Síða 1 af 1
					
				Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 19:26
				af BjarniTS
				Er að hugsa  , sum hleðslutæki hérna heima suða , 
Er suð úr hleðslutækinu ykkar ? 
Er smá-suð eðlilegt ?
			 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 19:47
				af Frost
				Það kemur suð úr fartölvuhleðslutækinu mínu stundum, heyri ekki alltaf. Kemur einnig úr Ipod vegghleðslutækinu og símahleðslutækinu.
Vona innilega að þetta sé eðlilegt annars verð ég stressaður 

 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 19:49
				af razrosk
				Suðar stundum (ekki oft), aðalega þegar það er buið að vera lengi í sambandi hjá mér...
			 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 20:13
				af JohnnyX
				Eru þetta ekki bara spennarnir inní tækjunum? Kemur yfirleitt eftir mikla notkun eða þegar tækið er heitt. Þetta er amk mín reynsla af spennubreytinum sem ég nota
			 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 20:48
				af mercury
				kom í símahleðslutæki hjá mér rétt áður en það sprakk  
 
 samt svona grínlaust. var samt einhvað bölvað china drasl.
 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 21:56
				af Gúrú
				Bara merki um það að varan sé ekki high-end, framleiðendur sem að taka eftir suði láta ávallt sívalninginn sem að cancelar það út ef að þeir eru ekki algjörir cheap-skates.
			 
			
					
				Re: Er suð úr hleðslutækinu ykkar ?
				Sent: Fim 10. Feb 2011 22:20
				af Hargo
				Minn suðar en ég heyri það ekki nema að ég leggi hann upp að eyranu á mér 
