Síða 1 af 1
					
				hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:14
				af bixer
				hæhæ 
Ég þarf að sjá um að elda næstu daga fyrir 2. ég er búinn að hafa pizzu, kakósúpu, hamborgara, kjúkling og pastarétt. Ég vil eitthvað einfalt en hef ekki fleiri hugmyndir. hvað eldið þið ykkur sem er einfalt, gott og það skemmir ekki ef það er hollt.
Sorry að ég sé að koma með þetta hérna en ekki á barnalandi eða eitthvað. Ég nenni bara ekki að fá svör frá einhverjum mömmum sem segja mér að gera eitthvað flókið, ógeðslegt eða eitthvað. þið ættuð að skilja mig. Eruð þið með einhverjar hugmyndir?
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:18
				af sveik
				Pakka-Lasagne? Vantar alveg einhvern fisk í þetta? steykja smá ýsu og kartöflur? 
Einfalt og gott 

 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:20
				af dori
				Pasta Carbonara... Tekur enga stund að elda frá grunni og er sjúklega einfalt og ódýrt.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:25
				af bixer
				ég nenni ekki að fá mér fisk, ég tek prótein og fitusýrur...spurnign með pasta carbonara
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:34
				af ManiO
				Steikja núðlur og egg.
Sýður núðlurnar fyrst, þar til þær eru mjúkar. Skellir svo einhverju góðu kryddi saman á pönnu með smá smjöri, leyfir því að hitna saman. Skellir svo núðlunum og eggjunum. Hrærir þetta allt til á pönnunni þar til egginn eru tilbúin.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 01:45
				af Páll
				Dýfa ýsu í rasp, steikja það svo karteflur og kokteilsósa! gæti ekki verið meira solid.
Grjónagrautur, Gordon blue, Pulsur?
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 02:01
				af ingisnær
				
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 02:14
				af coldcut
				Zinger Tower BBQ + 3 hot wings!!!
Drekka svo einn LGG+ eftir matinn svo að hægðirnar verði aðeins þolanlegri!
NAILED IT!
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 11:26
				af Ulli
				Bjúgur eða saltfisk!...
Slátur kemur líka sterkt inn.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 12:20
				af sveik
				coldcut skrifaði:Zinger Tower BBQ + 3 hot wings!!!
Drekka svo einn LGG+ eftir matinn svo að hægðirnar verði aðeins þolanlegri!
NAILED IT!
  
  
 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 13:01
				af Daz
				Steikja fiskbita (hægt að velta þeim uppúr eggi/hveiti). Pítubrauð+grænmeti að eigin vali. Fljótlegt, hollt og virkar á okkur sem þolum ekki soðinn fisk.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 13:50
				af k0fuz
				kjöt eða fisk í karrí ?
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 13:52
				af chaplin
				Grjónagrautur og stór og pattaleg lifrapysla er alltaf sterkur leikur!
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 14:11
				af lukkuláki
				Sjóddu spaghetti og steiktu kjöt svo blandarðu bolognesesósu (fæst í Bónus og víðar) saman við kjötið og voila = Spaghetti bolognese.
Þyrftir að bjóða upp á einn fiskrétt.
Náðu þér í úrbeinað laxaflak og skelltu því í ofn þegar þú ert búinn að kreista yfir hann sítrónu og 
skella sweet mangó chutney sósu yfir hann 180°c í 20 mín + ferskt salat með = Þetta er gott og lax er ofurhollur 

