Síða 13 af 19

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Mar 2021 22:28
af falcon1
ps. tek líka eftir að það er fullt af fólk staðsett þar sem reykurinn fer yfir.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Mar 2021 22:36
af appel
Rosalegt líka að bera saman hvernig eldgosið lítur á á daginn vs hvernig það lítur út á kvöldin þegar dimmt er orðið.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Lau 27. Mar 2021 00:24
af jonfr1900
Það er nægjanlega margt fólk þarna til þess að drekkja út allri 3G og 4G bandvíddinni á svæðinu hjá öllum farsímafyrirtækjunum (?) sem nást þarna á þessu svæði.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Lau 27. Mar 2021 00:26
af jonfr1900
falcon1 skrifaði:ps. tek líka eftir að það er fullt af fólk staðsett þar sem reykurinn fer yfir.


Þetta er ekki reykur. Þetta er vatnsgufa og Brennisteinsdíoxið (SO2).

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?
Sulfur dioxide

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Lau 27. Mar 2021 08:22
af mikkimás
Það á einhver mannvitsbrekkan eftir að drepast á þessu svæði á næstunni.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 16:55
af jonfr1900
Mig er farið að gruna að þær breytingar sem eru að verða á eldgosinu núna séu hugsanlega undanfari þess að þarna verði stórgos. Hvort að ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós. Þetta er hinsvegar það sem ég er að lesa úr þeirri þróun sem hefur orðið síðustu klukkutíma. Þetta mun mjög líklega gerast mjög snöggulega og án mikilla jarðskjálftavirkni.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 18:47
af mikkimás
jonfr1900 skrifaði:Mig er farið að gruna að þær breytingar sem eru að verða á eldgosinu núna séu hugsanlega undanfari þess að þarna verði stórgos. Hvort að ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós. Þetta er hinsvegar það sem ég er að lesa úr þeirri þróun sem hefur orðið síðustu klukkutíma. Þetta mun mjög líklega gerast mjög snöggulega og án mikilla jarðskjálftavirkni.

Af hverju heldurðu að það verði stórgos?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 20:41
af mjolkurdreytill
Hvað er að gerast með vefmyndavélina? Blikkar allt hraunið.

Er þetta eitthvað tíðnina á upptökunni?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 20:48
af Viktor
mjolkurdreytill skrifaði:Hvað er að gerast með vefmyndavélina? Blikkar allt hraunið.

Er þetta eitthvað tíðnina á upptökunni?


Held að þetta sé “auto focus” sem getur ekki ákveðið sig hvar hann á að vera.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 21:10
af mjolkurdreytill
Líklegast er það málið.

Það virðist samt einhver hafa verið að þysja inn og út í allar áttir í kvöld. Ætli sá aðili hafi verið á staðnum eða staðsettur í Efstaleyti?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 21:20
af jonfr1900
mikkimás skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mig er farið að gruna að þær breytingar sem eru að verða á eldgosinu núna séu hugsanlega undanfari þess að þarna verði stórgos. Hvort að ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós. Þetta er hinsvegar það sem ég er að lesa úr þeirri þróun sem hefur orðið síðustu klukkutíma. Þetta mun mjög líklega gerast mjög snöggulega og án mikilla jarðskjálftavirkni.

Af hverju heldurðu að það verði stórgos?


Það hefur ekki dregið neitt úr þenslunni í GPS gögnunum og er þenslan að aukast ef eitthvað er. Eitthvert þarf þessi kvika að fara og þetta er eins og gat á stíflu sem stækkar þangað til að flóðið kemur.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 21:32
af Hizzman
Etv er kvikan að dreifa sér kemur upp á nýjum stað til viðbótar. Skerí.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 21:43
af falcon1
Nú sé ég að youtube streymið frá RÚV nær til 12 klst. ég ætla að rétt að vona að þeir visti þetta einhvers staðar, það er stórmerkilegt að geta "spólað" í gegnum heilt gos síðar til að sjá þróunina.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 23:09
af gnarr
Sallarólegur skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:Hvað er að gerast með vefmyndavélina? Blikkar allt hraunið.

Er þetta eitthvað tíðnina á upptökunni?


Held að þetta sé “auto focus” sem getur ekki ákveðið sig hvar hann á að vera.


Grillað að hafa autofocus á fjalli.. Það er ekki eins og það sé að hreyfa sig mikið :face

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Sun 28. Mar 2021 23:45
af jonfr1900
Hizzman skrifaði:Etv er kvikan að dreifa sér kemur upp á nýjum stað til viðbótar. Skerí.


Það var það sem gerðist í eldgosunum í Kröflu fyrir 50 árum síðan (1975 til 1984). Ég reikna með að hegðun þessa eldgos verði mjög svipuð þar sem sérfræðingar í þessu svæði telja það mjög svipað og eldstöðvarkerfin við Kröflu. Þetta getur auðvitað gerst síðar en núna er bara að bíða og sjá hvað gerist í þessu.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Mán 29. Mar 2021 11:03
af falcon1
gnarr skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:Hvað er að gerast með vefmyndavélina? Blikkar allt hraunið.

Er þetta eitthvað tíðnina á upptökunni?


Held að þetta sé “auto focus” sem getur ekki ákveðið sig hvar hann á að vera.


Grillað að hafa autofocus á fjalli.. Það er ekki eins og það sé að hreyfa sig mikið :face

Haha... ég trúi því nú ekki að þeir séu að eyða rafmagni í að nota autofocus. Bæði eins og þú segir að gosið er ekkert að færa sig mikið og svo er DOF alveg feikinóg til að ná einhverjum smá hreyfingum.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Mán 29. Mar 2021 12:13
af urban
jonfr1900 skrifaði:
Hizzman skrifaði:Etv er kvikan að dreifa sér kemur upp á nýjum stað til viðbótar. Skerí.


