Síða 19 af 20

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 10:08
af Hjaltiatla
Þið sem eruð með fasta vexti og viljið reikna með einföldu móti hvernig næsta fasteignalán gæti litið út þá er þetta ágæist reiknivél.
https://www.inertia.is/lanareiknir2/

Hjá mér myndu afborganir rúmlega tvöfaldast miðað við að fara úr óverðtryggðu jafngreiðsluláni með 4,35% fasta vexti yfir í 10,89% lán með breytilegum vöxtum hjá Arion. Ég þarf að pæla í þessu eftir sirka ár og núna virðist Brú lífeyrissjóður vera bjóða hagstæðustu vextina fyrir óverðtryggð lán skv Aurbjörg.
https://min.aurbjorg.is/husnaedislan

Spurning hvað þarf til til að eiga rétt á að taka lán hjá Brú lífeyrissjóð , þarf líklega að skoða það betur :-k

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 11:05
af nidur
Hjaltiatla skrifaði:Ég þarf að pæla í þessu eftir sirka ár


Staðan verður vonandi önnur eftir ár.

Hjá mér er þetta frekar einfalt
óverðtryggt á 10-11% vöxtum
verðtryggt á 2,5-3,5 + 7-8% verðbólga = 9,5-11,5% vextir.

Helmingi minni afborganir af verðtryggða en þú safnar því sem þú borgar ekki upp á höfuðstólinn.

Hvort kemur betur út á ársgrundvelli og í hvaða átt er kerfið að fara.
Núna virðast stýrivextir halda í stað eða aukast og verðbólgan vonandi að fara lækkandi eftir okt/nov

Vonandi fyrir þig verða stýrivextir komnir undir 4-5% og þá myndi ég taka óverðtryggt.

Og það kostar ekki mikið að breyta lánum, 100þús í hvert skipti, auðvelt að spara það á 1-3 mánuðum ef þú velur rétt.
Ég er búinn að breyta hjá mér 3x á 12 mánuðum.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 12:38
af Hjaltiatla
nidur skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ég þarf að pæla í þessu eftir sirka ár



Og það kostar ekki mikið að breyta lánum, 100þús í hvert skipti, auðvelt að spara það á 1-3 mánuðum ef þú velur rétt.
Ég er búinn að breyta hjá mér 3x á 12 mánuðum.


Áhugavert.

Einmitt maður þarf líklega að fylgjast vel með lánamálum þegar maður þarf að hoppa á breytilega vaxta vagninn.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 12:43
af GullMoli
Ég færi í verðtryggt í dag, einfaldlega því heildar prósentan er lægri eins og nidur bendir á. Verðbólgan á eftir að lækka á undan stýrivöxtum og þú getur þá greitt aukalega inn á lánið líkt og þú værir með óverðtryggt lán, það þarf bara að standa við það.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 13:54
af worghal
nú er ég með tvö lán eftir að hafa endurfjármagnað nýlega úr 3 lánum, lét sameina tvö í eitt.
annað er óverðtryggt á 4,35% föstum vöxtum og hitt er verðtryggt á 2,79% breytilegum vöxtum og er það nýja lánið.
ég tók þá tvö lán og lét sameina þau undir einu verðtryggðu láni.
ég lækkaði greiðslubyrgðina um þónokkuð og þótt ég sjái verðtryggða lánið "hækka" á hverjum degi þá er ég samt alltaf í net gain þegar ég borga af því mánaðarlega og því er lánið að fara niður.

vill taka það fram að ég keypti nýja íbúð í fyrra og frá því að ég byrjaði að borga af henni og þar til fyrir 2 mánuðum (10 mánuðir) þá var mánaðar greiðslan búin að hækka um 60þ á mánuði á gamla óverðtryggða láninu sem ég var ekki með læst.

verð að segja að ég er nokkuð ánægður með núverandi fyrirkomulag.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 15:54
af Hjaltiatla
Ég er og verð líklega áfram á óverðtryggða vagninum meðan ég get það.

