Helmings hækkun á neftóbakinu, enn eina ferðina.
Sent: Lau 01. Okt 2016 02:44
Hvað finnst mönnum um þetta?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/ ... m_helming/
Ég byrjaði að taka í vörina 15 ára, á minni fyrstu önn í framhaldsskóla, og geri enn í dag, sjö árum seinna.
Þá kostaði tóbakið 750 kall. Svo var tóbakið hækkað uppundir 2000 kallinn fyrir nokkrum árum, 150% hækkun miðað við það sem það kostaði þegar ég byrjaði. Svo er verið að tala um að hækka það um helming núna aftur, hækkandi prósentuna í 300% hækkun á verðinu síðan ég byrjaði.
Ég er ekki stoltur af því að taka í vörina, en þetta er samt sem áður bara eitthvað sem fylgir mér hvert sem ég fer.
Ég náði að hætta að reykja fyrir ca. tvem mánuðum síðan. Stoltur er ég af sjálfum mér með það. En svo virtist sem að það að hætta að reykja eftir fimm ár væri ekkert mál. Þrátt fyrir allt vælið í reykingamönnum í gegnum tíðina. Svo virðist sem að fíkn mín í neftóbak undir vörina hafi einfaldlega mask'að nikótínið sem ég fékk frá reykingunum.
Mér finnst persónulega ekki næg sönnunargögn um það að tóbakið sé jafn hættulegt og heilbrigðisyfirvöld halda fram.
Las einhvers staðar að það væru 18 manns á ári hverju sem greinast með slímhúðskrabbamein, 11 karlar og 7 konur, eða 10 og 8, ég man það ekki... Allavegana, finnst ykkur ekki, að samkvæmt þessari frétt þá ættu svona ca. 13.325 að taka í vör á þessu landi, sem er kjaftæðis tala btw, tölfræðin er svo al-röng hjá þeim sem gerðu þessa frétt. Segjum að það séu svona 75.000 á landinu sem neita íslenska neftóbaksins, hvort sem það er í nef eða vör, við þá tölu bætast svona 3000-5000 á ári, ef eitthvað er að marka reynslu mína í framhaldsskólanum, heimskir krakkar eins og ég var, núna er ég bara heimskur maður, það er eini munurinn.
Ef það væri þá í raun og veru hætta af því að menn séu að drepa sig á neftóbakinu, væru þá ekki töluvert fleiri að greinast með slímhúðarkrabbamein en bara þessi 18? Ef það stafaði í raun og veru hætta af þessu, væru þá ekki hundruðir sem greindust á ári hverju, svona eins og með reikingarnar?
Svo er einhvern veginn, sama þó krakkar séu fleiri og fleiri að byrja að taka í vörina, að tóbakið helst ósnert á markaðinum. Hví er það ekki bara tekið úr sölu ef það er svona freystandi fyrir litla putta að sækja í?
Einfaldlega því, þó það sé verið að mótmæla neyslu ungmenna á neftóbakinu, þá skilar sala neftóbaks hundruðum milljóna í ríkiskassann á ári hverju.
Þannig að í rauninni þá er bara verið að hækka þetta helvítis verð til þess að fá enn meiri pening til ríkissins, right?
Ég sé enga aðra ástæðu fyrir þessari hækkun því við vitum öll að fíklar, hvort sem það sé Amfetamín eða Nikótín, gera það sem gera þarf til þess að svala fíkn sinni. Það á ekki sála eftir að hætta að taka í vörina eftir þessa hækkun. Það eina sem þekki hækkun bitnar á er það hvort fátækir námsmenn eigi fyrir matnum ofaní sig í skólanum/vinnuni. Því ég man það að margoft ákvað ég að gleyma því bara að kaupa mér eitthvað að borða til þess að geta átt fyrir einni dollu af the good stuff.
Þessi hækkun er kjaftæði og ástæðan fyrir henni er kjaftæði. Eða það finnst mér allavegana. Að hækka verð á einhverju sem er vinsælla en rafmagn í þeim tilgangi til þess að sporna við því að ungmenni noti vöruna? Það er mesti hesta skýtur sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Þetta er bara græðgi. Eintóm græðgi! The Bigwigs sjá þarna stórann möguleika á því að meika milljarða af tóbakspeningum.
Ég er tilbúinn til þess að leggja líf mitt undir það að á næsta ári, þegar svipuð tölvfræði kemur fram, þá eigi ekki eftir að vera neinn munur, og ef það verður munur, þá verður það einungis útaf hækkun í tóbaksnotendum!
Vá hvað ég er fúll núna... Dollan á eftir að kosta 3000 kall.... Hún kostaði 750 kall árið 2009... Shit!
EDIT: Þessi þráður var gerður í einhverskonar æðiskasti sem þessar fréttir kölluðu fram í mér. Og biðst ég forláts fyrir þessa fáfræðis vilteysu í mér. Það eru jú langt því frá 75.000 á landinu sem taka í vörina eða neyta tóbaks yfirhöfuð.
Einnig var pretty much allt hitt skáldað til þess að reyna að koma pointi mínu á framfæri.
Ég sé það núna að allt sem ég hef sett í þennann þráð, er eintóm vitleysa.
Ég varð bara fúll þegar ég sá að þessi munaðarvara mín sem ég asnaðist til þess að verða háður 15 ára á minni fyrstu önn í framhaldsskóla, væri að hækka um 50%.
Tóbaks djöfullinn er samt sem áður stórhættulegur og ber hann að varast, helst þarf að geyma hann bara í búri í kjallaranum, þar sem skrímslin eiga heima...
