Síða 5 af 5

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Mán 06. Des 2021 16:02
af Peacock12
Þá ætla ég að fá að rausa…

Árið 2015 keypti sonur minn LG G4 síma hjá Elko. Sjálfur var ég með eins síma frá vinnunni. Á tímabilinu frá september til júní fór síminn 4 sinnum í viðgerð og tvisvar var hann opnaður alveg að móðurborði (svo að ég viti).
Viðurkenni alveg að fyrsta skiptið var ótengt símanum (hljóðvandamál – reyndust vera heyrnartól sem fylgdu með – málið leyst á einum degi) en hin 3 skiptin voru alltaf vegna bootloop og hitavandamála. Eftir þriðja skiptið fór hann aftur í viðgerð í fjórða skiptið eftir tæpar 2 vikur.

Fjórða viðgerðin tók 2 vikur á verkstæði og þá fengum við dauðadóm: rakaskemmdir ásamt mynd af brunabletti á borði. Ekki ábyrgð og alfarið okkar tjón.
Benti á að þessi skemmd hefði ekki verið 2 vikum fyrr (milli 3 og 4 viðgerð) og það væri ekkert annað sem benti til rakaskemmda s.s. skemmdir við port eða á skjá. Spurði hvort þetta gæti ekki verið eh annað eða jafnvel tengst því að það var búið að opna símann 2-3 á innan við 10 mánuðum.
Benti einnig á að það mátti gúggla bootloop vandamál vegna LG G4 og G4 og netið væri morandi í sögum um lélegar lóðningar, hitavandanmál og jafnvel að LG byði upp á „uppfærslu“ (sem gekk reyndar út á að hægja á örgjörvanum til að draga úr hita).
Bentum jafnframt á að þegar við komum með símann í viðgerð hefði hann kveikt á sér en bootaði sig ekki (bootloop vandamál), en núna með brunninn kubb á móðurborði færi hann ekki í gang. Okkur var boðið að verkstæðið setti hann saman gegn gjaldi. Einmitt…

Hvorki Elko né þjónustuverkstæði LG vildi taka á sig nokkra ábyrgð eða sök og við feðgarnir fórum svekktir frá þeim.

Um mánuði seinna gat ég rétt forðað mínum LG G4 frá bruna. Fann bara ofsahita í vasanum ásamt plastbrunafnyk og náði að slökkva á símanum. Var staddur erlendis og gat ekki verið símalaus og komst að því að með því að stinga símanum í plastpoka og í ísfötu í klukkutíma til að kæla nógu mikið gat ég síðan notað hann í 10-15 mínútur. Hann var ekki keyptur hjá Elko en það hvarflaði ekki að mér að fara með hann í viðgerð þar sem hann myndi sennilega enda á sama verkstæði og Elko notaði.

Lærdómur minn er:
>Ábyrgð skiptir minna máli en maður hélt. Sérstaklega með smáhluti svo sem síma. Að meðaltali var síminn á verkstæði í 10 daga hvert skipti og af 10 mánaða líftíma þá um 6 vikur á verkstæði. Það má alveg eins bíða eftir sendingu til og frá verkstæði erlendis.

>Versla einungis raftæki beint af innflutnings- og söluaðila. Í þessu dæmi er ELKO milliliður og þótt pirringur minn beinist og bitni á þeim þá eru þeir bara máttlaust millistykki. Væri ég að díla beint við innflutningsaðila væru amk. meiri líkur á að sá hinn sami væri meira annt um að verja orðstýr vörumerkisins. ELKO segir bara sorrý og detti niður sala á LG símum fara þeir í næsta brand.

>ALDREI kaupa LG. Hef látið það ná yfir önnur LG tæki s.s. sjónvörp og heimilistæki líka. Þetta eru sennilega mörg hver fín tæki, en sjálfur er ég ekkert fyrir að láta taka mig í rxxxgxxxð. Það að þeir missi af einstaka síma- sjónvarps eða þvottavélasölu er mín hefnd fyrir „rakaskemmdina“.


Þess má að lokum geta að LG viðurkenndi galla í L4 símanum. Á Youtubue eru tugir myndskeiða um þetta mál, Wikipedia er með síðu um LG bootloop issues. Hverekki má finna comment um að „you are all wrong – this is a rakaskemmd!“

https://en.wikipedia.org/wiki/LG_smartp ... oop_issues

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Mið 08. Des 2021 10:17
af mikkimás
Aðeins þessu tengt, er ekki alltaf meiri hætta á burn-in ef maður notar sjónvarp sem tölvuskjá frekar en hefðbundinn tölvuskjá?

Eða fer það eftir sjónvörpum?

