Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 07. Ágú 2022 15:08

Ég reikna með að það eldgos sem er núna stöðvist í nokkra klukkutíma til daga rétt áður en næsta eldgos hefst, sem verður mun stærra. Þar sem núverandi eldgos er bara kvika sem fór stað og hafði setið eftir frá eldgosinu í fyrra. Venjulega hefði sú kvika bara setið eftir í rásinni sem er þarna og kólnað en það gerðist ekki núna útaf virkninni á svæðinu og þegar nýja kvikan kemur þarna inn (sem hefur ekki ennþá gerist). Þá verða læti. Það eru komin fram merki um að stutt sé í að kvikan sé að verða búinn, þar sem vart hefur orðið við púsla virkni í stærsta gígnum í Meradal. Skýr merki um að kvikan sé að klárast þarna undir.
Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 07. Ágú 2022 21:29

Ég er að sjá á 8 tíma GPS gögnum að núna er stóra eldgosið að koma. Væntanlega eftir um 6 til 12 tíma frá því að ég skrifa þetta. Hugsanlega lengur.

GPS gögnin er hægt að sjá hérna.

Það er orðið mikið landsig við Gónhól og síðan í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvika er að tæma sig af svæðinu og nýja kvikan sem er að koma inn af miklu dýpi mun þá æða þarna inn með látum og ná yfirborði mjög snögglega og koma af stóru eldgosi, það verður kannski ekki langt eldgos en það verður stórt. Mig grunar að eldstrókanir sem komi verði kannski þeir stærstu á 21 öldinni á Íslandi. Hafi ég rétt fyrir mér.
jardel
/dev/null
Póstar: 1496
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Sun 07. Ágú 2022 23:38

jonfr1900 skrifaði:Ég er að sjá á 8 tíma GPS gögnum að núna er stóra eldgosið að koma. Væntanlega eftir um 6 til 12 tíma frá því að ég skrifa þetta. Hugsanlega lengur.

GPS gögnin er hægt að sjá hérna.

Það er orðið mikið landsig við Gónhól og síðan í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvika er að tæma sig af svæðinu og nýja kvikan sem er að koma inn af miklu dýpi mun þá æða þarna inn með látum og ná yfirborði mjög snögglega og koma af stóru eldgosi, það verður kannski ekki langt eldgos en það verður stórt. Mig grunar að eldstrókanir sem komi verði kannski þeir stærstu á 21 öldinni á Íslandi. Hafi ég rétt fyrir mér.


Ég skil ekki afhverju almannavarnir senda ekki inn tilkynningar til almennings. Þetta er orðið graf alvarlegt
beggi83
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Mán 08. Ágú 2022 00:09

jardel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég er að sjá á 8 tíma GPS gögnum að núna er stóra eldgosið að koma. Væntanlega eftir um 6 til 12 tíma frá því að ég skrifa þetta. Hugsanlega lengur.

GPS gögnin er hægt að sjá hérna.

Það er orðið mikið landsig við Gónhól og síðan í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvika er að tæma sig af svæðinu og nýja kvikan sem er að koma inn af miklu dýpi mun þá æða þarna inn með látum og ná yfirborði mjög snögglega og koma af stóru eldgosi, það verður kannski ekki langt eldgos en það verður stórt. Mig grunar að eldstrókanir sem komi verði kannski þeir stærstu á 21 öldinni á Íslandi. Hafi ég rétt fyrir mér.


Ég skil ekki afhverju almannavarnir senda ekki inn tilkynningar til almennings. Þetta er orðið graf alvarlegt


Tjá jón er búin að vera spá þessu alla daga síðan gosið hófst og so far hefur engin spá ræst hjá honum! Magnús tumi var í viðtali fyrr i kvöld á mbl þar sem hann segir meðal annars engar vísbendingar að aðrar gossprungur séu að myndast. Spurning hvort við eigum að taka mark á Magnús Tuma og öllum gögnum sem hann hefur aðgang að eða jón á danmörku með sýnishorn af gögnum sem Magnús Tumi hefur?
Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 08. Ágú 2022 00:20

Fari kvika ekki að streyma þarna inn í staðinn fyrir kviku sem er núna að gjósa. Þá fer land að síga og þá hefjast sterkir jarðskjálftar. Slíkt gerðist síðast í eldgosinu í Bárðarbungu 2014 til 2015 þegar eldstöðin Bárðarbunga seig niður um 60 metra.

Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.
Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mán 08. Ágú 2022 10:27

jonfr1900 skrifaði:
Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.jón minn, skynja ég smá gremju hjá þér? Þú mátt ekki gleyma því að þú býrð við þann lúxus að geta spáð nánast hverju sem er, einhverju með ákveðnum klukkustunda fyrirvara, án þess að bera neina ábyrgð á því. Almannavarnir og sérfræðingar þurfa að feta skynsamari braut í þessum efnum.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3711
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 452
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Mán 08. Ágú 2022 11:34

jonfr1900 skrifaði:Fari kvika ekki að streyma þarna inn í staðinn fyrir kviku sem er núna að gjósa. Þá fer land að síga og þá hefjast sterkir jarðskjálftar. Slíkt gerðist síðast í eldgosinu í Bárðarbungu 2014 til 2015 þegar eldstöðin Bárðarbunga seig niður um 60 metra.

Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.Afhverju þeir *geta* haft rangt fyrir sér.
En sjáðu til, nákvæmlega sama á við um þig.

Þetta með að skjóta á sérfræðinga svona er pínu slakt þegar að þú talar sjálfur einsog þú sért sérfræðingur (sem ég tel þig vera, menn þurfa nefnilega ekki að vera lærðir í einhverju til að vera sérfræðingar)

En ekki skjóta á sérfræðinga þegar að þú ert líka bara að spá.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 08. Ágú 2022 11:38

zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.jón minn, skynja ég smá gremju hjá þér? Þú mátt ekki gleyma því að þú býrð við þann lúxus að geta spáð nánast hverju sem er, einhverju með ákveðnum klukkustunda fyrirvara, án þess að bera neina ábyrgð á því. Almannavarnir og sérfræðingar þurfa að feta skynsamari braut í þessum efnum.


Tæknilega séð þá er ég er kominn í stigið mjög langt kominn áhugamaður (eða borgaralegur vísindamaður). Vandamálið er ekki spáin, heldur er það þegar skrefin eru ekki tekin sem geta bjargað fólki og komið í veg fyrir tjón. Íslendingar hafa verið heppnir með að eldgosin hingað til hafa verið lítil, þægileg eldgos sem hægt er að horfa á í rólegheitum. Þau malla áfram þangað til að slokknar á þeim. Það verður ekkert alltaf svoleiðis á Reykjanesinu, sem er fær um að koma með mjög stór eldgos eins og aðrar eldstöðvar á Íslandi. Þá er ég að hugsa um eldgos sem færi nærri því að ná stærð Holuhrauns (2014 til 2015).

Ég er að reyna að lesa úr gögnunum eins og best ég get. Margir á Íslandi hinsvegar halda í einhverja gervimynd af eldstöðvum á Íslandi (sem kom fram þegar mikil vanþekking var til staðar á eldgosavirkni á Íslandi) sem er ekki í samræmi við raunveruleikann og það er stór hættulegt.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3711
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 452
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Mán 08. Ágú 2022 12:04

jonfr1900 skrifaði:
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.Vandamálið er ekki spáin, heldur er það þegar skrefin eru ekki tekin sem geta bjargað fólki og komið í veg fyrir tjón.


Hvað finnst þér t.d. að hefði átt að vera gert fyrir þessa spá hjá þér fyrir ca 14-15 tímum.
Þar sem að þú spáðir að það væru hugsanlega 6-12 tímar í stórgos.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 08. Ágú 2022 13:48

urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Almannavarnir hlusta bara á sérfræðinga. Hérna er myndband um sérfræðinga og afhverju þeir hafa rangt fyrir sér.Vandamálið er ekki spáin, heldur er það þegar skrefin eru ekki tekin sem geta bjargað fólki og komið í veg fyrir tjón.


Hvað finnst þér t.d. að hefði átt að vera gert fyrir þessa spá hjá þér fyrir ca 14-15 tímum.
Þar sem að þú spáðir að það væru hugsanlega 6-12 tímar í stórgos.


Það er hægt að fylgjast með. Náttúran fer ekki því sem maður heldur og gerir sitt bara. Órói er vaxandi í eldgosinu samkvæmt hádegisfréttum og mér heyrðist að Veðurstofan væri í raun að hafa áhyggjur af stöðu mála, þó svo að það kæmi ekki beint fram í fréttinni á Rúv.

Hvernig staðan er á eldgosinu núna veit ég ekki. Það sést ekkert vegna þoku á svæðinu og það er augljóslega mikil rigning þarna núna. Óróinn er ennþá svipaður og undanfarna daga. Ég veit að það er stórgos á leiðinni þarna, hvenær það hinsvegar brýst fram virðist vera erfiðara viðfangsefni eins og er.