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/ ... m_helming/
Ég byrjaði að taka í vörina 15 ára, á minni fyrstu önn í framhaldsskóla, og geri enn í dag, sjö árum seinna.
Þá kostaði tóbakið 750 kall. Svo var tóbakið hækkað uppundir 2000 kallinn fyrir nokkrum árum, 150% hækkun miðað við það sem það kostaði þegar ég byrjaði. Svo er verið að tala um að hækka það um helming núna aftur, hækkandi prósentuna í 300% hækkun á verðinu síðan ég byrjaði.
Ég er ekki stoltur af því að taka í vörina, en þetta er samt sem áður bara eitthvað sem fylgir mér hvert sem ég fer.
Ég náði að hætta að reykja fyrir ca. tvem mánuðum síðan. Stoltur er ég af sjálfum mér með það. En svo virtist sem að það að hætta að reykja eftir fimm ár væri ekkert mál. Þrátt fyrir allt vælið í reykingamönnum í gegnum tíðina. Svo virðist sem að fíkn mín í neftóbak undir vörina hafi einfaldlega mask'að nikótínið sem ég fékk frá reykingunum.
Mér finnst persónulega ekki næg sönnunargögn um það að tóbakið sé jafn hættulegt og heilbrigðisyfirvöld halda fram.
Las einhvers staðar að það væru 18 manns á ári hverju sem greinast með slímhúðskrabbamein, 11 karlar og 7 konur, eða 10 og 8, ég man það ekki... Allavegana, finnst ykkur ekki, að samkvæmt þessari frétt þá ættu svona ca. 13.325 að taka í vör á þessu landi, sem er kjaftæðis tala btw, tölfræðin er svo al-röng hjá þeim sem gerðu þessa frétt. Segjum að það séu svona 75.000 á landinu sem neita íslenska neftóbaksins, hvort sem það er í nef eða vör, við þá tölu bætast svona 3000-5000 á ári, ef eitthvað er að marka reynslu mína í framhaldsskólanum, heimskir krakkar eins og ég var, núna er ég bara heimskur maður, það er eini munurinn.
Ef það væri þá í raun og veru hætta af því að menn séu að drepa sig á neftóbakinu, væru þá ekki töluvert fleiri að greinast með slímhúðarkrabbamein en bara þessi 18? Ef það stafaði í raun og veru hætta af þessu, væru þá ekki hundruðir sem greindust á ári hverju, svona eins og með reikingarnar?
Svo er einhvern veginn, sama þó krakkar séu fleiri og fleiri að byrja að taka í vörina, að tóbakið helst ósnert á markaðinum. Hví er það ekki bara tekið úr sölu ef það er svona freystandi fyrir litla putta að sækja í?
Einfaldlega því, þó það sé verið að mótmæla neyslu ungmenna á neftóbakinu, þá skilar sala neftóbaks hundruðum milljóna í ríkiskassann á ári hverju.
Þannig að í rauninni þá er bara verið að hækka þetta helvítis verð til þess að fá enn meiri pening til ríkissins, right?
Ég sé enga aðra ástæðu fyrir þessari hækkun því við vitum öll að fíklar, hvort sem það sé Amfetamín eða Nikótín, gera það sem gera þarf til þess að svala fíkn sinni. Það á ekki sála eftir að hætta að taka í vörina eftir þessa hækkun. Það eina sem þekki hækkun bitnar á er það hvort fátækir námsmenn eigi fyrir matnum ofaní sig í skólanum/vinnuni. Því ég man það að margoft ákvað ég að gleyma því bara að kaupa mér eitthvað að borða til þess að geta átt fyrir einni dollu af the good stuff.
Þessi hækkun er kjaftæði og ástæðan fyrir henni er kjaftæði. Eða það finnst mér allavegana. Að hækka verð á einhverju sem er vinsælla en rafmagn í þeim tilgangi til þess að sporna við því að ungmenni noti vöruna? Það er mesti hesta skýtur sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Þetta er bara græðgi. Eintóm græðgi! The Bigwigs sjá þarna stórann möguleika á því að meika milljarða af tóbakspeningum.
Ég er tilbúinn til þess að leggja líf mitt undir það að á næsta ári, þegar svipuð tölvfræði kemur fram, þá eigi ekki eftir að vera neinn munur, og ef það verður munur, þá verður það einungis útaf hækkun í tóbaksnotendum!
Vá hvað ég er fúll núna... Dollan á eftir að kosta 3000 kall.... Hún kostaði 750 kall árið 2009... Shit!
EDIT: Þessi þráður var gerður í einhverskonar æðiskasti sem þessar fréttir kölluðu fram í mér. Og biðst ég forláts fyrir þessa fáfræðis vilteysu í mér. Það eru jú langt því frá 75.000 á landinu sem taka í vörina eða neyta tóbaks yfirhöfuð.
Einnig var pretty much allt hitt skáldað til þess að reyna að koma pointi mínu á framfæri.
Ég sé það núna að allt sem ég hef sett í þennann þráð, er eintóm vitleysa.
Ég varð bara fúll þegar ég sá að þessi munaðarvara mín sem ég asnaðist til þess að verða háður 15 ára á minni fyrstu önn í framhaldsskóla, væri að hækka um 50%.
Tóbaks djöfullinn er samt sem áður stórhættulegur og ber hann að varast, helst þarf að geyma hann bara í búri í kjallaranum, þar sem skrímslin eiga heima...