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Mið 08. Des 2021 14:12
af braudrist
Ég er með þennan fítus á mínu LG OLED sjónvarpi:

LG skrifaði:| Pixel Refresher |

The Pixel Refresher feature, built into LG OLED TVs, automatically detects
pixel deterioration through periodic scanning, compensating for it as needed.
It also senses any TFT (Thin Film Transistor) voltage changes during power off
to detect and correct pixel degradation by comparing it with a set reference value.
How is Image Retention Recovery Technology activated?
| Automatic Pixel Refresher — For Effortless Image Retention Recovery |

After every four hours of cumulative use

Pixel Refresher is automatically operated when you turn off the TV after watching it
for more than four hours in total. For example, if you watched TV for two hours yesterday
and three hours today (more than four hours in total), Pixel Refresher will automatically run,
deal with potential image retention issues and reset its operation time.
*This function does not initiate if the TV is not plugged in.
After 2,000 hours of cumulative use

After watching for a total of 2,000 hours or more (five hours per day for a period of one year)
the Pixel Refresher is automatically operated, and the function runs for about an hour
once you turn off the TV. You may see some vertical lines on the screen during this process,
however, this is not a malfunction. It is designed to remove Image Retention by
scrolling a horizontal bar down the screen.
The Pixel Refresher automatically runs according to your TV’s
condition or you can run it manually whenever you need.
| Manual Pixel Refresher — For Control of Image Retention Recovery |

Manual Pixel Refresher is also available in case you notice any image retention or when you get a reminder to run it after 2,000 hours of watching. Follow these steps for manual start:
First, long press the setting button on the remote control to enter the settings menu
[Setting] → [Picture] → [OLED Panel Setting] → [Pixel Refresher]
*Please note that the Pixel Refresher function will stop if the TV is turned on while it is in operation.

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Mið 08. Des 2021 16:03
af Frussi
Mæli með þessu myndbandi um oled sem tölvuskjá.
https://youtu.be/hWrFEU_605g

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 09:14
af halipuz1
Án þess að hafa lesið allt þá geri ég ráð fyrir að fólk er eitthvað ósátt með Elko og ábyrgðarmál, ég sé um svoleiðis mál f.h Elko og þið getið ekki ímyndað ykkur flotinn af fólki sem kemur með hluti sem eru að fara að detta úr ábyrgð og þau reyna að claima "ábyrgðar mál" út frá eðlilegu wear and tear.

Þannig hvað er ábyrgðarmál? Jú það er þegar vélbúnaður t.d tölva, sjónvarp, mótor í þvottavél og hvað þetta er allt saman er þegar að gallinn kemur fram frá verksmiðju, tækið drepur á sér, það hættir að virka, það myndi ég segja væri ábyrgðarmál

Ég hef tekið allann fjöldann af ábyrgðarmálum og ég get alveg sagt ykkur það að Elko(allavega á minni starfstöð) reynum við okkar besta að reyna framkalla ábyrgðargalla í tækjum áður en við förum að spá í hvort þetta sé bara wear and tear.

Ég vona að þið skiljið það sem ég er að segja.

Ef ekki þá býð ég ykkur velkomna niður á Know How borðið Elko Granda og við skulum bara spjalla og sjá hvað er hægt að gera. Get sagt ykkur að stjórn elko og elko í heild sinni reynir að halda "The customer is always right" klausunni, kúnninn er #1.

mbk.

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 09:22
af gunni91
halipuz1 skrifaði:Án þess að hafa lesið allt þá geri ég ráð fyrir að fólk er eitthvað ósátt með Elko og ábyrgðarmál, ég sé um svoleiðis mál f.h Elko og þið getið ekki ímyndað ykkur flotinn af fólki sem kemur með hluti sem eru að fara að detta úr ábyrgð og þau reyna að claima "ábyrgðar mál" út frá eðlilegu wear and tear.

Þannig hvað er ábyrgðarmál? Jú það er þegar vélbúnaður t.d tölva, sjónvarp, mótor í þvottavél og hvað þetta er allt saman er þegar að gallinn kemur fram frá verksmiðju, tækið drepur á sér, það hættir að virka, það myndi ég segja væri ábyrgðarmál

Ég hef tekið allann fjöldann af ábyrgðarmálum og ég get alveg sagt ykkur það að Elko(allavega á minni starfstöð) reynum við okkar besta að reyna framkalla ábyrgðargalla í tækjum áður en við förum að spá í hvort þetta sé bara wear and tear.

Ég vona að þið skiljið það sem ég er að segja.

Ef ekki þá býð ég ykkur velkomna niður á Know How borðið Elko Granda og við skulum bara spjalla og sjá hvað er hægt að gera. Get sagt ykkur að stjórn elko og elko í heild sinni reynir að halda "The customer is always right" klausunni, kúnninn er #1.

mbk.


