Síða 1 af 1

Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:28
af Dúlli
Hvað á maður að versla ? :-k

Langar að versla eithvað eiginlega af því bara en dettur ekkert snögglega í hug hvað mig myndi langa að prufa.

Hvað eruð þið að versla ?

Hvað ætti maður að prófa ? þá kannski svona 1-20$ vörur hugsa sem budget. :-k :megasmile

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:32
af chaplin
iPhone snúrur frá Anker ef þær verða á útsölu, Anker hleðslubank, fullt af smádótið sem hægt er að kaupa. ;)

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:36
af Dúlli
chaplin skrifaði:iPhone snúrur frá Anker ef þær verða á útsölu, Anker hleðslubank, fullt af smádótið sem hægt er að kaupa. ;)


Það er nefnilega það, hvaða smádót hehehe :megasmile

Anker, er eithvað varið í þá ? hef oft ætlast að fá mér svona USB hleðslugaur í bílinn, kannski er það sniðugt. Mátt allveg henda á mig tillögu. :happy

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:51
af GuðjónR
Þeir eru svo grófir Kínverjanir að það er engu líkt. Hef verið að kaupa fullt af dóti sem kostar frá tæpum dollar og upp í þrjá.
Allt þetta dót hefyr hækkað um 50%-100% í þessari viku...með "lækkun" niður í raunverulega verðið þann 11.11

Hérna er dæmi, pera sem ég keypti í síðustu viku á $0.96 þeir eru búnir að hækka peruna upp í $1.5 og "lækka" hana svo í $0.96 sem hún var í fyrur tilboð. Þannig að gróðinn er enginn, en þeir sem kaupa núna og fram að 11.11 eru að borga allt að tvöfalt verð. Það er sem sagt ekki lækkun 11.11 heldur hækkun fram að 11.11

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:55
af Dúlli
GuðjónR skrifaði:Þeir eru svo grófir Kínverjanir að það er engu líkt. Hef verið að kaupa fullt af dóti sem kostar frá tæpum dollar og upp í þrjá.
Allt þetta dót hefyr hækkað um 50%-100% í þessari viku...með "lækkun" niður í raunverulega verðið þann 11.11

Hérna er dæmi, pera sem ég keypti í síðustu viku á $0.96 þeir eru búnir að hækka peruna upp í $1.5 og "lækka" hana svo í $0.96 sem hún var í fyrur tilboð. Þannig að gróðinn er enginn, en þeir sem kaupa núna og fram að 11.11 eru að borga allt að tvöfalt verð. Það er sem sagt ekki lækkun 11.11 heldur hækkun fram að 11.11


ég held að þetta sé mjög háð seljanda, er búin að vera kaupa frá einum pakka fyrir svona föndur vel, ætla að kaupa annan og hann er 5$ ódýrari :megasmile

Aliexpress er bara samansafn og mörgum verslunum.

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 22:10
af GuðjónR
það er ekki útsala ef þú selur voru á almennu verði 1 dollar .... viku fyrir útsölu hækkar þú verðið í 2 dollarar en á sama tíma býður vöruna á 1 dollar á útsölu. Vöru sem hefur alltaf kostað 1 dollar nema þessa viku fyrir 11.11. Þetta halda Kínverjarnir að séi snilldin ein, en ég mæli með því að versla ekkert fyriir 11.11. Á 11.11 og eftir þann dag verur búið að laga verðin

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 23:07
af Viggi
Var einmitt að kaupa vetrahjólaföt fyrir viku á 91$ svo sá ég sama sett fyrir nokkrum dögum á 150$ sem kostar 91$ með afslætti

Svo maður kaupir ekkert á þessari svikaútsölu

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Þri 08. Nóv 2016 23:36
af chaplin
Vel spottað GuðjónR!

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Mið 09. Nóv 2016 07:50
af Urri
Er þetta ekki bara eins og búðirnar hérna á íslandi gera ? ^^

Re: Aliexpress Útsala 11.11

Sent: Mið 09. Nóv 2016 09:59
af GuðjónR
Urri skrifaði:Er þetta ekki bara eins og búðirnar hérna á íslandi gera ? ^^

Jú maður hefur séð þetta oft hérna heima, kannski ekki alveg svona gróft og áberandi en jú, man séstaklega eftir peysu í Hagkaup sem rataði í fjölmiðla, kaupandinn ákvað að bíða með að kaupa hana fram yfir áramót og fá hana ódýrt á janúarútsölunni, en á útsöluni kostaði hún mun meira en hún kostaði fyrir jól, þrátt fyrir ágætis "afslátt".

Enda er ég löngu hættur að taka mark á orðum eins og "útsala og afsláttur". Sérstaklega fer í taugarnar á mér orðalagið "allt að...x%" afsláttur.
Það ætti að setja í lög að verslanir mættu ekki nota "allt að X" ... t.d. allt að 75% afsláttur nema að minnsta kosti 50% af lagernum væri með 75% afslætti.

Ef fataverslun auglýsir þetta þá er líklegt að flest sé með 20% afsl. og kannski eitt sokkapar sem auðvitað er löngu selt hafi verið með 75% afslætti.