Síða 1 af 1

Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 10:38
af GuðjónR
Ásgeir Jónsson er maður að mínu skapi, maður með bein í nefinu og alveg laus við þá meinsemd sem íslenska meðvirknin er.
Hann segðir beint út það sem flestir vita en fæstir þora að segja. Er ekki hægt að klóna manninn og setja c.a. 63 stykki af honum inn á Alþingi?
Ásgeir Jónsson seðlabanka­stjóri skrifaði:...en Íslandi hafi að miklu leyti verið stjórnað af hags­muna­hóp­um sem fari sínu fram gegn veik­um rík­is­stofn­un­um.

Grein á mbl.is

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 10:55
af worghal
og hann stiður við hagnaðardrifin leigufélög sem rukka himin háa leigu og er andstæður frekari fjármagni til heilbrigðiskerfissins...
var hann svo ekki sjálfur skipaður seðlabankastjóri gegnum frændhygli?
og já, ég veit að hann er rosalega menntaður í fjármálum, en það þýðir lítið fyrir hann að tala um þessi mál þegar hann er partur af vandamálinu.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 11:01
af mjolkurdreytill
worghal skrifaði:var hann svo ekki sjálfur skipaður seðlabankastjóri gegnum frændhygli?


Svarið við þessu er nei.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.



https://www.stjornarradid.is/efst-a-bau ... nkastjori/

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 11:02
af jonsig
Cant beat ´em join them.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 11:11
af worghal
mjolkurdreytill skrifaði:
worghal skrifaði:var hann svo ekki sjálfur skipaður seðlabankastjóri gegnum frændhygli?


Svarið við þessu er nei.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.



https://www.stjornarradid.is/efst-a-bau ... nkastjori/

aldrei að vita, skipaður af Katrínu og er sonur Jón Bjarnasonar :-"
en ég er ekki að tala gegn hæfni hans eða menntun, bara þessi heppilega "tilviljun" og samhengi :lol:

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 11:20
af einarhr
worghal skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
worghal skrifaði:var hann svo ekki sjálfur skipaður seðlabankastjóri gegnum frændhygli?


Svarið við þessu er nei.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.



https://www.stjornarradid.is/efst-a-bau ... nkastjori/

aldrei að vita, skipaður af Katrínu og er sonur Jón Bjarnasonar :-"
en ég er ekki að tala gegn hæfni hans eða menntun, bara þessi heppilega "tilviljun" og samhengi :lol:


Hann fær + í kladdann hjá mér fyrir eitt það að hafa bent á þetta, ekki margir í stjórnsýslunni sem þora.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 12:00
af jericho
Sammála OP!

Kjarninn líka með flotta grein um þetta:
https://kjarninn.is/frettir/sedlabankas ... smunahopum

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 17:40
af JReykdal
Afrek hans í greiningardeild Kaupþings fyrir hrun ættu nú að segja það sem segja þarf.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 18:52
af jonfr1900
Hérna á Ásgeir Jónsson við hagsmunahópa sem eru ekki hans hagsmunahópar. Það eru fleiri en einn af þessum hópum og alveg ljóst að Ásgeir Jónsson eins og fleiri tilheyra einum af þessum hópum.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 18:53
af vatr9
Er stýrivaxtastefnan honum að þakka?
A.m.k. aldrei verið jafn þægilegt að vera lántaki með húsnæðislán og núna.
Held að 6-7% stýrivextir væru ansi óþægilegir eins og var áður en hann kom til.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 19:19
af mikkimás
Burtséð frá því hvað fólki finnst um Ásgeir, hans fyrri störf og möguleg tengsl, þá er augljóst hvaða skilaboð Samherji er að senda með því að keyra persónulega í starfsmenn ríkisstofnunar en ekki stofnunina sjálfa.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 23:27
af Stuffz
klíkur eru víða, spillt og skipulögð skemmdarverkaöfl.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Fös 23. Apr 2021 23:52
af appel
Eru ekki allir hagsmunaðilar sem búa á Íslandi?

Það væri í raun verst að vera ekki hagsmunaðili að neinu, þá væri þér bara sama um allt, ættir engra hagsmuni að gæta. Þannig byrja byltingar, þegar engin tækifærin eru.

En það eru til margskonar þrýstihópar, ég hef meiri áhyggjur af þessum siðferðislegum þrýstihópum heldur en þessum efnahagslegu, því þessu efnhagslegu þrýstihópar eru nokkuð þekkt stærð og hafa verið lengi til en þessi siðferðislegu geta umbreytt hlutum á einni nótt án tillits til þessara efnahagslegu sjónarmiða.

Re: Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um

Sent: Lau 24. Apr 2021 02:35
af daremo
mjolkurdreytill skrifaði:
worghal skrifaði:var hann svo ekki sjálfur skipaður seðlabankastjóri gegnum frændhygli?


Svarið við þessu er nei.


Hann verður sennilega ekki seðlabankastjóri lengi eftir að hann lét þessi orð falla um Sjálfstæðísflokkinn.
Uþb 2 mánuðum eftir að xD vinnur næstu kosningar og Bjarni Ben verður forsætisráðherra (af því Íslendingar eru fávitar), mun þessi seðlabankastjóri fjúka.