Blikur á lofti í vaxtamálum

Allt utan efnis
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2258
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 17
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Plushy » Mið 05. Maí 2021 10:02

Er ég að fara tortíma sjálfum mér með því að taka verðtryggt lán í dag?Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jericho » Mið 05. Maí 2021 10:12

Plushy skrifaði:Er ég að fara tortíma sjálfum mér með því að taka verðtryggt lán í dag?


Fer eftir upphæðinni. Ég tók t.d. hámarkslán (verðtryggt) hjá lífeyrissjóði mínum, sem ég var að breyta í óverðtryggt í síðustu viku. Þar sem verðbólgan jókst um 0,7% á milli mánaða, þá hækkaði höfuðstóllinn á þessu verðtryggða láni um 300þús kr, á einum mánuði (sem hefði ekkert gerst hefði ég verið aðeins fyrr að breyta yfir í óverðtryggt).

[edit] Punkturinn minn er sem sagt, ef þú ræður við afborganirnar, þá er óverðtryggt líklegast betri kostur.
Síðast breytt af jericho á Mið 05. Maí 2021 12:15, breytt samtals 1 sinni.5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


jonfr1900
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 78
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Maí 2021 10:23

Plushy skrifaði:Er ég að fara tortíma sjálfum mér með því að taka verðtryggt lán í dag?


Þú ert ekki að gera þér neina greiða með þessu. Það verður mikið um gjaldþrot um miðjan áratuginn þegar allt hagkerfið á Íslandi fer í drasl (aftur).
Dr3dinn
spjallið.is
Póstar: 487
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Dr3dinn » Mið 05. Maí 2021 10:44

Að veita verðtryggð lán núna minnir mig á :

https://www.youtube.com/watch?v=ml9MWzF2bpQ

aka. We want your children.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz Corsair -2070 MSI BLACK 8 GB -1x 28" BENQ 1x Samsung Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"


dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf dadik » Mið 05. Maí 2021 20:14

Plushy skrifaði:Er ég að fara tortíma sjálfum mér með því að taka verðtryggt lán í dag?


Alls ekki. Ég var með verðtryggð lán í 16 ár og fór í gegnum dotcom bust og bankahrun án þess að finna mikið fyrir þessu. Þetta er samt dýr lán og aðrir betri kostir í boði. Ég þú skilur samt hvað þú ert að gera er allt í lagi að taka þetta. Ef þetta er spurning um leigu vs að kaupa með verðtryggðu eru kaupin alltaf betri kostur.
Síðast breytt af dadik á Mið 05. Maí 2021 20:15, breytt samtals 1 sinni.


ps5 ¦ zephyrus G14


KRASSS
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Þri 07. Nóv 2017 02:15
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf KRASSS » Fös 14. Maí 2021 10:04

https://www.visir.is/g/20212109163d/spa ... ta-19.-mai

Fréttin sem allir voru að bíða eftir
Hentze
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 08. Júl 2015 23:23
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hentze » Fös 14. Maí 2021 11:51Intel i7 4790k, Gigabyte RX 5700XT gaming OC, 4x8 gb DDR3, Z97X Gigabyte gaming 5, Antec high current gamer 750W 80 bronze, Corsair Graphite 230t, Noctua NH-D15S,


jonfr1900
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 78
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Fös 14. Maí 2021 13:51

Þetta hérna þýðir einfaldlega að efnahagurinn er farinn til fjandans og þeir vita ekkert hvað á að gera til að redda málunum. Smá vísbending, það er ekki hægt að redda þessu.

Spá stýrivaxtahækkun og hömlum á fasteignalán (mbl.is)Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15313
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1553
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fös 14. Maí 2021 15:49

Skil ekki alveg rökin að hækka vexti til að minnka verðbólgu, hefði haldið að aukinn vaxtakostnaður þýddi hærra verð fyrir vörur og þjónustu sem kallar á hærri laun sem aftur ýtir upp verðlagi.
Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hizzman » Fös 14. Maí 2021 16:17

GuðjónR skrifaði:Skil ekki alveg rökin að hækka vexti til að minnka verðbólgu, hefði haldið að aukinn vaxtakostnaður þýddi hærra verð fyrir vörur og þjónustu sem kallar á hærri laun sem aftur ýtir upp verðlagi.


bara gamli 'góði' Íslenski vítahringurinn! þetta er samkvæmt einhverri efnahagsfræði sem hefur reyndar alls ekki virkað á Íslandi! Dæmigerði íslendingurinn veit varla hvað prósentur og vextir er..Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2892
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 332
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf hagur » Fös 14. Maí 2021 16:22

GuðjónR skrifaði:Skil ekki alveg rökin að hækka vexti til að minnka verðbólgu, hefði haldið að aukinn vaxtakostnaður þýddi hærra verð fyrir vörur og þjónustu sem kallar á hærri laun sem aftur ýtir upp verðlagi.


