Spurning í sambandi við Gigabyte mobo
Sent: Mið 25. Jan 2017 23:10
Ég keypti mér GA-Z270X-Gaming K5 í dag og ég hef tekið eftir að vifturnar á Liquid coolerinum hjá mér eru alltaf hraðar í gangi heldur en á MSI borðinu sem ég átti, er ekki fast í vissum hraða og oft fara vifturnar ennþá hraðar allt í einu. Er nokkuð viss að þetta er ekki kælikremið því coolerinn performar um 10 gráðum betur í stress test heldur en fyrsta skiptið sem ég setti coolerinn á hitt móðurborðið. Ég kann eiginlega ekkert á stillingarnar í Gigabyte BIOS svo endilega látið líka vita af einhverju augljóslegu sem gæti verið vandamálið