Það var það sem gerðist í eldgosunum í Kröflu fyrir 50 árum síðan (1975 til 1984). Ég reikna með að hegðun þessa eldgos verði mjög svipuð þar sem sérfræðingar í þessu svæði telja það mjög svipað og eldstöðvarkerfin við Kröflu. Þetta getur auðvitað gerst síðar en núna er bara að bíða og sjá hvað gerist í þessu.

Ertu að vinna við þetta og ertu lærður í fræðunum eða er þetta bara svona "hobbý" hjá þér að fylgjast með þessu ?
Þar sem að þú ert og hefur verið í mörg mörg ár alveg ótrúlega fróður um jarðhræringar almennt.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Mán 29. Mar 2021 14:08
af gnarr
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Hizzman skrifaði:Etv er kvikan að dreifa sér kemur upp á nýjum stað til viðbótar. Skerí.


Það var það sem gerðist í eldgosunum í Kröflu fyrir 50 árum síðan (1975 til 1984). Ég reikna með að hegðun þessa eldgos verði mjög svipuð þar sem sérfræðingar í þessu svæði telja það mjög svipað og eldstöðvarkerfin við Kröflu. Þetta getur auðvitað gerst síðar en núna er bara að bíða og sjá hvað gerist í þessu.

Ertu að vinna við þetta og ertu lærður í fræðunum eða er þetta bara svona "hobbý" hjá þér að fylgjast með þessu ?
Þar sem að þú ert og hefur verið í mörg mörg ár alveg ótrúlega fróður um jarðhræringar almennt.



jonfr1900 skrifaði:
gnarr skrifaði:Jón, ertu menntaður jarðfræðingur? :) Það er geggjað að fá allar þessar upplýsingar frá þér :happy =D>


Ég komst aldrei í gegnum skólakerfið og upp í háskóla og því sjálfsmenntaður í jarðfræði, tölvum og fleira. Ég tók grunnáfanga í jarðfræði, tölvum og fleiru en lengra komst ég ekki í skólakerfinu á Íslandi. Námið gekk illa hjá mér og enga hjálp að fá á þeim tíma sem ég var í skóla (1997 - 1998 og síðan 2000 til 2004, 2010 til 2012 rúmlega).

Ég ætla að flytja varanlega til Danmerkur þegar covid ástandinu líkur og athuga hvort að ég komist í nám þar í tölvufræðum og fleiru ef það er í boði.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 00:09
af jonfr1900
Samkvæmt sérfræðingum þá er möguleiki að þetta eldgos standi í 250 til 500 ár.

Kvik­an lík­ist mest stærri dyngj­un­um

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 17:10
af mikkimás
Flott, þá getum við mjólkað ferðamennina næstu árin.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 17:25
af jonfr1900
mikkimás skrifaði:Flott, þá getum við mjólkað ferðamennina næstu árin.


Það þarf væntanlega að færa Grindavík eitthvert annað frá núverandi staðsetningu. Þar sem hraunið frá þessu eldgosi nær þangað eftir 20 til 30 ár.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 17:27
af mikkimás
Lol þú mátt spara stóru orðin.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 18:25
af jonfr1900
mikkimás skrifaði:Lol þú mátt spara stóru orðin.


Það er kvikusöfnun í gagni vestan við Grindavík sem á uppruna sinn í djúpu kvikuhólfi. Það er væntanlega ekki ennþá komið að eldgosi þar alveg strax en teljarinn í það eldgos er orðinn mjög stuttur tel ég. Það er fyrir utan þetta eldgos í Geldingadalir sem mun renna þangað hægt og rólega eftir að eldgosið er búið er að fylla upp í alla dali sem þarna eru í dag.

Dyngjur eru einnig mjög sérstök eldgos.

Hvað er dyngjugos? (Vísindavefurinn)

Edit: Bætti aðeins við textann.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 19:26
af mikkimás
jonfr1900 skrifaði:
mikkimás skrifaði:Lol þú mátt spara stóru orðin.


Það er kvikusöfnun í gagni vestan við Grindavík sem á uppruna sinn í djúpu kvikuhólfi. Það er væntanlega ekki ennþá komið að eldgosi þar alveg strax en teljarinn í það eldgos er orðinn mjög stuttur tel ég. Það er fyrir utan þetta eldgos í Geldingadalir sem mun renna þangað hægt og rólega eftir að eldgosið er búið er að fylla upp í alla dali sem þarna eru í dag.

Dyngjur eru einnig mjög sérstök eldgos.

Hvað er dyngjugos? (Vísindavefurinn)

Edit: Bætti aðeins við textann.

Ég hef ekki heyrt eina einustu manneskju með þekkingu á sviði jarðeðlisfræði tala um raunhæfan möguleika á stórgosi á þessum slóðum, burtséð frá kvikusöfnun og þrýstingi, nú eða þá að hraun úr þessu gosi muni flæða yfir Grindavík á endanum. Þú veist að það er ekki langt í sjóinn frá gosinu?

Fyrir ári síðan þegar landris stóð yfir við Þorbjörn talaði Maggi Tumi m.a.s. um að yrði gos þarna yrði það *ekki* stórt.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Þri 30. Mar 2021 19:37
af mikkimás
Svo það sé á kristaltæru, þá finnst mér þrusuflott að til sé vel lesið áhugafólk eins og jonfr1900.

Þetta fag er bara geysilega flókið, fjallar um atburði sem mikil óvissa ríkir um, og engin tilviljun að allir sérfræðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum hafa sparað stóru orðin um framþróun þess.