Síða 1 af 1

Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 12:41
af Prentarakallinn
Jæja þá er maður kominn í þá stöðu að hárið er farið að þynnast og er maður ekkert rosa ánægður með þá. Þá spyr ég, hvað hafa menn hérna verið að gera við því? Lyf? Svarti galdur? Voodoo?

Sé að regain var afskráð nóv 2011 (veit ekki alveg hvað það þýðir). Er eitthvað annað í boði, lyfseðilsskyld eða ekki?

https://www.lyfja.is/lyfjabokin/lyf/Regaineafskradnov2011

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 12:48
af Hizzman
Rakaðu hausinn og fáðu dr Manhattan merki á ennið.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 13:20
af Zorglub
Raka sig, kaupa húfur og sólarvörn og að sjálfsögðu safna skeggi!
Annars er það eina sem maður hefur heyrt um að virki er að fara í ígræðslu og þá að sumir elti það út í heim. Veit ekki hvort það er út af verðlagi eða tækni.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 13:38
af falcon1
Ég fer bara í snoð reglulega. :)

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 15:16
af Halldorhrafn
Þörf og góð umræða :) Halda því stuttu/snoða virkar best og þeir sem bera skeggið vel taka það bara vel með. Dr Manhattan merkið frábær hugmynd. Einhverntímann þegar ég var í klippingu var mér boðið að fá "púður" sem dekkir/felur þynninguna, það virkaði ekki töff svo ég prófaði það nú aldrei aftur.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 15:31
af jonsig
Raka hausinn og hafa hann stíf bónaðann. Að taka þessu með reisn er sexy, heldur en að fara í feluleik með þetta.

Ég sjálfur, rétt yfir þrítugt og farinn að fá grátt á bartasvæðinu, tek því fagnandi.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 15:35
af Brimklo
Allann daginn að bara safna smá skeggi og snyrta hausinn vel,.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 16:29
af Viggi
Nota nú bara bartaskera og raka hausinn á 1-2 vikna fresti. Er með svona svuntu sem ég hengi á spegilinn. Skafan er bara svona spari.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 19:08
af Mossi__
Mæli nú bara með því að raka bara kollinn.

Ég er í sömu sporum, og bara ýmist raka kollinn eða snoða (kemst upp með að snoða ca í ár í viðbót, í mesta lagi).

Ég jújú, er kominn með ágætt skegg. En það er meira bara letin við að raka og snyrta frekar en að bæta mér upp hármissinn.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 19:27
af Trihard
Einn mánaðarskammtur af þessu er á 9.400 kr. https://harklinikken.is/products/extract get mælt með þessu, fór í ráðgjöf þarna í fyrra og ég fékk að sjá myndir af hárvexti hjá fyrri kúnnum, þetta mun ekki endurlífga dauða hársekki eða skapa nýja en það mun hins vegar koma í veg fyrir að hársekkirnir deyi.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 20:06
af halipuz1
Ég lifi í eintómri afneitun, aflitaði restina sem var á toppnum í sumar og ætla klárlega að gera það næsta sumar líka. Reyna taka þessu með jákvæðni, þetta gerist fyrir rest hjá öllum.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 21:43
af hfwf
Þetta er skiljanlegt vandamál hjá mörgum útaf of miklu testasteróni :)
En fyrst og fremst þarftu að vera ánægður með sjálfan þig og vera á góðum stað í lífinu og sætta þig við það að shit happens and genes are what they are :)
þú ert ekkert minna fallegri með eða án hárs, ert alltaf sami maðurinn, you make the hair, hair does not make you:)
En eins og aðrir segja, hár ígræðslur virka :)
Annars bara Bruce Willisa þig og be proud..

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 22:03
af Stuffz
snoð klárlega

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 22:10
af Black
Kiwi og Derhúfa :happy

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 22:32
af mjolkurdreytill
Mynd

Falleg kolla allan daginn.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Lau 24. Okt 2020 23:19
af g0tlife
Fáðu lyf sem heitir Finól og þú skerð töflurnar í 4 parta. Færð 98 töflur í dollu þannig að þetta er meira en ársskammtur á 4.000 - 5.000 kr. Eina trykkið er að sannfæra eitthvern læknir til þess að skrifa upp á þetta.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Sun 25. Okt 2020 05:37
af daremo
hfwf skrifaði:Þetta er skiljanlegt vandamál hjá mörgum útaf of miklu testasteróni :)


Skv Google er þetta líklega ástæðan fyrir hárlosi.
Er hægt að lækka testósterón í líkamanum einhvern veginn?

Ég hef oft heyrt því fleygt að karlmenn sem eru vegan hafa lægra testósterón.
Kannski er eitthvað til í því. Ég hef verið vegan núna í 20+ ár og er með fullan haus af heilbrigðu hári, 40 ára gamall.
Það er þó ólíklegt að það skiptir máli. Væntanlega eru það bara gen sem stjórna þessu öllu.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Sun 25. Okt 2020 08:33
af blitz
daremo skrifaði:
hfwf skrifaði:Þetta er skiljanlegt vandamál hjá mörgum útaf of miklu testasteróni :)


Skv Google er þetta líklega ástæðan fyrir hárlosi.
Er hægt að lækka testósterón í líkamanum einhvern veginn?

Ég hef oft heyrt því fleygt að karlmenn sem eru vegan hafa lægra testósterón.
Kannski er eitthvað til í því. Ég hef verið vegan núna í 20+ ár og er með fullan haus af heilbrigðu hári, 40 ára gamall.
Það er þó ólíklegt að það skiptir máli. Væntanlega eru það bara gen sem stjórna þessu öllu.


Það er líklegast það síðasta sem nokkur karlmaður vill gera er að lækka testósterón, sbr. áhrif sem það hefur

reduced desire for sex
fewer erections that happen spontaneously, such as during sleep
infertility
increased body fat
decreased strength/mass of muscles
fragile bones
decreased body hair
swelling/tenderness in the breast tissue
hot flashes
increased fatigue
effects on cholesterol metabolism


Enda er (loksins) farið að horfa meira til áhrifa þess á karlmenn að testósterón lækkar náttúrulega með auknum lífaldri og farið að huga að viðeigandi testósterónmeðferð.

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Sun 25. Okt 2020 08:35
af Jón Ragnar
Fátt karlmannlegra (ekki toxic) að taka þessu bara og bera það stoltur.


Já það vill enginn minnka svo testó í líkamanum, hefur áhrif á vöðvamyndun, kynhvöt ofl:)

Re: Hárið farið að þynnast, hvað skal gera?

Sent: Mán 26. Okt 2020 22:17
af gorkur
Ég tek sköfuna bara á þetta í sturtunni, tekur enga stund ef maður heldur þessu við :)