Ef þú hefur ekkert á móti soðinni ýsu þá er það mjöööög einfalt. Kauptu úrbeinað og beinlaust. Fiskurinn skorinn í bita, soðið í 10 mínútur
Kartöflur soðnar í hálftíma. Salat rúgbrauð og smjör með. Aromat og tómatsósa þykja ómissandi á mínu heimili með þessu.
Píta og franskar
Steiktu og kryddaðu hakk og kauptu pítubrauð. Saxaðu tómata, gúrku, papríku og vertu með gott salat og pítusósu, franskar í ofninn. Þetta er fljótlegt. 
Getur alltaf keypt eitthvað sem er tilbúið og sumt er frosið eins og Gordon bleu, nagga ýmisskonar fisk - kjöt með raspi. Leiðbeiningar og upplýsingar um meðlæti eru oft á pakkningunni eða bara googla það.
Vona að þetta hjálpi. Gangi þér vel.
 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 23:32
				af Nothing
				Meðað við að þú ert í ræktinni og vilt sjá góðan árangur þá mæli ég með þessu.
Morgunmat: Hafragraut og banani í morgunmat.
Hádegismatur: Kjúklingbringa í BBQ og hrísgrjón
Kaffitími: Skyr og ávöxtur.
Kvöldmat: Soðinn ýsa og grænmeti.
Kvöldsnarl: Próteinsjeik
Vatn með öllum máltíðum til að halda efnaskiptunum uppi.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Sun 27. Mar 2011 23:53
				af HelgzeN
				Beikon og egg solid
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 00:04
				af SolidFeather
				Nothing skrifaði:Meðað við að þú ert í ræktinni og vilt sjá góðan árangur þá mæli ég með þessu.
Morgunmat: Hafragraut og banani í morgunmat.
Hádegismatur: Kjúklingbringa í BBQ og hrísgrjón
Kaffitími: Skyr og ávöxtur.
Kvöldmat: Soðinn ýsa og grænmeti.
Kvöldsnarl: Próteinsjeik
Vatn með öllum máltíðum til að halda efnaskiptunum uppi.
Systir mín borðar meira en þetta.
Annars er sweet að búa til eggjahræru og setja sveppi, papriku, skinku eða bara hvað sem er með og steikja á pönnu
 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 00:07
				af zdndz
				Nothing skrifaði:Meðað við að þú ert í ræktinni og vilt sjá góðan árangur þá mæli ég með þessu.
Morgunmat: Hafragraut og banani í morgunmat.
Hádegismatur: Kjúklingbringa í BBQ og hrísgrjón
Kaffitími: Skyr og ávöxtur.
Kvöldmat: Soðinn ýsa og grænmeti.
Kvöldsnarl: Próteinsjeik
Vatn með öllum máltíðum til að halda efnaskiptunum uppi.
Gæti þetta ekki verið ofneysla á prótínum, þá meina ég meir af próteinum en líkaminn getur unnið úr, en hvað veit ég um þetta
Annars er það ekki rétt hjá mér að líkaminn getur ekki unnið úr meira en ca. 2 grömm af prótínum á líkamskíló?
 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 00:09
				af SolidFeather
				zdndz skrifaði:Nothing skrifaði:Meðað við að þú ert í ræktinni og vilt sjá góðan árangur þá mæli ég með þessu.
Morgunmat: Hafragraut og banani í morgunmat.
Hádegismatur: Kjúklingbringa í BBQ og hrísgrjón
Kaffitími: Skyr og ávöxtur.
Kvöldmat: Soðinn ýsa og grænmeti.
Kvöldsnarl: Próteinsjeik
Vatn með öllum máltíðum til að halda efnaskiptunum uppi.
Gæti þetta ekki verið ofneysla á prótínum, þá meina ég meir af próteinum en líkaminn getur unnið úr, en hvað veit ég um þetta
Annars er það ekki rétt hjá mér að líkaminn getur ekki unnið úr meira en ca. 2 grömm af prótínum á líkamskíló?
 
Þetta er langt frá því að vera ofneysla.
 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 00:56
				af ViktorS
				Eggjakaka er fáránlega einföld og solid.
Mæli með hangikjöti, grænum baunum og kartöflum í henni =D Annars geturu bara sett það sem þér dettur í hug.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 01:02
				af birgirdavid
				Kleinur.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 01:14
				af Sphinx
				yum yum nuðlur
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 01:34
				af SIKk
				Sphinx skrifaði:yum yum nuðlur
^this  

 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 11:26
				af einarhr
				Mjög einfalt að td brúna Kjúklingabringur á pönnu og henda þeim svo í ofnin á 170 til 180 gráður í ca 15  mín. Það er mjög gott að skera  í bringuna og athuga hvort hún sé done. Með þessu er hægt að hafa td soðin hrísgrjón og Róspiparsósu sem hægt er að kaupa í pökka.
			 
			
					
				Re: hvað á ég að hafa í matinn
				Sent: Mán 28. Mar 2011 11:31
				af JReykdal