Síða 1 af 1

Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fim 02. Jan 2020 16:24
af HalistaX
Sælir ven,

Var kominn svona þráður? Sá hann ekki amk...

Hvað fenguði skemmtilegt í Jólagjöf þetta árið? :)

Ég fékk buxur, nærbuxur, peysu og Scarlett 2i2 3rd gen hljóðkort!

Get nú loksins notað hátalarana mína, gamla hljóðkortið mitt er búið að vera bilað síðan í sumar þegar það datt í gólfið þegar ég var að ryksuga...

Ég er mjööööög sáttur! Sérstaklega með hljóðkortið! :D

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 08:52
af Jón Ragnar
Bowmore 15 ára viskí og alvöru viskíglös

ásamt Lodge cast iron pönnu

Geggjaðar gjafir :)

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 09:24
af worghal
fékk til dæmis The Chita, japanskt viskí, Saturn V Lego settið, Fossils Lego settið og verkfæri.
gott mix fyrir ytri manninn og innra barnið :D

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 09:44
af HalistaX
Jón Ragnar skrifaði:Bowmore 15 ára viskí og alvöru viskíglös

ásamt Lodge cast iron pönnu

Geggjaðar gjafir :)

Ahhh, þú ert einn af þeim..... https://www.vice.com/en_uk/article/a355 ... -trend-men

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 10:33
af Jón Ragnar
Passar haha

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 12:33
af Mossi__
Lenovo Yoga 530.

Reyndar var það gjöf frá mér til mín.. en jólagjöf var það.

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 13:08
af rapport
"Happu plugs" earpods (perralegasta vörumerki ever) og Don Julio Resposado Tequila (ég sötra tequila eins og aðrir sötra viskí)

Sokka, nærbuxur og handklæði... svo ég fari ekki í jólaköttinn.

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 13:28
af HalistaX
rapport skrifaði:"Happu plugs" earpods (perralegasta vörumerki ever) og Don Julio Resposado Tequila (ég sötra tequila eins og aðrir sötra viskí)

Sokka, nærbuxur og handklæði... svo ég fari ekki í jólaköttinn.

Hef oft heyrt sagt að maður verði síður þunnur af Tequila, passar það eða?

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 16:51
af Dr3dinn
Minibar.
Nýjan kassa sjá undirskrift.
Flotta peysu
Skyrtu sérsaumaða inneign.

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 22:02
af rbe
*edit* gamla var orðið lélegt !

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Fös 03. Jan 2020 23:33
af ZiRiuS
Ég bað um frið á jörð og viti menn, ég fékk frið á jörð... bara ekki alveg eins og ég hélt að það yrði...

Mynd

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Sun 05. Jan 2020 15:05
af rapport
HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:"Happu plugs" earpods (perralegasta vörumerki ever) og Don Julio Resposado Tequila (ég sötra tequila eins og aðrir sötra viskí)

Sokka, nærbuxur og handklæði... svo ég fari ekki í jólaköttinn.

Hef oft heyrt sagt að maður verði síður þunnur af Tequila, passar það eða?


Það er bara eins og með annað áfengi, ef það er sykrti bætt við til að drígja framleiðsluna eða efnum bætt við eftirá = þynnka.

Og svo náttúrulega ef maður blandar alskonar sulli saman.

Var hjá nágrannanum um daginn og það var smakkað á Tequila, Mescal, Rakia, Oozo, Aperol, Orach, Smirnoff Gold og Rauðvíni.

Þetta var uppskrift af þynnku dauðans dginn eftir.

En ef einhver kemst yfir Smirnoff Gold = ég er til í að kaupa það stöff, kanil vodki með fljótandi gullflögum

Re: Hvaða skemmtilegheit fenguði í Jólagjöf?

Sent: Sun 05. Jan 2020 15:56
af HalistaX
rapport skrifaði:
HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:"Happu plugs" earpods (perralegasta vörumerki ever) og Don Julio Resposado Tequila (ég sötra tequila eins og aðrir sötra viskí)

Sokka, nærbuxur og handklæði... svo ég fari ekki í jólaköttinn.

Hef oft heyrt sagt að maður verði síður þunnur af Tequila, passar það eða?


Það er bara eins og með annað áfengi, ef það er sykrti bætt við til að drígja framleiðsluna eða efnum bætt við eftirá = þynnka.

Og svo náttúrulega ef maður blandar alskonar sulli saman.

Var hjá nágrannanum um daginn og það var smakkað á Tequila, Mescal, Rakia, Oozo, Aperol, Orach, Smirnoff Gold og Rauðvíni.

Þetta var uppskrift af þynnku dauðans dginn eftir.

En ef einhver kemst yfir Smirnoff Gold = ég er til í að kaupa það stöff, kanil vodki með fljótandi gullflögum

Ég hef nefninlega bara einu sinni á ævinni orðið alvöru þunnur, annars verð ég bara dasaður eftir stífa drykkju...

Finnst það svoldið weird, en svona er þetta víst! Em ég stunda það svo sem ekki að drekka mikið af áfengi, fýla ekki vímuna, finnst hún of mikið chaos.... Amfetamínið og sturlaða einbeitingin sem því fylgir er meira up my alley!