GPS gögn (bæði 24 tíma og 8 tíma) sýna núna að það er komin fram þensla við Fagradalsfjall. Það þýðir að núverandi gígur ræður ekki við að gjósa upp allri kvikunni sem er þarna undir og því er svæðið farið að þenjast út. Það þýðir einnig að nýja kvikan er komin þarna undir og sú kvika er á mikilli ferð og hefur ekki losað um þrýsting eins og eldri kvikan (það er gas sem er í kvikunni), þar sem hraði kvikunnar gefur ekki almennilegt tækifæri á slíku. Hvenær nýja kvikan brýst fram er hinsvegar ekki hægt að segja til um, þar sem þarna virðast vera atriði sem ég get ekki reiknað út og flækja málin.
beggi83
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Mán 08. Ágú 2022 16:53

Hvaða gögn hefur þú eiginlega sem staðfesta að gömul kvika sé að koma upp enn ekki ný kvika? ég hef engan jarðfræðing sé sem heldur þessu fram nema þig. Þú segir hérna fyrr í póstinum að kvikuhólfið undir fagradalsfjalli sé tómt svo þegar kom grein á mbl Sama efnissamssetning og gosinu í fyrra þá fórstu að tala um gamla kvikan að koma upp og ný kvika ekki ennþá komin upp. Mér fynnst þetta áhugaverð pæling hjá þér langar bara vita hvað gögn þú hefur sem staðfesta þetta hjá þér :)

Það að þetta sé áframhald af jarðeldunum frá því fyrra og kvikan komi upp 1.5 km frá gamla gígnum þá myndi ég áætla með með meira enn 90% vissu að þetta sé sama kvika og í fyrra. Sem sagt sama kvikuhólf sé koma þessu upp og hef ég lesið að það sé á 17 km dýpi enn það hafa bara verið spádómar jarðeðlisfræðinginna. Það mætti jafnvel segja að gosið sé að koma upp á sama fermeterinn ef við skoðum þetta í jarðfræðilegu samhengi.
Síðast breytt af beggi83 á Mán 08. Ágú 2022 16:54, breytt samtals 1 sinni.
jardel
/dev/null
Póstar: 1496
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mán 08. Ágú 2022 17:25

Þetta gos er bara sýnishorn af því sem koma skal þetta á allt eftir að fara undir hraun drullupollurinn við Svartsengi á eftir að þurkast út og eldvörpin eiga eftir að spúa miklum eldi og brennisteini yfir allt þarna kalda og heitavatns leiðslur fara í sundur síðan leggjast eiturgufur yfir allann Reykjanesskagann þannig að þar býr ekkert fólk mikið lengur.það eiga eftir að koma stórir jarðskjálftar kringum 7 þarna á svæðinu.Skjámynd

ekkert
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf ekkert » Mán 08. Ágú 2022 19:28

jardel skrifaði:Þetta gos er bara sýnishorn af því sem koma skal þetta á allt eftir að fara undir hraun drullupollurinn við Svartsengi á eftir að þurkast út og eldvörpin eiga eftir að spúa miklum eldi og brennisteini yfir allt þarna kalda og heitavatns leiðslur fara í sundur síðan leggjast eiturgufur yfir allann Reykjanesskagann þannig að þar býr ekkert fólk mikið lengur.það eiga eftir að koma stórir jarðskjálftar kringum 7 þarna á svæðinu.


Ertu galdrakall?
Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 08. Ágú 2022 20:23

beggi83 skrifaði:Hvaða gögn hefur þú eiginlega sem staðfesta að gömul kvika sé að koma upp enn ekki ný kvika? ég hef engan jarðfræðing sé sem heldur þessu fram nema þig. Þú segir hérna fyrr í póstinum að kvikuhólfið undir fagradalsfjalli sé tómt svo þegar kom grein á mbl Sama efnissamssetning og gosinu í fyrra þá fórstu að tala um gamla kvikan að koma upp og ný kvika ekki ennþá komin upp. Mér fynnst þetta áhugaverð pæling hjá þér langar bara vita hvað gögn þú hefur sem staðfesta þetta hjá þér :)

Það að þetta sé áframhald af jarðeldunum frá því fyrra og kvikan komi upp 1.5 km frá gamla gígnum þá myndi ég áætla með með meira enn 90% vissu að þetta sé sama kvika og í fyrra. Sem sagt sama kvikuhólf sé koma þessu upp og hef ég lesið að það sé á 17 km dýpi enn það hafa bara verið spádómar jarðeðlisfræðinginna. Það mætti jafnvel segja að gosið sé að koma upp á sama fermeterinn ef við skoðum þetta í jarðfræðilegu samhengi.


