Síða 1 af 1
					
				Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 14:36
				af KermitTheFrog
				Sælinú,
ég er í STÆ603 og mér er ætlað að skrifa ritgerð um eitthvað stærðfræðitengt. Þar sem ég nenni ekki að skrifa æviágrip Pýþagórasar eða Fermat þá langaði mig að prufa að skrifa um notkun stærðfræðinnar í tölvum og tölvutengdu efni. Málið er bara að ég þarf bók til að vitna í sem aðalheimild. Vita menn um einhverjar slíkar? Og jafnvel einhver viðfangsefni sem ég gæti mögulega fjallað um? Bin, hex, algoritma, dulkóðun o.s.frv.
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 14:58
				af tdog
				Skrifaðu um Binary og snillinginn Leibniz
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 15:05
				af Pandemic
				Ég myndi skrifa um Alan Turing föður tölvunarfræðinnar eins og hún er í dag. Merkur maður og nóg til af heimildum um hann.
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 15:17
				af bulldog
				ég myndi skrifa um guðjónr þvílíkur snillingur þar á ferð  

 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 17:09
				af KermitTheFrog
				Snilld, vitiði um einhverjar góðar bækur, mögulega á íslensku um þessa menn og efnið?
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Lau 09. Apr 2011 17:14
				af dori
				KermitTheFrog skrifaði:Snilld, vitiði um einhverjar góðar bækur, mögulega á íslensku um þessa menn og efnið?
Ég efa það stórlega að þú finnir mikið af upplýsingum tengdu þessu á íslensku sem fara nánar í efnið en ritgerðin þín mun gera.
 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Sun 10. Apr 2011 01:57
				af Nariur
				Hvar er búinn til tími fyrir ykkur til að skrifa ritgerð í áfanga eins og STÆ603? Ég er líka að taka þennan áfanga (í MA) og þó að þetta sé ekki erfiðasti stæ áfangi sem hugsast getur, gæti ég ekki látið mig dreyma um að skrifa líka ritgerð í honum. Í hvaða skóla ertu?
p.s. Leibniz sökkar, Newton ftw.  

 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Sun 10. Apr 2011 21:15
				af KermitTheFrog
				Er í FG. Kennarinn minn gerir einhverjar fáránlegustu kröfur sem fyrirfinnast til okkar. Hann útbjó lokapróf í 503 sem annar stærðfræðikennari skólans náði ekki að klára að leysa á venjulegum próftíma.
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Mán 11. Apr 2011 01:51
				af kubbur
				upphaf microsoft, það er held ég til heimildarmynd sem heitir pirates of silicone valley, held alveg örugglega að ég sé ekki að rugla saman myndum
			 
			
					
				Re: Stærðfræði og tölvur
				Sent: Mán 11. Apr 2011 13:22
				af Nariur
				þá væri hann kominn aðeins of mikið út fyrir stærðfræði.