Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf appel » Mán 01. Feb 2021 21:45

Ég er ekki Apple maður þrátt fyrir nikkið :) en ég er að reyna setja upp Apple TV og þarf að logga mig með Apple ID.

Búinn að búa til Apple ID, en er í ógöngum.

Fæ endalaust vesen við að reyna logga mig inn á Apple TV fæ ég:
"No iTunes store account
Before using this Apple ID on your Apple TV, you must first login into an iOS device, Mac, or PC to create an iTunes store account".

Jæja, setti þá upp iTunes á PC og reyndi að logga mig inn þar, og fæ:
"This apple id has not yet been used with the itunes store. Please review your account information."

Datt í hug að setja í kreditkortaupplýsingar, en það dugði ekki.

Þolinmæðin mín brast þegar ég var farinn að öskra á sjónvarpið einsog grandpa Simpson
Mynd


*-*


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf HringduEgill » Mán 01. Feb 2021 21:51

Við þekkjum þetta vel hjá Hringdu og höfum ekki fundið aðra lausn en að logga Apple ID-ið inn í einhverju iOS tæki til að staðfesta skilmála iTunes Store Account. Það virkaði áður að logga sig inn í iTunes á Mac en meira segja sú lausn er hætt að virka.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf appel » Mán 01. Feb 2021 21:56

HringduEgill skrifaði:Við þekkjum þetta vel hjá Hringdu og höfum ekki fundið aðra lausn en að logga Apple ID-ið inn í einhverju iOS tæki til að staðfesta skilmála iTunes Store Account. Það virkaði áður að logga sig inn í iTunes á Mac en meira segja sú lausn er hætt að virka.


Ok, takk, reyni að finna eitthvað slíkt tæki.


*-*


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf Vaktari » Þri 02. Feb 2021 00:11

appel skrifaði:
HringduEgill skrifaði:Við þekkjum þetta vel hjá Hringdu og höfum ekki fundið aðra lausn en að logga Apple ID-ið inn í einhverju iOS tæki til að staðfesta skilmála iTunes Store Account. Það virkaði áður að logga sig inn í iTunes á Mac en meira segja sú lausn er hætt að virka.


Ok, takk, reyni að finna eitthvað slíkt tæki.





Virkar þetta fyrir þig?
Mögulega virkar þetta ekki því app store og itunes store er vist ekki það sama eftir því sem ég var að lesa en sakar svosem ekki að prófa.


https://secure2.store.apple.com/shop/si ... DY1ZmFjZWE


https://einstein.is/2015/11/19/nyja-app ... umfjollun/
Síðast breytt af Vaktari á Þri 02. Feb 2021 00:16, breytt samtals 2 sinnum.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf mainman » Þri 02. Feb 2021 07:11

Þarft að logga þig inn á itunes í mac vél eða tæki en það er ekki nóg.
Þú verður að velja að spila,eitthvað lag. Nóg bara nokkrar sec og þá er þetta komið.
Ég þurfti að ganga í gegnum þetta þegar ég fékk mér apple tv til að losna við afruglarann.
Hélt að þetta væri ógeðslega sniðugt en þetta er án efa mesti viðbjóður sem hægt er.að tengja við sjónvarpið sitt.
Þetta bras og síðan stuttu seinna vesen við að ný airpods hættu að virka og slitu alltaf sambandi og ég fékk að vita það eftir að hafa borgað 4 þús kall fyrir að.láta resetta þau hjá elkó að airpods væri ekki gert fyrir android og að ef ég væri ekki með apple síma og bæði síminn og airpodið uppfært reglulega þá mundi þetta gerast aftur.
Hef algjörlega hatað allt sem ber þetta ógeðslega overpriced apple logo síðan.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf appel » Þri 02. Feb 2021 20:59

Þetta gekk með herkjum. Alltof erfitt, varð mjög pirraður á þessu ferli. Aldrei verið eins erfitt fyrir mig að byrja að nota eitthvað tæki, þetta væri einsog ég væri kominn aftur til 1990's að installera linux distro. Að Apple láti svona frá sér er óskiljanlegt.

Þurfti að fá iPhone lánaðan, loggaði mig inn í hann, náði að initializa þennan helv. iTunes account sem var djúpt falinn í einhverjum stillingum. Svo gat ég loggað mig inn á Apple TV "with your phone".

Held allt í allt að ég hafi þurft að slá inn password svona 50 sinnum, fá two-factor kóða svona 30 sinnum í sms. Tekið kannski 3 klst í heild þetta ferli.

Svo heldur þetta bull áfram þó ég sé búinn að logga mig inn í tækið, núna þarf að staðfesta öll download á öppum með passwordi, og svo þarf auðvitað að logga sig inn í öppin, og og ... :| einhver hringja í vælubílinn fyrir mig er orðin ga ga á þessu.

Held ég muni lítið sem ekkert nota þetta appletv eftir þessa upplifun. Svo veit ég ekkert hvað gerist þegar ég skila símanum, þarf að logga mig útur honum og eyða öllu á honum. Ætli allt fari ekki lóðrétt til helvítis á þessu apple tv? loggist út og svona?


