Síða 1 af 1

Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 19:09
af methylman
Sælir vaktarar er að fá innhtrngingar frá númerum á Bretlandseyjum byrja á 44 CC og svo einhvað númer. Kannast fleyri við þetta BTW þá er þetta í landlínuna

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 19:29
af mjolkurdreytill
Bara í heimasíma?

Ég get ímyndað mér að fjöldi notenda hér sem reka heimasíma sé eitthvað óverulegur.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 20:21
af ZiRiuS
Lendi reglulega í því að fá scam símtöl þaðan í gemsan. Lítið hægt að gera...

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 20:37
af kizi86
+4478 er yfirleitt byrjunin á númerinum á þessum scam símtölum hef ég tekið eftir

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 20:45
af Mummi
Hef fengið nokkur svona símtöl, það er ákveðið pattern hjá þeim. Fyrst kemur hringing frá einhverjum robot til að athuga hvort einhver svari í númerið, svo kannski klukkutíma síðar kemur sjálft símtalið sem reynir að selja eitthvað fjármálascam. Síðast þegar þau hringdu þá skaut ég aðeins á þau og sagði strax að ég væri búin að fatta pattern-ið og lýsti þessu með robotið osfrv, þau lögðu snögglega á, var eiginlega pínu fyndið.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Mán 22. Feb 2021 23:42
af Opes
Óþolandi. Fékk 4 svona í dag, hefur verið að gerast nánast daglega í svona 3-4 mánuði hjá mér.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Þri 23. Feb 2021 10:49
af Alfa
Lendi í þessu nokkrum sinnum í mánuði. Svara bara alls ekki, gerði það einu sinni óvart og fékk ekki frið í langan tíma.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Þri 23. Feb 2021 10:53
af stefhauk
Hef verið að fá þessi símtöl líka reglulega núna seinustu 2 vikur.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Þri 23. Feb 2021 12:21
af olihar
Búinn að vera að fá svona scam símtöl í nokkur ár, sérstaklega frá UK, sem er óþolandi þar sem ég fæ slatta af authentic símtölum þaðan svo maður pikkar upp.

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Þri 23. Feb 2021 12:31
af DaRKSTaR
örugglega allt scam hringingar, hringja í smátíma og skella á með það í von að þú hringir til baka og þetta er allt pay per call dæmi svona eins og að hringja í gömlu 99 númerin hér í denn

Re: Hringingar frá UK code 44

Sent: Þri 23. Feb 2021 13:39
af russi
Hef verið laus við svona þar til fyrir 2 vikum, oftast er þetta frá UK, en fékk í dag og í gær frá Austurríki og Sviss.

Oft er hringt og ég svara og ekkert að frétta, svo kannski hringt nokkrum dögum síðar og spjallað, í gær var hringt í mig og sagt að ætti cryptowallet með um 800$ á og ég bara hló að þeim. Ef ég ætti cryptowallet þá væru þau ekki með info um það né hvað væri á þeim. Útskýrði fyrir þeim basic virkni á cryptowallet, það var fátt um svör þá.

Undarlega við þetta að það er alltaf hringt í vinnusimann sem ég skrái ekkert í nema þá tengslum við vinnuna.