Síða 1 af 1

Besta koníakið

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:21
af hakkarin
Jæja, ég er búinn að búa til þræði fyrir bestu bjórana og bestu viskín. En hvað er svo eiglega besta koníakið? Ég prófaði mína fyrstu flösku í dag og hef ekki gert það áður og fannst hún nú bara helvíti góð. Eru vaktarar koníaksmenn?

Re: Besta koníakið

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:26
af Moldvarpan
Jeeezz.....

Hvernig tölvu áttu?
Spilaru tölvuleiki?
Áttu börn?
Eitthvað í boltanum?

Farðu í gvuðana bænum að fara hugza um eitthvað annað en áfengi.

Re: Besta koníakið

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:39
af hakkarin
Moldvarpan skrifaði:Jeeezz.....

Hvernig tölvu áttu?
Spilaru tölvuleiki?
Áttu börn?
Eitthvað í boltanum?

Farðu í gvuðana bænum að fara hugza um eitthvað annað en áfengi.


Hef alveg verið að gera það. Er til dæmis búin að eyða stórum hluta dagsins í poker. Tapaði hverjum einasta leik...

Re: Besta koníakið

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:53
af tanketom
Er ég sá eini sem las "Besta Kókaínið"

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 00:18
af Tesy
tanketom skrifaði:Er ég sá eini sem las "Besta Kókaínið"


Nop

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 15:33
af hakkarin
tanketom skrifaði:Er ég sá eini sem las "Besta Kókaínið"


Þá mátt alveg líka segja mér hvar hægt er að finna besta kókaínið ef að þú villt. \:D/

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 16:11
af jólnir
Sendu mér PM hakkari

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 16:34
af k0fuz
Ég hef reyndar verið að íhuga að fjárfesta í minni fyrstu koníaks flösku en ég bara veit ekki hvað er gott að byrja á sem byrjandi. Ég vil helst eitthvað sem er bara einfalt og gott, má alveg kosta dass en engan handlegg samt.
Bara eitthvað sem ég verð pott þétt ekki með eftirsjá eftir að hafa keypt ;). Hef smakkað eitthvað sem ég man ekki hvað hét en það var XO og ég fýlaði það alveg vel...

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 16:39
af hakkarin
jólnir skrifaði:Sendu mér PM hakkari


Ég var nú bara að grínast með kókaínið... :guy

k0fuz skrifaði:Ég hef reyndar verið að íhuga að fjárfesta í minni fyrstu koníaks flösku en ég bara veit ekki hvað er gott að byrja á sem byrjandi. Ég vil helst eitthvað sem er bara einfalt og gott, má alveg kosta dass en engan handlegg samt.
Bara eitthvað sem ég verð pott þétt ekki með eftirsjá eftir að hafa keypt ;). Hef smakkað eitthvað sem ég man ekki hvað hét en það var XO og ég fýlaði það alveg vel...


Meukow v.s.o.p superior er það sem að ég prófaði. Kostaði sirka 9000-10.000kr held ég og er 700ml. Held að þú myndi alveg fýla það. Er með svona vanilla og karamellu keim. Smá ávextir í því líka. Brennur ekki mikið (eða allavega ekki nálægt því eins mikið of flest viskí allavega). Ekki dýrasta koníakið en bara mjög fínt samt sem áður.

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 17:09
af k0fuz
hakkarin skrifaði:Meukow v.s.o.p superior er það sem að ég prófaði. Kostaði sirka 9000-10.000kr held ég og er 700ml. Held að þú myndi alveg fýla það. Er með svona vanilla og karamellu keim. Smá ávextir í því líka. Brennur ekki mikið (eða allavega ekki nálægt því eins mikið of flest viskí allavega). Ekki dýrasta koníakið en bara mjög fínt samt sem áður.


Aight ég tek það til greina ;)

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 09. Apr 2015 20:34
af kfc
Camus Extra er langbesta Koníakið sem ég hef smakkað

Re: Besta koníakið

Sent: Fös 10. Apr 2015 09:39
af Jón Ragnar
Ég á líter af einhverju koníaki sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra.

Væri alveg til í að skipta á þeirri flösku og viskíi ef einhver er til í þannig ;)

Re: Besta koníakið

Sent: Fös 10. Apr 2015 12:56
af k0fuz
Hvernig koníak er það Jón Ragnar?

Re: Besta koníakið

Sent: Mið 15. Apr 2015 23:33
af hakkarin
Svona af forvitni, þegar þið kaupið ykkur áfengi eins og viskí eða koníak, klárið þið flöskuna áður en þig kaupið ykkur nýja eða haldið þið áfram að smakka ykkur áfram?

Re: Besta koníakið

Sent: Fim 16. Apr 2015 12:24
af dori
Mér myndi ekki detta í hug að bíða með að kaupa mér gott áfengi af því að ég á eitthvað eftir af öðruvísi góðu áfengi heima.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 15:54
af hakkarin
Í staðinn fyrir að búa til nýjan þráð...

...af hverju lætur fólk ís í viskíð sitt? Maður sér þetta gjörsamlega glorífæjað í öllu vinsælu sjónvarpsefni. Einhver töff gæji með viskíglass, og svo auðvitað með viskí og ísmölum í. Þessir töffarar gera sér grein fyrir því að þeir eru að eyðileggja bragðið af viskínu sínu með því að kæla það svona mikið, er það ekki? Ég prófaði þetta einu sinni og fannst viskíð bara verða beinlínis vont.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:01
af machinefart
hefði ekki "hvað er besta viskíið" þráðurinn verið betri? Annars held ég fólk bara viti ekki betur eða finnist þetta hreinlega ekki gott.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:04
af hakkarin
machinefart skrifaði:hefði ekki "hvað er besta viskíið" þráðurinn verið betri? Annars held ég fólk bara viti ekki betur eða finnist þetta hreinlega ekki gott.


