Síða 1 af 1

Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 11:46
af GuðjónR
Ég er lenda svolítið oft í því að Vodafone IPTV sé að beila, í morgun þá var ég að nota tímaflakkið á barnaefnið þegar allt í einu það hætti að virka.
Þá restarta ég IPTV en bara til þess að fá "Óþekkt Villa" á skjáinn, restaraði nokkrum sinnum, prófaði tvo aðra HDMI kapla og ekkert gekk fyrr en ég tók HDMI úr sambandi, straum úr samandi slökkti á TV, setti HDMI í TV>IPTV straum á IPTV og startaði TV þá fyrst náði ég að virkja IPTV. Kannski tilviljun kannski ekki.

Hafa fleiri en ég lent í veseni með þetta, getur varla verið HDMI kapalinn því ég er búinn að prófa þrjá, ólíklegt að það sé HDMI port á TV en ekki útilokað, þá er það sjálft IPTV tækið eða signalið sem kemur frá cat5.

Re: Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 12:09
af zurien
Hef ekki fengið þessa villu, en kvikindið er alltaf að frjósa hjá mér.
Þarf að taka straum af til þess að fá myndlikilinn aftur inn.

Re: Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 12:46
af Mencius
þetta er ekki neitt hjá þér sem er að valda þessu, þetta gerist stundum af eitthverri ástæðu en þá er það eina sem virkar er að hringja í voda og það þarf að láta myndlykill sækja upplýsingar aftur til þess að þessi villa fari.

Re: Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 13:00
af GuðjónR
Ég hringdi í Voda í morgun en símsvarinn sagði að tæknihjálpinn opnaði ekki fyrr en kl 12 ...
Í millitíðinni hrökk þetta í gang þannig að ég græði líklega ekkert á því að hringja, mér finnst bara vera endalaust vesen á þessu.

Re: Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 13:07
af hagur
Þú ert með skjámynd frá IPTV afruglaranum á skjánum þannig að ekki er þetta HDMI kapallinn eða HDMI tengin ;-)

Þetta er einhver tilfallandi netsamskiptavilla myndi ég halda.

Re: Datt Vodafone TV út hjá ykkur i morgun?

Sent: Lau 08. Okt 2016 13:35
af GuðjónR
hagur skrifaði:Þú ert með skjámynd frá IPTV afruglaranum á skjánum þannig að ekki er þetta HDMI kapallinn eða HDMI tengin ;-)

Þetta er einhver tilfallandi netsamskiptavilla myndi ég halda.


Já akkúrat, vildi samt nota útilokunaraðferðina. Finnst eitthvað svona gerast frekar ef ég er að nota tímaflakkið.