Það er verið að reyna að kæla hagkerfið með vaxtahækkun, láta fólk halda að sér höndum - minnka eftirspurn. Sem "ætti" þá að draga úr verðbólgu ... en ég hef bara ekki séð þetta virka hingað til á Íslandi, eiginlega bara þvert á móti. Það virðist sama hvað er gert hérna, verðlag leitar alltaf upp á við og verðbólgan með.Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf kusi » Fös 14. Maí 2021 16:27

GuðjónR skrifaði:Skil ekki alveg rökin að hækka vexti til að minnka verðbólgu, hefði haldið að aukinn vaxtakostnaður þýddi hærra verð fyrir vörur og þjónustu sem kallar á hærri laun sem aftur ýtir upp verðlagi.


Miðlunarferli peningastefnunnar eru gerð góð skil i eftirfarandi rammagrein úr Peningamálum:
https://www.sedlabanki.is/lisalib/getfi ... temid=1055

Í grófum dráttum má segja að hærri vextir leiða til þess að eftirspurn í hagkerfinu minnkar, t.d. með því að draga úr lántökum einstaklinga og fyrirtækja og auka sparnað. Eftir því sem dregur úr eftirspurn þá minnkar þrýstingur til verðlagshækkana. Það eru fleiri kraftar þarna að verki en þetta er líklega sá sem er auðveldast að vefja hausnum um. Á móti gerist það þegar vextir lækka að fólk gengur á sparnað því það er minna unnið með því að spara, fólk tekur frekar lán því það er ódýrara, húsnæði, hlutabréf og aðrar eignir hækka í verði* sem fær fólk til að upplifa sig ríkara (auðsáhrif) og eykur veðrými sem aftur eykur lántökur frekar. Fólk hefur þannig bæði meiri pening milli handanna og er viljugra til að eyða. Aukin eftirspurn í hagkerfinu leiðir svo til verðhækkana.


* Að öðru óbreyttu hækkar eignaverð þegar vextir lækka og það lækkar þegar vextir hækka.Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4124
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 131
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf vesley » Fös 14. Maí 2021 16:37

kusi skrifaði:* Að öðru óbreyttu hækkar eignaverð þegar vextir lækka og það lækkar þegar vextir hækka.Eignarverð lækkar ? :lol:


massabon.is


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf codec » Fös 14. Maí 2021 17:12

Hizzman skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Skil ekki alveg rökin að hækka vexti til að minnka verðbólgu, hefði haldið að aukinn vaxtakostnaður þýddi hærra verð fyrir vörur og þjónustu sem kallar á hærri laun sem aftur ýtir upp verðlagi.


Minnka eftirspurn á húsnæðismarkaði.
Síðast breytt af codec á Fös 14. Maí 2021 17:12, breytt samtals 1 sinni.
blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1636
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 95
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf blitz » Þri 18. Maí 2021 10:08

https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/ ... idretting/

Þetta eru rosalegar tölur - mesta hækkun milli mánaða frá 2007. Tölur fyrir apríl koma í dag - verður mjög fróðlegt að sjá.

Vaxtaákvörðun á morgun - verður einnig fróðlegt að sjá hvort vextir verða óbreyttir og að þjóðhagsvarúðartækjum verði beitt, t.d. með auknum takmörkunum á veðsetningu eða takmark á greiðslur sem hlutfall af tekjum: https://www.sedlabanki.is/fjarmalastodu ... ignalanum/


PS4

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15313
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1553
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Maí 2021 11:20

3.3% hækkun milli mánaða er sturlun, hvernig à ungt fólk að safna sér fyrir útborgun?
Og er húsnæðisliðurinn ekki 1/3 hluti af verðtryggingunni?

Ég ætla að vera bjartsýnn og spá óbreyttum vöxtum á morgun.
Mossi__
spjallið.is
Póstar: 486
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Mossi__ » Þri 18. Maí 2021 11:53

Ég var einmitt að gera mér vonir um að geta flutt á þessu ári, og tekjurnar komnar á þann stall að það var vel mögulegt.

Svo ákvað fasteignamarkaðurinn að fara í þennan algjöra chaos.

