Síða 1 af 1
Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 10:59
af JapaneseSlipper
Sælir vaktarar,
Það er þannig mál með vexti að ég var að kaupa mér íbúð sem er með hrikalega ljótri kattalúgu á útidyrahurðinni. Fyrrverandi eigandi íbúðarinnar sagði við sölu að það væri ekkert mál að taka lúguna og fylla upp í gatið án þess að það sæist.
Veit einhver hvert ég get snúið mér að láta laga svona?
Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:06
af lukkuláki
Hversu mikið mál þetta er fer eftir því hvernig hurð þú ert með.
En allir trésmiðir geta gert þetta.
Getur athugað hér eða bara hringja í einhvern sem þú getur fundið á ja.is
http://hurdiroggluggar.is/
Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:08
af linenoise
Fyrrverandi eigandi <fill-in-blank> sagði við sölu að það væri ekkert mál að..
Nope!
Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:08
af worghal
Er ekki bara málið að fá sér kött?

Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:11
af JapaneseSlipper
Kærastan mín er einmitt að spá í að fá sér kött, þess vegna er þetta akút að taka hana af.
Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:18
af GuðjónR
JapaneseSlipper skrifaði:Sælir vaktarar,
Það er þannig mál með vexti að ég var að kaupa mér íbúð sem er með hrikalega ljótri kattalúgu á útidyrahurðinni. Fyrrverandi eigandi íbúðarinnar sagði við sölu að það væri ekkert mál að taka lúguna og fylla upp í gatið án þess að það sæist.
Veit einhver hvert ég get snúið mér að láta laga svona?
Þú hefðir átt að segja fyrrverandi eigendum að græja þetta fyrst það er svona lítið mál.

Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 11:24
af JapaneseSlipper
GuðjónR skrifaði:JapaneseSlipper skrifaði:Sælir vaktarar,
Það er þannig mál með vexti að ég var að kaupa mér íbúð sem er með hrikalega ljótri kattalúgu á útidyrahurðinni. Fyrrverandi eigandi íbúðarinnar sagði við sölu að það væri ekkert mál að taka lúguna og fylla upp í gatið án þess að það sæist.
Veit einhver hvert ég get snúið mér að láta laga svona?
Þú hefðir átt að segja fyrrverandi eigendum að græja þetta fyrst það er svona lítið mál.

Algjörlega m.v. eðlilegt ástand. Hinsvegar miðað við stöðuna í dag og fyrir sex mánuðum þá setti ég uppsett verð í hana samdægurs.
Re: Taka kattalúgu af hurð
Sent: Fös 02. Des 2016 12:28
af Urri
Hef ekki hugmynd hverskonar hurð þetta er en það verður náttúrulega gat þarna og þá er nú bara að skrúfa á spítur (ef þetta er tréhurð) innaná og svo fá sér plötu sem þú skrúfar svo framaná þær spítur... fillir uppí með einhverju og svo málar yfir... "mjög einfalt" svo að þetta sjáist ekki og endist......
svipað og er með fylgjandi paint meistaraverki...
svart = opið
grátt = spítur á bakvið
Rautt = plata framaná
grænt = skrúfur
bara nota skrúfur sem bara alveg inní...