Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 05. Jan 2021 11:34

Vil endilega plata áhugasama úr Grafarvoginum, Grafarholti, Reynisvatnsás og Úlfarsárdal til að skoða þetta.

Íbúasamtök Úlfarsárdals og nokkrir áhugasamir íbúar hafa seinustu vikur verið að undirbúa undirskriftarlista og vefsíðu til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi á svæði M22.

Í byrjun febrúar verður listinn afhentur fomlega. Kynnið ykkur málið og stöðvum þessa breytingu.

www.m22.isSkjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 12. Jan 2021 10:13

Mig langar að ítreka þetta, umfjöllunin hefur tekið aðeins við sig og yfir 1000 hafa skrifað undir.

Málið snýst um að mótmæla því að rauða svæðið á myndinni verði iðnaðarsvæði t.d. eins og Höfðarnir eða Vogarnir.

Viðtal í morgunútvarpinu HÉR

Grein af mbl.is, umfjöllun var í blaðinu - https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... i_obreytt/

Allar upplýsingar - https://www.m22.is/

Undirskriftalistinn - https://listar.island.is/Stydjum/97


Mynd
slapi
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf slapi » Þri 12. Jan 2021 10:19

Ég skil samt ekki alveg rökfæraluna þar sem þetta er prímastaðsetning fyrir bæði stórar verslanir og atvinnu svo nálægt stofnbraut.
Ég væri ánægður með möguleika á betri þjónustu nær mér.Skjámynd

Maddas
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Sun 22. Júl 2012 14:04
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Maddas » Þri 12. Jan 2021 10:21

Takk fyrir að benda á þetta, bý í Úlfarsárdalnum og ég er persónulega ekki hrifinn af þessari hugmynd.Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 12. Jan 2021 11:05

slapi skrifaði:Ég skil samt ekki alveg rökfæraluna þar sem þetta er prímastaðsetning fyrir bæði stórar verslanir og atvinnu svo nálægt stofnbraut.
Ég væri ánægður með möguleika á betri þjónustu nær mér.


Matvöruverslun er bönnuð sem og smærri verslanir ekki á planinu og þá veitingastaðir, bakarí o.þ.h. ekki heldur, þetta er hugsað sem svæði fyrir þá aðila sem verið er að reka frá Höfðanum og Vogunum, s.s. bílaverkstæði, smærri heildverslanir og sérverslanir sem þurfa stórt lagerpláss. Þarna gæti þess vegna komið steypustöð.

Íbúar hér eru líka að upplifa að hafa verið blekktir, að það væru til flott framtíðarplön um stækkun og þróun hverfisins og útivistarsvæðisins hér í kring, þetta skemmir það allt + að kirkjugarðurinn sem ver er að búa til þarna verður lítið kósý að vera í jarðarför og svo er veriað reykja kjöt í næsta húsi og lyktina leggur yfir allt.

Íþróttafélagið Fram var líka platað hingað uppeftir með loforði um 20.000 manna hverfi og styrkum bakgrunn iðkenda, en grundvöllur félagsins er horfinn ef hverfið á ekki að stækka.
Síðast breytt af rapport á Þri 12. Jan 2021 11:20, breytt samtals 1 sinni.
Uncredible
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Uncredible » Þri 12. Jan 2021 11:20

rapport skrifaði:
slapi skrifaði:Ég skil samt ekki alveg rökfæraluna þar sem þetta er prímastaðsetning fyrir bæði stórar verslanir og atvinnu svo nálægt stofnbraut.
Ég væri ánægður með möguleika á betri þjónustu nær mér.


