Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Mið 05. Sep 2018 01:50
Langaði að athuga skoðun ykkar á þessu, alltaf gaman að hugsa aðeins út fyrir kassann.
Var að lesa um mann sem benti Hitler á sínum tíma að bíða með að gera innrás í Rússland, halda áfram í staðinn að sprengja framleiðslu möguleika Breta á hernaði og þá sérstaklega flugvéla iðnaði, ekki sprengja borgirnar. Með því gætu Þjóðverjar léttilega gert innrás og sigrað breska flotann ef það væri engin mótspyrna í loftinu.
Á meðan vildi hann senda herlið niður að Miðjarðahafi og ná að loka Gíbraltasundinu. Þá gætu Þjóðverjar rólega tekið yfir allt Miðjarðahafið og haft létta inngöngu inn í Líbíu, Egyptaland og Tyrkland. Einnig vildi hann þjálfa upp herlið Ítala betur en þeir voru víst ekki sambærilegir herliði Þjóðverja. Í sameiningu gætu þeir farið í áttina að Íran og tekið part af olíulindum Rússlands undir sig.
Komnir þangað væri Indland rétt hjá og því þyrfti Bretland að ákveða sig hvort þeir ættu að fórna sér til að verja demantinn sinn eða heimalandið. En með auknu olíu og öll þau lönd, heimsálfur í kringum Miðjarðahafið undir stjórn Hitlers væri hann kominn í góða fjárhagslega stöðu og einnig búinn að koma sér vel fyrir.
Þarna ætti Bretland að hafa engar flugvélar eftir og Þjóðverjar ættu auðvelt með að gera innrás. Einnig kominn með herlið niður í Miðausturlöndin með betur bættum her Ítala væri en þá auðveldara fyrir Þjóðverja að gera innrás inn í Rússland því núna þyrftu þeir að verjast á tveimur stöðum með minni olíu.
Á þessum tímapunkti væri of erfitt fyrir Bandaríkin að gera innrás í Evrópu og myndu þeir byrja efla varnir, sjóher og flughernað og reyna ná eins miklum löndum og eyjum nálægt sér til að loka á innkomu Þjóðverja yfir hafið. Eflaust hefðu Þjóðverjar og Bandaríkjamenn náð sáttum því innrás væri of erfið fyrir báða aðla. En smá erja mundi eflaust koma upp í Brasilíu, Argentínu og Perú á milli þeirra.
Mig grunar vegna stærð landsvæðis að Þjóðverjar myndu nú leyfa einhverjum löndum að vera sjálfstæð og bakka með hernað til að tryggja að Evrópa væri ó snertanleg en hafa auga með þeim (ráða sína menn). Japanir hefðu herjað á Kína og Kóreuskagann og náð Asíu á endanum. Einnig jafnvel hjálpað með innrás inn í Rússland frá þriðja vígvelli.
Núna spyr ég ykkur, hvernig væri heimurinn í dag ef þetta hefði skeð ?
Hvernig væri Ísland núna, væri tæknin eða læknavísindi komin lengra/styttra, væri meiri/minni friður í heiminum en strangari reglur, hefði allt byrjað að sundrast þegar Hitler mundi láta af stjórn vegna elli/veikinda.
P.S.
Þetta er áhugamál hjá mér að hugsa um hvað hefði skeð ef hlutir hefðu farið öðrýsi í mannkynssögu og því eru öll skítakomment afþökkuð.
Var að lesa um mann sem benti Hitler á sínum tíma að bíða með að gera innrás í Rússland, halda áfram í staðinn að sprengja framleiðslu möguleika Breta á hernaði og þá sérstaklega flugvéla iðnaði, ekki sprengja borgirnar. Með því gætu Þjóðverjar léttilega gert innrás og sigrað breska flotann ef það væri engin mótspyrna í loftinu.
Á meðan vildi hann senda herlið niður að Miðjarðahafi og ná að loka Gíbraltasundinu. Þá gætu Þjóðverjar rólega tekið yfir allt Miðjarðahafið og haft létta inngöngu inn í Líbíu, Egyptaland og Tyrkland. Einnig vildi hann þjálfa upp herlið Ítala betur en þeir voru víst ekki sambærilegir herliði Þjóðverja. Í sameiningu gætu þeir farið í áttina að Íran og tekið part af olíulindum Rússlands undir sig.
Komnir þangað væri Indland rétt hjá og því þyrfti Bretland að ákveða sig hvort þeir ættu að fórna sér til að verja demantinn sinn eða heimalandið. En með auknu olíu og öll þau lönd, heimsálfur í kringum Miðjarðahafið undir stjórn Hitlers væri hann kominn í góða fjárhagslega stöðu og einnig búinn að koma sér vel fyrir.
Þarna ætti Bretland að hafa engar flugvélar eftir og Þjóðverjar ættu auðvelt með að gera innrás. Einnig kominn með herlið niður í Miðausturlöndin með betur bættum her Ítala væri en þá auðveldara fyrir Þjóðverja að gera innrás inn í Rússland því núna þyrftu þeir að verjast á tveimur stöðum með minni olíu.
Á þessum tímapunkti væri of erfitt fyrir Bandaríkin að gera innrás í Evrópu og myndu þeir byrja efla varnir, sjóher og flughernað og reyna ná eins miklum löndum og eyjum nálægt sér til að loka á innkomu Þjóðverja yfir hafið. Eflaust hefðu Þjóðverjar og Bandaríkjamenn náð sáttum því innrás væri of erfið fyrir báða aðla. En smá erja mundi eflaust koma upp í Brasilíu, Argentínu og Perú á milli þeirra.
Mig grunar vegna stærð landsvæðis að Þjóðverjar myndu nú leyfa einhverjum löndum að vera sjálfstæð og bakka með hernað til að tryggja að Evrópa væri ó snertanleg en hafa auga með þeim (ráða sína menn). Japanir hefðu herjað á Kína og Kóreuskagann og náð Asíu á endanum. Einnig jafnvel hjálpað með innrás inn í Rússland frá þriðja vígvelli.
Núna spyr ég ykkur, hvernig væri heimurinn í dag ef þetta hefði skeð ?
Hvernig væri Ísland núna, væri tæknin eða læknavísindi komin lengra/styttra, væri meiri/minni friður í heiminum en strangari reglur, hefði allt byrjað að sundrast þegar Hitler mundi láta af stjórn vegna elli/veikinda.
P.S.
Þetta er áhugamál hjá mér að hugsa um hvað hefði skeð ef hlutir hefðu farið öðrýsi í mannkynssögu og því eru öll skítakomment afþökkuð.