Síða 1 af 1
Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 14:38
af Blues-
Þetta kemur skemmtilega á óvart ..
http://www.visir.is/g/2018180418984/mil ... m-samstarfÉg átti fyrr von á frosti í helvíti en að þessi 2 fyrirtæki færu í samstarf.
Þetta ætti að flýta fyrir ljósleiðaravæðingunni á þeim stöðum sem eftir eru ..
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 14:47
af GuðjónR
Tvö rör í skurðinn í stað eins.
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 15:05
af Haukursv
Mjög jákvætt
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 15:17
af appel
GuðjónR skrifaði:Tvö rör í skurðinn í stað eins.
Tja, stóri punkturinn sýnist mér vera sá að svæðum er skipt upp á milli aðila. Þannig að stað þess að tveir aðilar séu að vinna í sama skurðinu þá er aðeins einn aðilinn að vinna í skurðinum en leggur streng fyrir báða. Svo er samið um hver vinnur hvaða svæði.
Þýðir í raun bara að 2 aðilar séu núna að dreifa kostnaði við að leggja ljósleiðarana, lækkar verð.
Það kostar ekkert meira að leggja 2 strengi frekar en 1. Aðalvinnan er að leggja þá.
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 15:30
af GuðjónR
appel skrifaði:GuðjónR skrifaði:Tvö rör í skurðinn í stað eins.
Tja, stóri punkturinn sýnist mér vera sá að svæðum er skipt upp á milli aðila. Þannig að stað þess að tveir aðilar séu að vinna í sama skurðinu þá er aðeins einn aðilinn að vinna í skurðinum en leggur streng fyrir báða. Svo er samið um hver vinnur hvaða svæði.
Þýðir í raun bara að 2 aðilar séu núna að dreifa kostnaði við að leggja ljósleiðarana, lækkar verð.
Það kostar ekkert meira að leggja 2 strengi frekar en 1. Aðalvinnan er að leggja þá.
Að þetta hafi ekki verið gert í upphafi er óskiljanlegt. Þvílíkt rask sem fylgir svona löguðu, skera í steyptar stéttar brjóta upp malbik rústa görðum fyrir utan eignatjón sem oft verða. Svo ekki sé talað um kostnaðinn við framkvæmdina sjálfa. Rörið sjálft er minnsti kostnaðurinn.
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 15:36
af DJOli
Mér finnst hálf móðgandi að þetta sé að gerast núna fyrst, þar sem ljósleiðarinn er það mikið ódýrari, og hraðari en koparinn. Var ekki talað um að ljósleiðaravæðingin ætti að hefjast um aldamótin síðustu? Það gerir okkur 18 árum, og klinki eftirá.
Hinsvegar er ég bara feginn að kerfið hjá okkur sé ekki eins og í Bandaríkjunum þar sem fjarskiptafyrirtækin eiga hvert og eitt sínar eigin lagnir með tilheyrandi vandræðum, hraðamun, og fleiru.
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 16:14
af olihar
Mun þetta lækka aðgangsgjaldið(mánaðar)? nei úps gleymdi við búum á íslandi...
En að þetta hafi ekki verið gert frá byrjun er nátturulega skandall aldarinnar, en Síminn sagði að ljósleiðarinn væri bara bóla og uncool, the cool kids nota kopar...
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Þri 17. Apr 2018 22:01
af Televisionary
Þetta er allt með dapurlegra móti í ljósi þess að það er ekkert því til fyrirstöðu að veita alla þessa þjónustu yfir einn leiðara engir tæknilegir þröskuldar sem er ekki hægt að stíga yfir. Ber ekki samgönguráðherra ábyrgð á fjarskiptum? Afhverju í ósköpunum á þessu tímabili hefur ekki verið stofnaður starfshópur sem gerði tæknilega úttekt á þessu í gegnum PFS. Til að sýna fram á það að hægt sé að veita alla þessa þjónustu yfir einn leiðara og loka þeirri umræðu í eitt skipti fyrir öll.
Þetta er allt með undarlegra móti, menn reyndu eins og þeir gátu að gefa GR til Símans í árdaga þegar Guðlaugur Þór var stjórnarformaður OR blessunarlega hafðist það ekki. En því miður þá hefur þessi farsi staðið of lengi. Ef að GR væri lokað kerfi þá hefðirðu ekki netþjónustu í boði frá mörgum aðilum.
Þetta verður svartur blettur í sögu fjarskipta í landinu og þessi endaleysa að dæla fjármagni í ónýtan kopar er með öllu óskiljanlegt.
Re: Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf
Sent: Mið 02. Maí 2018 00:24
af Benz
Televisionary skrifaði:Þetta er allt með dapurlegra móti í ljósi þess að það er ekkert því til fyrirstöðu að veita alla þessa þjónustu yfir einn leiðara engir tæknilegir þröskuldar sem er ekki hægt að stíga yfir. Ber ekki samgönguráðherra ábyrgð á fjarskiptum? Afhverju í ósköpunum á þessu tímabili hefur ekki verið stofnaður starfshópur sem gerði tæknilega úttekt á þessu í gegnum PFS. Til að sýna fram á það að hægt sé að veita alla þessa þjónustu yfir einn leiðara og loka þeirri umræðu í eitt skipti fyrir öll.
Þetta er allt með undarlegra móti, menn reyndu eins og þeir gátu að gefa GR til Símans í árdaga þegar Guðlaugur Þór var stjórnarformaður OR blessunarlega hafðist það ekki. En því miður þá hefur þessi farsi staðið of lengi. Ef að GR væri lokað kerfi þá hefðirðu ekki netþjónustu í boði frá mörgum aðilum.
Þetta verður svartur blettur í sögu fjarskipta í landinu og þessi endaleysa að dæla fjármagni í ónýtan kopar er með öllu óskiljanlegt.
Orkuveitan reyndi nú fyrst að kaupa fjarskiptanet Símans, ekkert varð af því og Míla var stofnuð (þetta er fyrir árdaga Guðlaugs hjá OR, "Don Alfredo" réð ríkjum

).
Sennilega hefur OR viljað fá alltof háan verðmiða fyrir pakkann enda var búið að sturta milljörðum í Línu.nets ævintýrin sem munu aldrei nást til baka (að maður tali nú ekki um rækjueldið og ónýtar aðalstöðvar OR...)