Komandi úr þjónustustarfi vilja auðvitað flest fyrirtæki vel, það er ekki alltaf hægt að halda öllum sáttum en auðvitað eru ýmsar leiðir til þess að hámarkaða ánægju viðskiptavina.

Nú hef ég alls ekki slæma reynslu af Elko, alltaf fengið þá þjónustu sem ég hef vænst eftir ( amk m.v. mínar væntingar).

Ég er hinsvegar með Oneplus 8Pro síma þar sem hliðartakkinn ( Silent/Vibrate/Ringtone ) er orðin drepleiðinlegur við mig.
Á erfitt með koma símanum yfir á "Ringtone", þarf alltaf svona 10-15 tilraunir.

Ég hef hreinlega ekki nennt að koma símanum til ykkar því í gegnum tíðina hefur maður liggur við fengið Nokia 3210 síma þegar síminn fer í viðgerð.
Er búið að breyta þessu að maður fái almennilegan láns-snjallsíma þar sem þetta er orðið vinnutækið hjá 80% af þjóðinni :baby ?

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 09:30
af halipuz1
gunni91 skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Án þess að hafa lesið allt þá geri ég ráð fyrir að fólk er eitthvað ósátt með Elko og ábyrgðarmál, ég sé um svoleiðis mál f.h Elko og þið getið ekki ímyndað ykkur flotinn af fólki sem kemur með hluti sem eru að fara að detta úr ábyrgð og þau reyna að claima "ábyrgðar mál" út frá eðlilegu wear and tear.

Þannig hvað er ábyrgðarmál? Jú það er þegar vélbúnaður t.d tölva, sjónvarp, mótor í þvottavél og hvað þetta er allt saman er þegar að gallinn kemur fram frá verksmiðju, tækið drepur á sér, það hættir að virka, það myndi ég segja væri ábyrgðarmál

Ég hef tekið allann fjöldann af ábyrgðarmálum og ég get alveg sagt ykkur það að Elko(allavega á minni starfstöð) reynum við okkar besta að reyna framkalla ábyrgðargalla í tækjum áður en við förum að spá í hvort þetta sé bara wear and tear.

Ég vona að þið skiljið það sem ég er að segja.

Ef ekki þá býð ég ykkur velkomna niður á Know How borðið Elko Granda og við skulum bara spjalla og sjá hvað er hægt að gera. Get sagt ykkur að stjórn elko og elko í heild sinni reynir að halda "The customer is always right" klausunni, kúnninn er #1.

mbk.


Komandi úr þjónustustarfi vilja auðvitað flest fyrirtæki vel, það er ekki alltaf hægt að halda öllum sáttum en auðvitað eru ýmsar leiðir til þess að hámarkaða ánægju viðskiptavina.

Nú hef ég alls ekki slæma reynslu af Elko, alltaf fengið þá þjónustu sem ég hef vænst eftir ( amk m.v. mínar væntingar).

Ég er hinsvegar með Oneplus 8Pro síma þar sem hliðartakkinn ( Silent/Vibrate/Ringtone ) er orðin drepleiðinlegur við mig.
Á erfitt með koma símanum yfir á "Ringtone", þarf alltaf svona 10-15 tilraunir.

Ég hef hreinlega ekki nennt að koma símanum til ykkar því í gegnum tíðina hefur maður liggur við fengið Nokia 3210 síma þegar síminn fer í viðgerð.
Er búið að breyta þessu að maður fái almennilegan láns-snjallsíma þar sem þetta er orðið vinnutækið hjá 80% af þjóðinni :baby ?



Leiðinlegt að heyra, ég sjálfur myndi reyna claima símann til umboðsaðilann hér heima, því jú Elko er ekki alltaf umboðsaðili fyrir valda hluti en margir hlutir eru keyptir bara beint af Elkjöp úti og við getum claimað þangað. Þannig ef OnePlus er frá Elkjöp úti þá myndi ég persónulega claima þangað! Veist af því Gunni91 ;)

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 10:47
af jericho
Mín reynslusaga:

Keypti Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól í fyrra. Fljótlega byrjaði hjólið að slökkva á sér "undir álagi" þegar maður reyndi að kveikja á því, blikkaði eitt led ljós með ákveðnum takti (greinilega error kóði, sem ég googlaði og fann upplýsingar um). Fór með það í Elko, sem sendi hjólið í viðgerð. Þegar það kom úr viðgerð, var mér tjáð að þetta væri ekki ábyrðgðarmál vegna þess að hjólið hafi ekki verið notað skv. skilmálum. Í stuttu máli, þá mátti t.d. ekki halda inngjöfinni inni niður brekkur þegar hjólið er á hámarkshraða. Gott og vel. Hefði alveg getað verið ástæðan, svo ég greiddi viðgerðargjaldið. Tveim dögum seinna kemur upp sama villa, en þá var ekki hægt að skella skuldinni á ranga notkun (passað upp á að inngjöfin væri ekki notuð á hámarkshraða niður brekkur). Aftur brunað í Elko og aftur sent í viðgerð. Kom í ljós að móðurborðið var gallað og því var skipt út. Hjólið hefur ekki slegið feilpúst síðan. Fékk viðgerðargjaldið endurgreitt.

