Þurrkara vesen

Allt utan efnis

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Þurrkara vesen

Pósturaf isr » Mán 21. Nóv 2016 20:27

Eru einhverjir sérfræðingar í þurrkurum. Er með þurrkara frá Electroluc varmadæluþurrkari og hann er nýr og er hættur að þurrka,engar villumeldigar bara hitar ekki,þetta er þurrkari númer tvö síðan í vor,fyrri þurrkarinn hætti að þurrka líka en hann kom með error meldingu,fékk svo nýjan og hann er svo í ruglinu líka. Einhver ráð.




arnara
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 29. Des 2011 10:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf arnara » Mán 21. Nóv 2016 21:20

Væntanlega í ábyrgð þar sem þetta er nýtt....bara skila þessu. Ég mundi prófa að biðja um aðra týpu þar sem þessi er greinilega ekki að standa sig, fátt meira pirrandi en að standa í svona veseni með nýjar græjur.




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf isr » Mán 21. Nóv 2016 21:34

Seinni þurrkarinn er önnur týpa en sama tegund.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Nóv 2016 21:42

Ekki gefast upp, þetta er pjúra óheppni. Ég keypti flottan þurrkara í fyrra sem dó eftir eina þurrkun. Eftir það þá var hann bara kaldur. Fékk annan eins, hann er í daglegri notkun og slæt ekki feilpúst. Skrítið samt hvað þessir pressuþurrkara ná að þurrka vel án þess að þvotturinn hitni mikið.




arnara
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 29. Des 2011 10:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf arnara » Mán 21. Nóv 2016 22:03

Fær hann ekki örugglega næga loftun ? Hef séð þurrkara alveg lokaðan inni í skáp sem er ekki gott.




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf isr » Mán 21. Nóv 2016 22:04

Jú,stendur á bekk.




iceair217
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf iceair217 » Mán 21. Nóv 2016 22:14

Ertu með þurrkarann inni í innréttingu. þessi týpa af þurrkara þarf mun meira pláss til að "anda" en hefðbundnu þurrkararnir. Gæti það verið ástæðan?




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf isr » Mán 21. Nóv 2016 22:23

Eins og ég segi að ofan stendur hann á bekk,hann er búinn að virka síðann í sept þar til nú.




arnara
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 29. Des 2011 10:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf arnara » Mán 21. Nóv 2016 22:35

Þá er þetta bara óheppni eins og Guðjón sagði, ekkert annað að gera en gefa þessu annan séns :-)




frr
has spoken...
Póstar: 195
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf frr » Þri 22. Nóv 2016 09:40

Þurrkarar eru einföld tæki og bila sjaldan með réttri meðferð. Aðal bilanirnar tengjast því að fólk fjarlægjir ekki ló úr síum.
Ef hann er enn í ábyrgð, þá borgar sig ekki að reyna að finna út úr þessu sjálfur.




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf isr » Þri 22. Nóv 2016 14:28

Þetta er sennilega einhver Mánudagsframleiðsla,búinn að eiga fjóra þurrkara á 22 árum,fyrstu tveir virkuðu í 21 ár og svo síðustu tveir í 6 mánuði.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þurrkara vesen

Pósturaf GuðjónR » Þri 22. Nóv 2016 14:33

isr skrifaði:Þetta er sennilega einhver Mánudagsframleiðsla,búinn að eiga fjóra þurrkara á 22 árum,fyrstu tveir virkuðu í 21 ár og svo síðustu tveir í 6 mánuði.

Er búinn að eiga þvottavél í 4 ár, hún keyrir á móðurborði (heila) númer 3.
Kæmi mér ekkert á óvart þó ég þyrfti að skipta aftur um stýringu á næsta ári.

Í denn ætlaðist fólk til að tæki entunst í 15-25 ár, í dag þykir fínt ef tæki duga í ~8 ár.