*-*

Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf ChopTheDoggie » Þri 02. Feb 2021 21:02

Og Apple haturinn byrjar.. :-"


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf appel » Þri 02. Feb 2021 21:08

ChopTheDoggie skrifaði:Og Apple haturinn byrjar.. :-"

Ekkert óeðlilegt að hata algjörlega óþarflega þjáningarfullar notendaupplifanir.


*-*

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf oliuntitled » Þri 02. Feb 2021 21:16

appel skrifaði:Þetta gekk með herkjum. Alltof erfitt, varð mjög pirraður á þessu ferli. Aldrei verið eins erfitt fyrir mig að byrja að nota eitthvað tæki, þetta væri einsog ég væri kominn aftur til 1990's að installera linux distro. Að Apple láti svona frá sér er óskiljanlegt.

Þurfti að fá iPhone lánaðan, loggaði mig inn í hann, náði að initializa þennan helv. iTunes account sem var djúpt falinn í einhverjum stillingum. Svo gat ég loggað mig inn á Apple TV "with your phone".

Held allt í allt að ég hafi þurft að slá inn password svona 50 sinnum, fá two-factor kóða svona 30 sinnum í sms. Tekið kannski 3 klst í heild þetta ferli.

Svo heldur þetta bull áfram þó ég sé búinn að logga mig inn í tækið, núna þarf að staðfesta öll download á öppum með passwordi, og svo þarf auðvitað að logga sig inn í öppin, og og ... :| einhver hringja í vælubílinn fyrir mig er orðin ga ga á þessu.

Held ég muni lítið sem ekkert nota þetta appletv eftir þessa upplifun. Svo veit ég ekkert hvað gerist þegar ég skila símanum, þarf að logga mig útur honum og eyða öllu á honum. Ætli allt fari ekki lóðrétt til helvítis á þessu apple tv? loggist út og svona?



Fyrst þú ert kominn með appletv í gang, þá geturu notað þetta til að slökkva á því að þurfa pass í hvert skipti sem þú installar appi

Require a password on your Apple TV 4K or Apple TV HD

From the Home screen, select Settings.
Select Users and Accounts.
Select [your name]'s Account.
Under Require Password, choose the settings that you want for purchases and free downloads.




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf Uncredible » Þri 02. Feb 2021 21:16

Já þetta er hryllingur, ég lenti í þessu þegar ég var aðstoða eldri hjón að fá sér AppleTV. Á endanum þurfti ég að fá manneskju sem á Iphone til að klára uppsetninguna...

Ég skil ekki afhverju fólk kaupir þetta merki, allt við þetta er svo alltof flókið og mediocre.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf oliuntitled » Þri 02. Feb 2021 21:23

Uncredible skrifaði:Já þetta er hryllingur, ég lenti í þessu þegar ég var aðstoða eldri hjón að fá sér AppleTV. Á endanum þurfti ég að fá manneskju sem á Iphone til að klára uppsetninguna...

Ég skil ekki afhverju fólk kaupir þetta merki, allt við þetta er svo alltof flókið og mediocre.



Þetta er gott tæki og svínvirkar ... þegar það loksins kemst í gang.
Hugsa að meirihluti þeirra sem kaupa þetta eru þeir sem eru nú þegar í apple eco systeminu, ef þú ert þar að þá er þetta draumur í dós í uppsetningu.
Þeir þurfa klárlega að taka sig saman í andlitinu fyrir þá sem eru utan þessa eco systems þó.




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf Uncredible » Mið 03. Feb 2021 20:29

oliuntitled skrifaði:
Uncredible skrifaði:Já þetta er hryllingur, ég lenti í þessu þegar ég var aðstoða eldri hjón að fá sér AppleTV. Á endanum þurfti ég að fá manneskju sem á Iphone til að klára uppsetninguna...

Ég skil ekki afhverju fólk kaupir þetta merki, allt við þetta er svo alltof flókið og mediocre.



Þetta er gott tæki og svínvirkar ... þegar það loksins kemst í gang.
Hugsa að meirihluti þeirra sem kaupa þetta eru þeir sem eru nú þegar í apple eco systeminu, ef þú ert þar að þá er þetta draumur í dós í uppsetningu.
Þeir þurfa klárlega að taka sig saman í andlitinu fyrir þá sem eru utan þessa eco systems þó.



Já AppleTV er gott tæki og myndi mæla með því fram yfir mörg önnur sambærileg tæki, en alveg glatað að setja þetta upp ef þú ert ekki í þeirra eco systemi eins og þú segir.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á apple tv og búa til apple id

Pósturaf depill » Fim 04. Feb 2021 10:51

Ef þú átt ekki iPhone er eiginlega ekkert spes að vera í restinni af eco-systeminu. Mér finnst það svona byrjunin á eco-systeminu. Enn þegar þú ert kominn þangað er þetta ekkert mál.

Mamma mín og pabbi ( bæði með iPhone ) gátu sett upp AppleTV án nokkurs vesen þar sem þau eru alveg í eco-systeminu. Fyrir þá sem eru ekki í eco-systeminu (sérstakelga án iPhone ) þá er þetta alls ekki gott.