Síða 1 af 1
					
				DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 21:20
				af Arkidas
				Var að panta PS3 af Amazon.co.uk. Valdi standard shipping en sé núna í tracking að carrier er DHL. Ég hef alltaf lent í því að þurfa að borga einhver ofurgjöld við afhendingu með DHL. Veit einhver hvers vegna vélin mín var ekki bara send með venjulegum pósti? Þetta er nú engin hraðsending. Delivery estimate er 14. feb.
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 21:21
				af gardar
				Vegna þess að amazon kjósa að díla við einkafyrirtækið DHL frekar en ríkispóstinn?
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 21:23
				af Arkidas
				En þarf ég ekki að borga einhver ofurgjöld þá? Man að ég pantaði einu sinni leik sem DHL sáu um að afhenda og þurfti að borga 5000 við afhendingu. Efast um að það hafi bara verið tollur og vsk þar sem leikurinn kostaði varla það.
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:08
				af pattzi
				Já bætast við ofur gjöld alltaf hjá mér þegar sendingar koma með dhl eða ups þarf ég að borga einhver há gjöld en ef þetta kemur með póstinum þarf ég ekki að borga nærri því eins mikið.
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:17
				af Tiger
				Ef þú ert búinn að borga flutning hjá Amazon, þá eiga ekki að bætast við nein önnur gjöld en Vsk, tollur og vörugjald (ef það er þ.e.a.s.). DHL sjálft er ekkert að fara að rukka þig meira en þeir fengu frá Amazon. Held að tollmeðferðin hjá DHL sé ekkert dýrari en póstinum án þess að vera 100% viss.
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:21
				af emmi
				Amazon.co.uk hefur alltaf notað UPS varðandi hraðsendingar, nema þeir séu búnir að breyta?
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:26
				af Daz
				Arkidas skrifaði:En þarf ég ekki að borga einhver ofurgjöld þá? Man að ég pantaði einu sinni leik sem DHL sáu um að afhenda og þurfti að borga 5000 við afhendingu. Efast um að það hafi bara verið tollur og vsk þar sem leikurinn kostaði varla það.
Gáðirðu ekki bara á kvittunina? 
Tollur 10%
Vsk 25,5%
ofuraukagjöld 34% 
?
Annars nota Amazon DHL til að senda pakka úr vöruhúsinu í Þýskalandi, það þarf samt ekki að þýða að DHL á Íslandi kom með pakkann til þín, ég hef fengið pakka frá Amazon sem var höndlaður af DHL úti en kom með Póstinum heim til mín.
 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:41
				af Arkidas
				emmi skrifaði:Amazon.co.uk hefur alltaf notað UPS varðandi hraðsendingar, nema þeir séu búnir að breyta?
Jú það er rétt. En þetta var bara standard sending.
Ok sé bara hvernig þetta fer. Þetta á bara að vera VSK ekki satt? Fyrir leikjatölvu.
 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 22:51
				af Daz
				Arkidas skrifaði:emmi skrifaði:Amazon.co.uk hefur alltaf notað UPS varðandi hraðsendingar, nema þeir séu búnir að breyta?
Jú það er rétt. En þetta var bara standard sending.
Ok sé bara hvernig þetta fer. Þetta á bara að vera VSK ekki satt? Fyrir leikjatölvu.
 
Og tollskýrslugjald, held ég alveg örugglega jafnvel þó það sé enginn tollur. Það er einhverstaðar á milli 500 og 3000 kr (listaverð).
 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 23:04
				af emmi
				10% tollur og  25.5% vaskur plús tollmeðferðargjald sem er annaðhvort 450-550 eða 3000kr.
			 
			
					
				Re: DHL gjöld
				Sent: Mið 02. Feb 2011 23:11
				af rapport
				emmi skrifaði:10% tollur og  25.5% vaskur plús tollmeðferðargjald sem er annaðhvort 450-550 eða 3000kr.
Sem bætist ofaná (kaupverð + flutningskostnað) = vara $100 og flutningur $100, þa er VSK = 25,5% af $200 = $51