Veit ekkert hvað hefur orðið um þann þráð.

Sumir fýla ekki viskíbragð nei, en þeir sem að gera það ekki eru samt held ég líklegri til að taka það bara sem skot frekar heldur en að nota ís. Ég held að þetta séu aðalega töffarastælar. Sem er bráðfyndið finnst mér, að því að þeir gætu þess vegna blandað saman fína og dýra áfenginu sínu saman við kók ef að þeir ætla að drekka það svona.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:17
af Tbot
Hérna eru upplýsingar um staðsetningar framleiðendum á whiskey, svo eru á öðrum síðum upplýsingar um m.a. að setja vatn í whiskey og hvers vegna.

http://www.thebottle-o.com.au/blog/post ... y-regions/

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:17
af urban
hakkarin skrifaði:Sumir fýla ekki viskíbragð nei, en þeir sem að gera það ekki eru samt held ég líklegri til að taka það bara sem skot frekar heldur en að nota ís. Ég held að þetta séu aðalega töffarastælar

Áfengi er alltaf smekksatriði.

Mér finnst t.d. allt viskí vont, nema það sé blandað í púðursykur, rjóma og kaffi (sem að mér finnst vont líka)

Þannig að það að þú haldir því fram að þetta séu töffarastælar er náttúrulega bara alveg gersamlega út í hött, þetta er smekksatriði, þér finnst það betra neat, öðrum on the rocks, þriðji vill bara burbon, 4 drekkur ekkert annað en single malt og síðan eru þeir sem að drekka það blandað í hitt og þetta og þeir sem að drekka ekkert af því.

Þetta er allt smekksatriði.

hakkarin skrifaði:Sem er bráðfyndið finnst mér, að því að þeir gætu þess vegna blandað saman fína og dýra áfenginu sínu saman við kók ef að þeir ætla að drekka það svona.

Hugsanlega vilja einhverjir þetta blandað í kók....

Það er í raun ekki hægt að svara þessum spurningum sem að þú hefur spurt, þar sem að smekkur manna er misjafn.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:20
af k0fuz
hakkarin skrifaði:Í staðinn fyrir að búa til nýjan þráð...

...af hverju lætur fólk ís í viskíð sitt? Maður sér þetta gjörsamlega glorífæjað í öllu vinsælu sjónvarpsefni. Einhver töff gæji með viskíglass, og svo auðvitað með viskí og ísmölum í. Þessir töffarar gera sér grein fyrir því að þeir eru að eyðileggja bragðið af viskínu sínu með því að kæla það svona mikið, er það ekki? Ég prófaði þetta einu sinni og fannst viskíð bara verða beinlínis vont.


Ég heyrði af viskí áhugamanni sem er í viskíklúbb og alles að það er sumt viskí sem þolir að vera "sprengt" og með því meina ég að útþynna það með vatni, þá má líklegast ráða hvort það sé ísmolar eða bara smá vatn útí. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Annars fýla ég ekki viskí.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 16:23
af dori
Aldrei gott að alhæfa (sérstaklega ekki án þess að hafa þekkingu á efninu). http://cooking.stackexchange.com/questi ... -and-water

Grunnurinn er að þú gerir það sem þú vilt og þér finnst gott. Sumum finnst gott að drekka útþynnt/kælt viskí. Þetta breytir bragðinu eitthvað eins og þú tókst eftir. Viskí eru mismunandi á bragðið þannig að sumar viskítegundir eru kannski betri svona (eða kannski langar þig bara í slíka upplifun einhverntíma).

Varðandi það hvernig þetta er glorifæað í sjónvarpsefni, það er svo kúl hvernig ísmolar hljóma í kristalsglasi þegar þú hristir aðeins í því. Eða eitthvað, ég veit það ekki.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 20:15
af hakkarin
Sko, málið er það að það er bara engin ástæða til þess að drekka fínt viskí með ís. Ég veit að ég hljóma eins og svakarlegt snobb við a segja þetta en það er bara þannig. Það er ekkert að því að blanda smá vatni við viskí eins og búið er að benda á, en ís er frosin. Ís kælir, sem að deyfir bragð. Daufara bragð þýðir að ekki er hægt að finna almennilega bragðið af dýrara og flottara viskí. Ef að einhverjum finnst gott að kæla ferskleikans vegna eða til að koma því niður betur, að þá er það bara ágæt mál, en ég stend við það að það er eiglega varla hægt að færa rök fyrir því að bragðmikið viskí verði einhverntíman betra með ískmölum. Nema að það sé ógeðslegt.

Megið kalla mig viskí snobbara ef þið viljið en mér finnst þetta.

Re: Besta koníakið

Sent: Þri 21. Apr 2015 21:53
af machinefart
það er almennt um áfengi að það finnst meira áfengisbragð því lægra sem hitastigið er. að setja vatn í viskí er annað. Element sem er vont líka er að klakinn bráðnar og þú hefur afar litla stjórn á vatninu í viskíinu. Ég er ekki viss um að maður sem pælir í þessu velji sér klaka - það er ekki að sjá að það hafi nokkurn kost að neinu leiti amk (sem ekki má ná fram mikið betur með öðru).