Áhugaverð "Taka" á þessi meðmæli Seðlabankastjóra : https://www.visir.is/g/20232465330d/olafur-segir-rad-leggingar-as-geirs-ad-hlaturs-efni

Líklega því hann er hlynntari óverðtryggðum lánum miðað við fyrri ummæli: https://www.patreon.com/posts/80638354

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 17:28
af nidur
Ástandið er mjög gott fyrir marga sem eru með fasta óverðtryggða vexti eitthvað fram á næsta ár.

Held að það sé töluvert sjokk að detta úr svoleiðis láni í dag og í 11% vexti.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 17:36
af GuðjónR
Ég festi mína vexti 01.08.2021 í 4.05% og þeir losna í ágúst á næsta ári.
Eina eftirsjáin var að festa ekki til fimm ára, hefið kostað meira í byrjun en miðað við ástandið margborgað sig.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 23:04
af jonfr1900
Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fim 21. Sep 2023 23:49
af Tóti

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 10:18
af GullMoli
jonfr1900 skrifaði:Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)


Mér finnst þetta mjög áhugavert, þeas að þú teljir hann "stórkostlega vanhæfan". Geturðu útskýrt hvað það er nákvæmlega sem fær þig til að segja það?

Persónulega finnst mér hann passa vel í þetta starf, með mikla reynslu að baki (bæði jákvæða og einnig vafasama). Þetta hefur verið gífurlega erfitt tímabil en hann er að taka djarfar og þarfar ákvarðanir sem munu (miðað við hvernig ég skil grunninn í hagfræði) skila sér vel fyrir Ísland.

Það að hann sé að sýna fólki skilning og tala um hvernig fólk getur aðlagað sig finnst mér bara allt í lagi. Mér finnst oft vanta almennan skilning á fjármálum á Íslandi en hann hefur verið mjög duglegur að mæta í viðtöl og ræða hvað er í gangi og hvað fólk getur gert sem er illa statt vegna aðstæðna, með því skapast meiri umræða um húsnæðislán.

Mér finnst hinsvegar að það ætti að breyta þessari 35% reglu, hún er tekin frá Evrópu þar sem stýrivextir eru miklu lægri og afborgarnir því bærilegri og auðveldara að ná inn fyrir 35%.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 12:28
af nidur
Hækkun á stýrivöxtum er aðalega beint að fyrirtækjum og sveitarfélögum. það er verið að reyna að hægja á þenslu.

Ég held að það sé almennt ekki í boði að taka verðtryggð lán nema bara fyrir einstaklinga.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 13:06
af dadik
jonfr1900 skrifaði:Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)


Er það rétt munað hjá mér að þú hafir einhverntíman verið að tala um að þú værir með innistæður á verðtryggðum reikningum?

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 19:38
af jonfr1900
GullMoli skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)


Mér finnst þetta mjög áhugavert, þeas að þú teljir hann "stórkostlega vanhæfan". Geturðu útskýrt hvað það er nákvæmlega sem fær þig til að segja það?

Persónulega finnst mér hann passa vel í þetta starf, með mikla reynslu að baki (bæði jákvæða og einnig vafasama). Þetta hefur verið gífurlega erfitt tímabil en hann er að taka djarfar og þarfar ákvarðanir sem munu (miðað við hvernig ég skil grunninn í hagfræði) skila sér vel fyrir Ísland.

Það að hann sé að sýna fólki skilning og tala um hvernig fólk getur aðlagað sig finnst mér bara allt í lagi. Mér finnst oft vanta almennan skilning á fjármálum á Íslandi en hann hefur verið mjög duglegur að mæta í viðtöl og ræða hvað er í gangi og hvað fólk getur gert sem er illa statt vegna aðstæðna, með því skapast meiri umræða um húsnæðislán.

Mér finnst hinsvegar að það ætti að breyta þessari 35% reglu, hún er tekin frá Evrópu þar sem stýrivextir eru miklu lægri og afborgarnir því bærilegri og auðveldara að ná inn fyrir 35%.


