Síða 1 af 1

Klósettverk... fá pípara eða DIY?

Sent: Þri 04. Okt 2016 20:52
af appel
Það dropar úr þéttingunni á fráfallsrörinu á klósettinu (kemur svona rör út að aftan og í vegg), vei... ekki skemmtilegt, held því í skefjum með dollu.

Á maður að fá pípara í svona? (Ef svo er, með hverjum mæliði?)

En svo held ég að þetta sé ekkert stórmál að lagfæra svona, bara dæla vatninu upp úr, skrúfa klóstið af, og skipta um einhverjar þéttingar. Eða er það vitleysa?

Tími varla að fara borga einhvern 30 þús kall í svona.

Re: Klósettverk... fá pípara eða DIY?

Sent: Þri 04. Okt 2016 21:16
af Dúlli
Ekkert mál að redda þessu sjálfur ef þú treystir þér í það.

Bara skrúfa fyrir vatninu, fínt að sturta vatnið ti lað reyna að losa sem mest í taknum og svo taka af. Þarf að skoða hvað er að líka hvort það séu festingar eða bara komið gat. En þetta eru allt standard stærðir.

Re: Klósettverk... fá pípara eða DIY?

Sent: Mið 05. Okt 2016 00:01
af nidur
DIY, ef þú getur losað skrúfurnar og fært það beint fram þá þarftu varla að hafa áhyggjur af því að allt sullist um allt.

Færð nýtt gúmmí í húsa, byko bauhaus.

Skrúfa fyrir og sturta, vera viss um að tankurinn fyllist ekki aftur, áður en þú ferð að losa vatnið.

Re: Klósettverk... fá pípara eða DIY?

Sent: Mið 05. Okt 2016 00:52
af rapport
Ef þú ert í gömlu húsi þá getur skemmd í "pottinum" orðið mjög dýr viðgerð.

Það ætti ekki að vera dýrt að fá pípara til að kíkja á þetta, einhvern sem notar réttu efnin og þekkir til verka.

Var að gera upp baðherbergið hjá mér í vor og þetta er e-h sem ég fékk pípara til að gera.

Ég treysti mér í rafmagn og smíðavinnu, en vatn... nei. Ef eitthvað klikkar og það fer að leka eða e-h, þá viltu vera með einhvern sem kann að díla við það.

Re: Klósettverk... fá pípara eða DIY?

Sent: Mið 05. Okt 2016 09:16
af Urri
Ég miskildi eða las vitlaust headerinn... ég las þetta sem "Klósettverk... fá pappír eða DIY"

@rapport ég myndi nú segja það að ef hlutir eru í veggjum/gólfi og þess háttar þá myndi ég fá fagmann hvort sem það er pípari rafvirki eða smiður því hætturnar leynast víða... sérstaklega ef það er verið að tala um timburhús.
Ég er sjálfur rafvirki og guð minn góður hvað maður hefur séð mikið "drullumix" hjá sumu fólki.