Síða 1 af 1

Pæling um orðalag...

Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:16
af jonsig
Ég er ekki sammála konunni um ef eitthvað endar ,, eins og t.d. samningur. Ég tek dæmi
"saminingurinn/hvaðeina" endar föstudaginn 12.04.2020 . Er þá samningnum lokið þennan tiltekna dag eða daginn eftir.
Þetta er of flókið :face

Re: Pæling um orðalag...

Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:29
af worghal
gildir út enda dagssetningu. semsagt ætti að gilda út 12.04.2020.
þannig virka til dæmis strætókortin.

Re: Pæling um orðalag...

Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:30
af Klemmi
Ef það er ekki tilgreint neitt nánar, þá myndi ég segja að samningurinn mætti enda hvenær sem er þennan dag, þ.e. frá kl. 00:00 - 23:59.

Eðlilegast er að tilgreina að samningurinn "sé í gildi til og með 12.04.2020" eða einfaldlega "gildir út 12.04.2020" til að forðast allan misskilning :)

Re: Pæling um orðalag...

Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:38
af EOS
Spurði konuna mína sem er lögfræðingur :p
Honum lýkur 23:59 12.04.2020