Það er ekki hægt að fullyrða að verðtryggð lán séu betri, á meðan raunveruleikinn er sá að verðtryggð lán eru óhagstæðustu lán sem hægt er að vera með. Það ætti enginn að vera verðtryggð lán nema viðkomandi sé áhættu fjárfestir sem er tilbúinn að tapa peningum.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 19:39
af jonfr1900
dadik skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)


Er það rétt munað hjá mér að þú hafir einhverntíman verið að tala um að þú værir með innistæður á verðtryggðum reikningum?


Ég er búinn að loka öðrum þeirra. Ég er að bíða eftir því að ég geti lokað seinni verðtryggða reikningum. Þetta eru verstu bankareikningar sem hægt er að vera með.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 21:18
af dadik
Þetta er nú skilgreiningin á tvískinnungi. Að tala niður verðtryggð lán en vera á sama tíma fjármagnseigandi sem heimtar verðtryggða vexti af sínum fjármunum. Hver heldurðu að hafi borgað þessa verðtryggðu vexti þína? Er það ekki sama fólkið og þú ert að agnúast út í að hafa tekið verðtryggð lán. Þetta er svipað og heimta að fá að selja fólki brennivín en vilja samt banna því að drekka.

Og nei, þetta eru ekki verstu bankareikningar sem hægt er að vera með fyrir þig sem fjármagnseiganda, heldur þeir bestu. Þeir hafa skilað þér hæstu ávöxtun af öllum bankareikningum undanfarin ár.

Tvískinnungurinn er ærandi. Þú ert búinn að gera þig ómarktækan í þessari umræðu.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 22. Sep 2023 22:57
af jonfr1900
dadik skrifaði:Þetta er nú skilgreiningin á tvískinnungi. Að tala niður verðtryggð lán en vera á sama tíma fjármagnseigandi sem heimtar verðtryggða vexti af sínum fjármunum. Hver heldurðu að hafi borgað þessa verðtryggðu vexti þína? Er það ekki sama fólkið og þú ert að agnúast út í að hafa tekið verðtryggð lán. Þetta er svipað og heimta að fá að selja fólki brennivín en vilja samt banna því að drekka.

Og nei, þetta eru ekki verstu bankareikningar sem hægt er að vera með fyrir þig sem fjármagnseiganda, heldur þeir bestu. Þeir hafa skilað þér hæstu ávöxtun af öllum bankareikningum undanfarin ár.

Tvískinnungurinn er ærandi. Þú ert búinn að gera þig ómarktækan í þessari umræðu.


Hvaða hluta af "bíða eftir að getað loka seinni bankareikningum þeirra" skilur þú ekki. Bankinn segir að ég geti ekki lokað fyrr en innistæðan losnar (vegna þess að Seðlabanki Íslands bannar það með reglum) árið 2025. Þannig að ég þarf bara að bíða. Verðtryggðir innistæðu reikningar eru lélegir og hafa alltaf verið það. Ég stofnaði þessa reikninga þegar verðtryggðir reikningar voru sagðir góðir og ég var ekki farinn að athuga hvað var raunverulega í gangi. Það er einnig ekki mikil innistæða þarna núna, innan við 1500 kr, fór aldrei yfir 6000 kr.

Menn eins og þú hefur engan skilning á umræðuefninu og munt seint fá hann. Ég eyði ekki tíma mínum í svona fólk í dag. Ég hef betri hluti að gera.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 23. Sep 2023 01:24
af GullMoli
jonfr1900 skrifaði:
GullMoli skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Seðlabankastjóri er ekki í lagi og stórkostlega vanhæfur til að vera í því starfi sem hann sinnir.

Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki (Vísir.is)

Verðtryggingin er stærsta svindl sem var komið upp á Íslandi frá árinu 1979.

Verðtryggingin á 40 ára afmæli (Viðskiptablaðið, 2019)


Mér finnst þetta mjög áhugavert, þeas að þú teljir hann "stórkostlega vanhæfan". Geturðu útskýrt hvað það er nákvæmlega sem fær þig til að segja það?

