki nenna að standa í innflutning á disk sjálfur miðað við hvað þetta kostar hérna heima.
Var að skoða ebay og fann þar ódýrast WD Green 2TB á 95 dollara sem gerir rétt rúmlega 15.000 hingað kominn, sem er þá 4990kr ódýrara en hérna.
			 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 17:38
				af zdndz
				andribolla skrifaði:Borgar sig að kaupa harðadiska að utan ?
eru þeir ekki á ásættanlegu verði hérna heima ?
júmm nema þú ætlir mögulega að kaupa stóran SSD disk
 
			
					
				Re: Tollur og vsk á hörðum diskum?
				Sent: Þri 01. Feb 2011 17:39
				af gardar
				beatmaster skrifaði:Á tölvuvörum (íhlutum) er verðið+flutningskostnaður*1,255 ef að útkoman úr því er undir 22.000 (minnir mig, gæti verið 30.000) þá borgaru tollinum umsýslugjald sem að er ca 600 kr. ef að það er dýrara borgarðu tollskýrslugjald sem að er ca 3000 kr.
Þú getur gert skýrsluna sjálfur 