Matvöruverslun er bönnuð sem og smærri verslanir ekki á planinu og þá veitingastaðir, bakarí o.þ.h. ekki heldur, þetta er hugsað sem svæði fyrir þá aðila sem verið er að reka frá Höfðanum og Vogunum, s.s. bílaverkstæði, smærri heildverslanir og sérverslanir sem þurfa stórt lagerpláss.Þetta er algjör skandall, veit ekki afhverju þetta fær ekki meiri umfjöllun, ég get náttúrlega ekki skrifað undir bý ekki í Reykjavík.
IceFox
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 11. Jan 2021 16:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf IceFox » Þri 12. Jan 2021 12:10

Ég átti heima í þessu hverfi og er mjög ánægður að vera fluttur þaðan í burtu, hinsvegar væri ég allveg til í iðnaðarpláss þarna svo þetta er topp næs :)Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2475
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 233
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf GullMoli » Þri 12. Jan 2021 12:21

Ég bý í Grafarvoginum og finnst þetta bara nokkuð fínt. Iðnaðarsvæðið uppá Höfða er nær mér en þetta svæði, og það svæði eru gömul og mis-falleg húsnæði. Líst vel á að þetta fari ekki of langt í burtu, skil samt vel að fólkið sem búi í Úlfarsárdal finnist þetta ekki heilliandi.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf jericho » Þri 12. Jan 2021 14:09

Hvaða lausnir leggur M22 hópurinn til, þ.e.a.s. hvaða önnur svæði sér hópurinn fyrir sér að geti hýst svona starfsemi?5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6775
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Viktor » Þri 12. Jan 2021 14:30

jericho skrifaði:Hvaða lausnir leggur M22 hópurinn til, þ.e.a.s. hvaða önnur svæði sér hópurinn fyrir sér að geti hýst svona starfsemi?


Sama og ég hugsaði.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Maddas
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Sun 22. Júl 2012 14:04
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Maddas » Þri 12. Jan 2021 15:15

Afhverju á það að vera þeirra að finna út úr því hvar annarsstaðar þetta á að vera þótt þeir vilji ekki hafa þetta í sýnu íbúðahverfi?
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4177
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1309
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Klemmi » Þri 12. Jan 2021 15:26

https://en.wikipedia.org/wiki/NIMBY

Þetta er alltaf svona, enda vill fólk ekki hafa hvað sem er í sínum bakgarði. En þetta er meiri hætta þegar flutt er í hverfi í uppbyggingu, frekar en rótgróin hverfi. Kostir og gallar.

Er þetta ekki bara eins og á Völlunum í Hafnarfirði? Fyrst kom íbúðabyggð, en svo hefur verið að byggjast upp risa iðnaðarhverfi þar við hliðiná núna á síðustu árum.Skjámynd

Maddas
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Sun 22. Júl 2012 14:04
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Maddas » Þri 12. Jan 2021 15:31

Jú það er það kannski en maður segir kannski eitthvað ef maður er ekki sáttur við það, það eru líka verslanir í iðnaðarhverfinu á völlunum sem á ekki að vera í boði þarna svo mér finnst í góðu lagi að mótmæla þessuSkjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 12. Jan 2021 15:54

jericho skrifaði:Hvaða lausnir leggur M22 hópurinn til, þ.e.a.s. hvaða önnur svæði sér hópurinn fyrir sér að geti hýst svona starfsemi?


Við viljum óbreytt skipulag á þessu svæði og berjumst fyrir því.

Óbreytt skipulag mundi leyfa verslanir, skrifstofur og jafnvel smærri vörulagera í bland við íbúabyggð, t.d. bílasölur.

Þetta nýja skipulag aftur á móti útilokar matvöruverslanir og opnað er á iðnað, t.d. steypustöð, bílapartasölur, Vöku, SS, MS, Hringrás ofl.


Ég skil að fólk hugsi "en hvað svo?"

Það sem hefur gerst í þessu nýja skipulagi er t.d. að iðnaðarsvæðið sem var skipulagt á Hólmsheiðinni hefur verið minnkað töluvert, að mér skilst og þetta sett inn í staðinn.

Við viljum ekki vera koma með tillögur sem meika svo minna sens og fá á okkur gagnrýni fyrir það.

Það er alveg nóg að biðja um það eitt að núverandi plan verði bara áfram óbreytt.

https://kjarninn.is/skodun/2021-01-12-h ... ulag-i-m22

Capture.PNG
Capture.PNG (81.58 KiB) Skoðað 5336 sinnum
Síðast breytt af rapport á Þri 12. Jan 2021 17:59, breytt samtals 3 sinnum.
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 63
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf falcon1 » Fös 15. Jan 2021 12:19

Á nú að skemma enn eitt útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu?
bigggan
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf bigggan » Fös 15. Jan 2021 12:35

falcon1 skrifaði:Á nú að skemma enn eitt útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu?