Persónulega finnst mér hann passa vel í þetta starf, með mikla reynslu að baki (bæði jákvæða og einnig vafasama). Þetta hefur verið gífurlega erfitt tímabil en hann er að taka djarfar og þarfar ákvarðanir sem munu (miðað við hvernig ég skil grunninn í hagfræði) skila sér vel fyrir Ísland.

Það að hann sé að sýna fólki skilning og tala um hvernig fólk getur aðlagað sig finnst mér bara allt í lagi. Mér finnst oft vanta almennan skilning á fjármálum á Íslandi en hann hefur verið mjög duglegur að mæta í viðtöl og ræða hvað er í gangi og hvað fólk getur gert sem er illa statt vegna aðstæðna, með því skapast meiri umræða um húsnæðislán.

Mér finnst hinsvegar að það ætti að breyta þessari 35% reglu, hún er tekin frá Evrópu þar sem stýrivextir eru miklu lægri og afborgarnir því bærilegri og auðveldara að ná inn fyrir 35%.


Það er ekki hægt að fullyrða að verðtryggð lán séu betri, á meðan raunveruleikinn er sá að verðtryggð lán eru óhagstæðustu lán sem hægt er að vera með. Það ætti enginn að vera verðtryggð lán nema viðkomandi sé áhættu fjárfestir sem er tilbúinn að tapa peningum.


Fyrirgefðu en þú ert gjörsamlega að bulla, hver ert þú að dæma einhvern fyrir fullyrðingar þegar þú segir svo eitthvað svona sjálfur? Ef þú berð saman tölurnar eins og þær eru núna í dag og verð sennilegast næstu mánuði, þá eru verðtryggðu lánin einmitt hagstæðari. Það er svo eitthvað sem þarf að endurmeta öðru hverju.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 23. Sep 2023 08:25
af rapport
Vextirnir eru eitt en önnur nur úrræði sem lánveitendur bjóða í lánaskilmálum finnst mér oft mjög verðmætir.

Sbr. að lifeyrissjóðir og ÍLS hafa boðið að í heilt ár geti lántaki frestað greiðslum með því að bæta þeim við höfuðstólinn, og jafnvel nýtt þetta úrræpi oftar en einu sinni á lánstímanum.

Í hruninu voru það bankarnir sem gengu að veðum í íbúðum fólks en ekki ÍLS. Minnir að hafa heyrt um að 90% tilvika hafi það verið bankar, 5% tilvika ÍLS og lífeyrissjóðir og 5% aðrir. Þrátt fyrir að bankarnir hafi bara verið með 40-50% markaðarins.

Bankarnir ganga strax í innheimtu og hafa óljósa skyldu til að gæta jafnræðis, meðalhófs o.þ.h. þar er komist upp með brask því að viðskiptabankinn er líka fjárfestingabanki sem er alveg til í að græða á yfirteknum íbúðum.

Ég mun því alltaf velja HMS og lífeyrissjóði sem lánveitendur gyrir mig, er enn ekki farinn að treysta bönkunum og upplifi oft eins og það sé verið að gina fólk í viðskipti til þeirra þó þeir viti að fólk muni ekki geta staðið undir greiðslum.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 23. Sep 2023 09:20
af Hjaltiatla
rapport skrifaði:Vextirnir eru eitt en önnur nur úrræði sem lánveitendur bjóða í lánaskilmálum finnst mér oft mjög verðmætir.

Sbr. að lifeyrissjóðir og ÍLS hafa boðið að í heilt ár geti lántaki frestað greiðslum með því að bæta þeim við höfuðstólinn, og jafnvel nýtt þetta úrræpi oftar en einu sinni á lánstímanum.


Áhugavert , vissi ekki af þessu og gott að hafa á bakvið eyrað þegar ég endurfjármagna mitt fasteignalán.
Hins vegar buðu bankanir uppá greiðslufrestun í Covid í einhverja mánuði sem hentaði mér ágætlega á þeim tímapunkti (en það var sértækt úrræði en ekki skilgreint í lánasamning sem er ákveðið verðmæti ef þess gerist þörf).

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 23. Sep 2023 13:06
af rapport
Hjaltiatla skrifaði:
rapport skrifaði:Vextirnir eru eitt en önnur nur úrræði sem lánveitendur bjóða í lánaskilmálum finnst mér oft mjög verðmætir.

