Síða 1 af 1

Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 20:05
af appel
https://www.ruv.is/frett/2021/04/30/esb ... ppnislogum

Þetta er MJÖG áhugavert.

Gangi þetta eftir þá gætum við verið að sjá miklar hrókeringar á tæknimarkaði.

Maður gæti jafnvel ímyndað sér að þetta gæti gert Apple gjaldþrota, í það minnsta minna gróðavænna. Jafnvel að fyrirtækinu verði skipað að skipta sér upp, og að tekin verði upp "regulated pricing" á þessari þjónustu, þ.e. að það megi ekki mismuna.

Ef það fer þannig að þetta er réttilega samkeppnislagabrot, þá hefur Apple brotið gegn öllum þeim aðilum sem selja í gegnum appið sitt (í gegnum Apple verslunina) ásamt því að hafa brotið gegn öllum þeim sem þeir hafa fjarlægt úr versluninni fyrir að brjóta skilmála sína sem eru brot á samkeppnislögum, og hafa bakað sér skaðabótaskyldu væntanlega þar. Svo veit maður ekki um alla þá aðila sem hafa ákveðið að vera ekki með sölu eða bjóða upp á áskriftakaup í Apple tækjum... hvort þeir hafi einhvern skaðabótarétt.

Einsog er bent á í fréttinni að Epic Games var fjarlægt úr app store, og þá veltir maður fyrir sér skaðabótaskyldu Apple gagnvart Epic Games fyrir að hafa brotið samkeppnislög gegn þeim.

En væntanlega á þetta við um Google einnig sem er með sambærilegt fyrirkomulag og Apple.

Ljóst að ESB er harðákveðið í að snúa Apple niður núna og refsa fyrir þessa viðskiptahætti.

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 20:56
af Viktor
Þetta á reyndar bara við um tónlistarveitur :)

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 20:59
af appel
Sallarólegur skrifaði:Þetta á reyndar bara við um tónlistarveitur :)

Enn sem komið er, en þegar það er komið dómafordæmi þá er hægt að yfirfæra það yfir á aðrar þjónustur.

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 21:05
af jonfr1900
Þetta mál mun einnig taka áratug að klárast. Ef að ESB vinnur eins og búast má við þá verður sekt sem Apple þarf að greiða mjög stór.

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 21:21
af GuðjónR
Hef aldrei áttað mig á þessu kerfi hjá Apple, t.d. með Spotify og Netflix, ég kaupi áskrift beint af þeim downloda svo appinu „frítt“ frá Apple ekkert mál, en ef ég færi hina leiðina að dowloda appinu frá Apple og kaupa áskriftina í þannig „in-app purchase“ þá fær Apple 30% af því sem ég borga. Þetta virðst vera í lagi með sum fyrirtæki en ekki önnur. Epic Games var hent út úr App Store fyrir að gera þetta og þannig komast hjá því að borga apple 30%

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 21:30
af appel
Þú getur ekki búið til aðgang á helstu efnisþjónustum (sem kosta) í gegnum Apple tæki, getur bara innskráð þig.
Það má ekki einu sinni segja fólki að það geti búið til aðgang annarsstaðar eða gefa því vefslóð... það er bannað skv. skilmálum Apple.

Svo kemur Apple með vörur einsog Apple Music og Apple TV+ sem njóta þess að greiða nákvæmlega 0% fyrir hið sama sem aðrir þurfa að borga 30%.

Semsagt Apple á vegina og rukkar 30% toll af notkun þeirra, en er jafnframt að reka Apple Taxi í samkeppni við aðrar taxi þjónustur sem greiða 30% toll og Apple vöruflutningamiðstöð á sömu vegum og borga ekkert gjald fyrir. Þetta er í hnotskurn skilgreining á monopoly. Á endanum eignast Apple allar þjónustur sem fara um vegina, og svo eignast Apple aðrar tengdar þjónustur, því Apple er með markaðsráðandi stöðu. Íslensk samkeppnisyfirvöld væru fyrir löngu búin að grípa inn í svona.

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 23:36
af Tbot
Finnst alltaf jafn fyndið að sjá og heyra hvað fólk er undrandi yfir hinu og þessu með Apple.
Þetta er fyrirtæki sem hefur þann eina tilgang að reyna græða sem mest og gefur skít í almenning.

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Fös 30. Apr 2021 23:43
af appel
Rauði krossinn eða Mæðrastyrksnefnd getur ekki einu sinni búið til app fyrir Apple tæki þar sem þú getur doneitað til þeirra nema Apple taki 30% kött.

En ef þú ferð að lesa skilmála þeirra þá ertu kominn "down a rabbit hole" því þeir leyfa ekki neitt sem gæti hugsanlega ógnað þeirra viðskiptamódeli. T.d. má ekki einu sinni segja frá vefslóð þar sem þú getur skráð þig á. Prófaðu að setja upp netflix eða spotify á símann þinn og þú sérð bara login glugga, algjörlega strípað niður. Þeir eru með belti og axlabönd til að koma í veg fyrir "circumvention". Þetta er bara viðbjóðslegt finnst mér. Google ekkert betri aðilinn í þessu þó þeir séu með held ég lægri prósentu og ekki kannski eins strict reglur, þeir eru basically svipaðir.

Ímyndaðu þér ef Windows væri svona, að öll forrit sem þú setur upp á Windows þurfi að borga 30% skatt til Microsoft.

Apple er "easy pickings" fyrir samkeppnisyfirvöld vegna þessa. Hálf kaldhæðnislegt að segja "easy pickings" þegar maður talar um apple :) low hanging fruit er oft talað um líka. Jæja...

Re: Apple brýtur samkeppnislög með 30% skatti (skv. ESB)

Sent: Lau 01. Maí 2021 00:31
af Klemmi
appel skrifaði: Google ekkert betri aðilinn í þessu þó þeir séu með held ég lægri prósentu og ekki kannski eins strict reglur, þeir eru basically svipaðir.


Þeir taka líka 30%, og verður að fara í gegnum þá. Ef maður er að spá í appi sem selur stafræna vöru, og á að fara í gegnum App eða Play store, þá því miður verður maður að reikna með þessum kostnaði í viðskiptamódelinu.

Hin leiðin er að nota Progressive Web App, en það hefur takmarkaðari möguleika á nýtingu hluta í símanum, enda er það basicly vefsíða, og erfiðara að vekja athygli á og dreifa.