Ég ætla ekki að taka þátt í þessu partýi. Frekar bara að sjá hvernig malin þróast.
Dr3dinn
spjallið.is
Póstar: 487
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Dr3dinn » Þri 18. Maí 2021 12:39

Held að stéttarfélögin muni gera meiri launakröfur ef þeir hækka vexti um of, þannig það kæmi mér á óvart að sjá miklar hækkanir.
(einhverjar hækkanir en litlar)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz Corsair -2070 MSI BLACK 8 GB -1x 28" BENQ 1x Samsung Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"


dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf dadik » Þri 18. Maí 2021 16:01

vesley skrifaði:
kusi skrifaði:* Að öðru óbreyttu hækkar eignaverð þegar vextir lækka og það lækkar þegar vextir hækka.Eignarverð lækkar ? :lol:


Fasteignir eru reyndar mjög lengi að lækka. Fljótar að hækka, seinar niður. Gott dæmi er þegar Íslandsbanki spáði 10% hækkun á fasteignaverði á næstu 12 mánuðum. Daginn eftir hækkuðu allar eignir um 10% :D

Lækkunin kemur yfirleitt fram með því að nafnverð stendur í stað. Þú keyptir íbúð á 50m og vilt ekki selja hana á minna en 50m. Ári seinna selurðu svo íbúðina á 50m en þá væri verðbólgan búin að éta upp 4-5% miðað við núverandi árferði.

Svo hafa komið tímabil þar sem húsnæðisverð lækkar á eftir ár. Minnir að 1986-1996 hafi raunverð lækkað á hverju ári.


ps5 ¦ zephyrus G14


blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1636
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 95
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf blitz » Þri 18. Maí 2021 16:03PS4

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15313
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1553
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Maí 2021 16:33


Þetta er svoooo slæmt!Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3855
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 885
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Klemmi » Þri 18. Maí 2021 16:36Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,7%,


Þetta er svo bilað! Og það er enginn sem hagnast á þessu, nema fólkið sem er að minnka við sig eða selja fasteignir og ætla ekki að kaupa aðra í staðin. Og það er fólkið sem þarf síst á þessum peningum að halda.

Allir hinir þurfa ekki einungis að borga meira fyrir eignina, heldur hækka lánin hjá þeim sem eru með verðtryggð lán, þar sem íbúðarhlutinn er enn inn í vísitölunni, og greiða svo einnig hærri fasteignagjöld til sveitarfélagsins.

Er skrítið að það séu kröfur um launahækkanir, þegar þessi stærsti útgjaldaliður heimilisins rýkur upp úr öllu valdi?
Síðast breytt af Klemmi á Þri 18. Maí 2021 16:36, breytt samtals 1 sinni.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15313
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1553
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Maí 2021 16:43

Klemmi skrifaði:


Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,7%,


Þetta er svo bilað! Og það er enginn sem hagnast á þessu, nema fólkið sem er að minnka við sig eða selja fasteignir og ætla ekki að kaupa aðra í staðin. Og það er fólkið sem þarf síst á þessum peningum að halda.

Allir hinir þurfa ekki einungis að borga meira fyrir eignina, heldur hækka lánin hjá þeim sem eru með verðtryggð lán, þar sem íbúðarhlutinn er enn inn í vísitölunni, og greiða svo einnig hærri fasteignagjöld til sveitarfélagsins.

Er skrítið að það séu kröfur um launahækkanir, þegar þessi stærsti útgjaldaliður heimilisins rýkur upp úr öllu valdi?

Þetta er snarbilað!

Það virðst bara vera tvennt í stöðunni fyrir unglinga í dag, flytja til útlanda eða búa inn á foreldrum þangað til þeir fara á elliheimilið.
Nærð ekki að eignast neitt þegar ástandið er svona nema eiga ríka foreldra sem bakhjarla.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6302
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 728
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Sallarólegur » Þri 18. Maí 2021 21:35

Klemmi skrifaði:Er skrítið að það séu kröfur um launahækkanir, þegar þessi stærsti útgjaldaliður heimilisins rýkur upp úr öllu valdi?


Launahækkanir hækka líka húsnæðisverð :)


Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller


falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 236
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 17
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Maí 2021 22:20

Ég spái óbreyttum vöxtum, það er einfaldlega of mikil óvissa ennþá í kringum hvernig efnahagskerfið á eftir að jafna sig eftir COVID áfallið og hvort að COVID sé yfirhöfuð búið (að klárast) eða ekki. Það er frekar að Seðlabankinn fari í markvissari aðgerðir til að kæla húsnæðismarkaðinn t.d. með því að lækka leyfilegt veðhlutfall (hámarkslán) eða eitthvað slíkt. En vissulega eru aðvörunarljós farin að blikka engu að síður þannig að stýrivaxtaákvörðunin er frekar tvísýn hvort verði óbreyttir eða hækkaðir stýrivextir.