Sbr. að lifeyrissjóðir og ÍLS hafa boðið að í heilt ár geti lántaki frestað greiðslum með því að bæta þeim við höfuðstólinn, og jafnvel nýtt þetta úrræpi oftar en einu sinni á lánstímanum.


Áhugavert , vissi ekki af þessu og gott að hafa á bakvið eyrað þegar ég endurfjármagna mitt fasteignalán.
Hins vegar buðu bankanir uppá greiðslufrestun í Covid í einhverja mánuði sem hentaði mér ágætlega á þeim tímapunkti (en það var sértækt úrræði en ekki skilgreint í lánasamning sem er ákveðið verðmæti ef þess gerist þörf).


Er fjallað um neðst á þessari síðu - https://hms.is/husnaedi/lan-til-einstaklinga

og https://hms.is/husnaedi/lan-til-einstak ... a-lanstima

smella á + inn

Hjá opinberum aðila þá er þetta skuldbinding til lántaka sem ekki er hægt að hætta við þegar harðnar í ári, banki væri líklegur til að kveikja og slökkva á svona úrræðum eftir hentisemi til að bjarga eigin skinni en ekki viðskiptavinum.

Ég er greinilega enn fullur bankabiturð eftir 2008 og finnst enn glórulaust að fólk sem passar peningana okkar og gerir það illa fái hærri laun en fólkið sem passar börnin okkar, kennir þeim og elur þau helling upp... að það fólk sé ekki metið að verðleikum.

Almenningur á mikið af börnum en það eru fáir útvaldir sem eiga mikið af peningum... og þar virðist munurinn liggja, að bankarnir fá greitt fyrir hagsmunagæslu fyrir ríka fólkið og hafa tekjur sínar af almenningi, sem er ekki að braska, vill ekki áhættu en er alltaf látinn borga brúsann beint og óbeint.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 23. Sep 2023 16:21
af Hjaltiatla
rapport skrifaði:Almenningur á mikið af börnum en það eru fáir útvaldir sem eiga mikið af peningum... og þar virðist munurinn liggja, að bankarnir fá greitt fyrir hagsmunagæslu fyrir ríka fólkið og hafa tekjur sínar af almenningi, sem er ekki að braska, vill ekki áhættu en er alltaf látinn borga brúsann beint og óbeint.

Ég er að sumu leyti sammála þér , hins vegar var það þannig hjá mér 2018 að einu sem voru tilbúnir að lána mér fyrir fyrstu fasteignarkaupum mínum var Arion banki (þurfti að eiga 15% útborgun og gat tekið viðbótalán ofaná fasteignarlán) en fékk neitun hjá Íslandsbanka. Ég átti ekki einu sinni möguleika að fá lánað hjá Lífeyrissjóðunum eða opinberum stofnunum þannig að ég er allavegana þakklátur að hafa haft möguleikann að taka lán hjá mínum viðskiptabanka (sérstaklega í ljósi þess að fasteignaverð hefur rokið upp og mín eignarmyndun er í kringum 50%). Ég er samt ekki svo einfaldur að halda að þau hafi lánað mér af góðmennsku heldur viðskiptalegra hagsmuna þeirra megin.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 07. Feb 2024 09:05
af jonfr1900
Þetta fólk er svo hræðilega vanhæft.

Stýrivextir áfram 9,25 prósent (Rúv.is)

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 07. Feb 2024 10:16
af Jón Ragnar
Verðbólgan er samt á niðurleið, þessi úrræði virðast virka

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 07. Feb 2024 10:19
af Atvagl
jonfr1900 skrifaði:Þetta fólk er svo hræðilega vanhæft.

Stýrivextir áfram 9,25 prósent (Rúv.is)


Hvað finnst þér að þeir ættu að gera?
Það er engin góð ástæða til þess að leggja í vaxtalækkanir núna strax, verðbólga á bara eftir að hækka þegar aðgerðir vegna Grindavíkur fara í gang og niðurstöður kjarasamninga skýrast.