Þetta er ekkert nýtt hverfi... búin að vera í skipulag mörg ár og eru bara að breyta skipulag, og núna er þetta flugvöllur og lupinubreiður..Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 712
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 15. Jan 2021 12:58

Það sem fólk stundum gleymir er að svona svæði geta verið framtíðar vinnustaður íbúa í kring, það er skinsamlegt að blanda saman íbúðabyggð og atvinnuhúsnæðum. "Matvöruverslun" gæti flokkast sem Krónan eða Bónus td, með tilheyrandi aukinni traffík og þörf á stórum bílastæðum. Ekkert sem bannar góðan burger joint.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Fös 15. Jan 2021 14:56

gRIMwORLD skrifaði:Það sem fólk stundum gleymir er að svona svæði geta verið framtíðar vinnustaður íbúa í kring, það er skinsamlegt að blanda saman íbúðabyggð og atvinnuhúsnæðum. "Matvöruverslun" gæti flokkast sem Krónan eða Bónus td, með tilheyrandi aukinni traffík og þörf á stórum bílastæðum. Ekkert sem bannar góðan burger joint.


Það eiginlega fylgir að ef matvöruverlsun er bönnuð, þá er verlsun með matvörur bönnuð = ekki veitingastaðir.

Græna skipulagið leyfir, verslanir, gsitiheimili, hótel, skrifstofur o.s.frv. og ekkert óeðlilegt við það t.d. eitthvað eins og Sundabogin, Borgartún, Ármúli.

Rauða skipulagið er meira eins og Höfðarnir, allt frá BM Vallá, Malbikunarstöð yfir í bílaverkstæði og partasölur... og auðvitað heildsölur með lagera o.þ.h. EN banna matvöruverlsanir, Hótel og gistiheimili.
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1071
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf netkaffi » Lau 16. Jan 2021 14:26

Auðvitað á ekki að hafa svikin loforð eða blekkingu, eða misvísandi upplýsingar, í skipulagi á hverfum.
Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Gustaf » Mán 18. Jan 2021 11:13

Fallið hefur verið frá breytingu á aðalskipulagi.

sjá: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... sardalnum/Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf jericho » Mán 18. Jan 2021 12:20

Frábært að hlustað sé á fólk :)5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2401
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 144
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Black » Þri 19. Jan 2021 13:36

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... _a_keldum/
Til hamingju með sigurinn.
Hefði frekar viljað sjá þetta svæði í Úlfarsfelli.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 19. Jan 2021 15:04

Black skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/01/19/atvinnusvaedi_a_keldum/
Til hamingju með sigurinn.
Hefði frekar viljað sjá þetta svæði í Úlfarsfelli.


Ekki er þetta betra, sammála því.

Rétta leiðin til að létta á umferð er að opna stórt iðnaðarsvæði á Grundartanga og færa uppbyggingu Faxaflóahafna þangað.

Það yrði til þess að Sundabraut færi í algjöran forgang.

Það yrði einnig til þess að mun stærri flutningaskip gætu komið til landsins, en nýju skip Einskipa eru rétt um 2300 gámaeiningar, rétt um 10-15% af því sem risaskipin taka.

Að fækka ferðum til landsins og taka meira magn í einu yrði líklega til þess að flutningur til landsins yrði áreiðanlegri og töluvert ódýrari.
Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf Gustaf » Þri 19. Jan 2021 15:20

Það er frábært að það var hlustað á íbúa. Spurning samt væri það góð hugmynd að stækka svæði M9 (Korpa) yfir suður hluta Korpuvallar og leyfa það sem að breytingartillagan fyrir M22 Hallar lagði til? Mosfellsbær er að skipulegga svæðið rétt austan M9 sem verslunar og athafnasvæði.Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7278
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1084
Staða: Ótengdur

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Pósturaf rapport » Þri 19. Jan 2021 20:19

Ef þetta fer langt útfyrir bæinn þá mun þetta draga helling af fólki í "hina áttina" á morgnana og þá eru ekki allir á leið niðr í bæ á sama tíma.