Að kenna rangri notkun fyrst um vandamálið er kannski eðlilegt verklag (mögulega af gefinni reynslu), en manni finnst það alltaf pínu svona anti-the-customer-is-always-right. Ég er allavega sáttur :)

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 13:26
af GuðjónR
jericho skrifaði:Mín reynslusaga:
Að kenna rangri notkun fyrst um vandamálið er kannski eðlilegt verklag (mögulega af gefinni reynslu), en manni finnst það alltaf pínu svona anti-the-customer-is-always-right. Ég er allavega sáttur :)

Þetta hef ég gagnrýnt, þegar söluaðilar standa ekki með viðskiptavininum heldur gefa sér að hann fari með rangt mál t.d. röng notkun, rakaskemmdir etc. Svona rétt eins og viðskiptavinurinn sé einnota.

Þetta var reynt með mitt mál, ég átti að hafa notað sjónvarpið „rangt“ en þegar ég spurði á móti hver væri „rétt“ notkun á sjónarpi þá var lítið um svör.

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Fim 09. Des 2021 18:43
af Nariur
Frussi skrifaði:Mæli með þessu myndbandi um oled sem tölvuskjá.
https://youtu.be/hWrFEU_605g

Vandinn hans Linus er að hann var með OLED light í 80 -> burn-in á nokkrum mánuðum. Wendell var byrjaður að sjá burn-in á ári með OLED light í 60.
Ég keyri OLED light í 30 dags daglega í desktop vinnu, en keyri það oft upp í 100 í leikjum. 30 er fullkomlega nógu bjart í hvað sem er, btw.
Ég er að nálgast eitt ár og panellinn er enn eins og nýr þó ég noti hann í meira en 12 tíma á dag alla daga.

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Lau 11. Des 2021 10:09
af halipuz1
GuðjónR skrifaði:
jericho skrifaði:Mín reynslusaga:
Að kenna rangri notkun fyrst um vandamálið er kannski eðlilegt verklag (mögulega af gefinni reynslu), en manni finnst það alltaf pínu svona anti-the-customer-is-always-right. Ég er allavega sáttur :)

Þetta hef ég gagnrýnt, þegar söluaðilar standa ekki með viðskiptavininum heldur gefa sér að hann fari með rangt mál t.d. röng notkun, rakaskemmdir etc. Svona rétt eins og viðskiptavinurinn sé einnota.

Þetta var reynt með mitt mál, ég átti að hafa notað sjónvarpið „rangt“ en þegar ég spurði á móti hver væri „rétt“ notkun á sjónarpi þá var lítið um svör.


-

Re: Elko og ábyrgðarmál

Sent: Lau 11. Des 2021 15:46
af hfwf
halipuz1 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
jericho skrifaði:Mín reynslusaga:
Að kenna rangri notkun fyrst um vandamálið er kannski eðlilegt verklag (mögulega af gefinni reynslu), en manni finnst það alltaf pínu svona anti-the-customer-is-always-right. Ég er allavega sáttur :)

Þetta hef ég gagnrýnt, þegar söluaðilar standa ekki með viðskiptavininum heldur gefa sér að hann fari með rangt mál t.d. röng notkun, rakaskemmdir etc. Svona rétt eins og viðskiptavinurinn sé einnota.

Þetta var reynt með mitt mál, ég átti að hafa notað sjónvarpið „rangt“ en þegar ég spurði á móti hver væri „rétt“ notkun á sjónarpi þá var lítið um svör.


Þetta er alveg þekkt hérna, en allir eru ekki eins, allavega á minni starfstöð stöndum við með viðskiptavininum, kannski kíkið þá bara þangað næst! En það þarf að sjálfsögðu allt að vera sanngjarnt gagnhvart kúnna og fyrirtæki. Þannig þetta eru línur sem er alveg létt að fara yfir á báða vegu, fólk hefur nú alveg keypt sér tryggingu hjá okkur í Elko svo þegar hún er að verða búin kemur kúnninn með ónýtt sjónvarp og vill nýtt, þannig á það ekki að vera heldur þannig þú skilur alveg að Elko reynir bara sitt besta!


Ef ´fólk kemur með ónýtt sjónvarp til þín og það er innan ábyrgðar tíma þá er þa ábyrgðar mál gefið að það bili einfaldlega, skiptir engu máli hvernig svo fremur að það er ekki af mammavöldum eða álíka, skpitir engu hvort það er eftir 20 daga eða 700 daga.