Þetta er hérna í frétt Rúv. Efnabreytingar gerst mjög hægt í kviku og því er hægt að sjá hvaða kvika er hérna á ferðinni. Kvika sem er nýlega komin úr möttlinum er aðeins öðruvísi en þessi kvika. Ég held að helsti munurinn sé að það sé aðeins minna vatn í henni, ég er samt ekki alveg viss. Þar sem ég þekki lítið inná þessa efnafræði kviku og hvernig það virkar.

Nýrri kvika er einnig aðeins heitari, eða um 1400 gráður. Þessi kvika er um 1100 til 1200 gráðu heit.

Eins kvika og í þegar gaus í fyrra
Síðast breytt af jonfr1900 á Mán 08. Ágú 2022 20:24, breytt samtals 1 sinni.
jardel
/dev/null
Póstar: 1496
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Þri 09. Ágú 2022 10:00

Nù á að fara hleypa fólki að eldgosinu.
Þetta getur ekki farið vel.
Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 09. Ágú 2022 10:20

jardel skrifaði:Nù á að fara hleypa fólki að eldgosinu.
Þetta getur ekki farið vel.


Það er lokað þarna fram á morgun samkvæmt fréttum. Sem er mjög gott, þar sem það er þoka þarna svo þykk að fólk sér ekki fram yfir tærnar á sér.

Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar (Vísir.is)

Herða aðgengi barna undir tólf ára aldri að gossvæðinu (Rúv.is)Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4846
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 788
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Þri 09. Ágú 2022 10:41

Einsog flugur sem laðast að ljósi.


*-*

Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 34
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Climbatiz » Þri 09. Ágú 2022 11:14

er með túrista að gista hjá mér sem eiga bókaða rútu að gosstöfðunum á morgun, fylgist með fréttum og veit að það er lokað þarna í dag og verður metað á morgun hvort eiga verður opnað, veðurspáin er aðeins betri hvað varðar vindhraða á morgun, þannig ég býst við að það verður opið á morgun, samt ætli rútukompaníin endurgreiði ef svo verður ekki

annars veit ég ekki hvað rútufélögin segja um þessa eldgosaferð, þar sem þetta eru 14km (alls fram og til baka) í grýttu landslagi og túristarnir mínir eru ekki sérlega vel klædd, er þetta eitthvað recipe-for-disaster-for-profit um að vera með ekkert WARNING um hvað þetta er ekki aðgengilegt?
Síðast breytt af Climbatiz á Þri 09. Ágú 2022 11:15, breytt samtals 1 sinni.


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6466
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 771
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Þri 09. Ágú 2022 11:25

Smmála Climbatiz, ef einhver skipuleggur ferð eða kemur fólki á staðinn sem er augljóslega ekki nægilega vel búið til að klára ferðina, þá ætti viðkomanid fyrirtæki að vera ábyrgt, a.m.k. að einhverju leiti.

Hversu ömurlegt væri það ef skip strandaði þarna einhverstaðar og langþreyttur sjálfboðaliði mundi tapa lífinu vegna þess að öflugasta björgunarfólkið í hópnum hefði verið busy alla nóttina við að leita að fimmmanna fjölskyldu sem tók rútuna að gosstöðvunum deginum áður, skilaði sér ekki til baka og enginn lét vita... og var bara með veisluplatta frá Subway í nesti og í hlaupaskóm.

Það á bara að hanna þetta "ferli" og tryggja að allir fari eftir því.

Ef illa búnu fólki er meinaður aðgangur, þá eru líkurnar á að einhver fari sér að voða miklu miklu minni.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16040
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1860
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf GuðjónR » Þri 09. Ágú 2022 12:24

Þetta er svo galið, fólk er að labba þarna 14-17km yfir urð og grjót við erfiðar aðstæður. Ég hef einu sinni labbað í góðu veðri frá Kjalarnesi inn í mosó sem eru um 14 km og ég var að drepast í löppunum í tvö daga á eftir. Er ekki hægt að bjóða uppá og þá skylda þessa túrista til að vera með viðeigandi tryggingar svona ef þeir snúa sig eða örmagnast og það þarf að senda rándýra þyrlu eftir þeim?Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3711
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 452
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Þri 09. Ágú 2022 12:37

Climbatiz skrifaði:er með túrista að gista hjá mér sem eiga bókaða rútu að gosstöfðunum á morgun, fylgist með fréttum og veit að það er lokað þarna í dag og verður metað á morgun hvort eiga verður opnað, veðurspáin er aðeins betri hvað varðar vindhraða á morgun, þannig ég býst við að það verður opið á morgun, samt ætli rútukompaníin endurgreiði ef svo verður ekki

annars veit ég ekki hvað rútufélögin segja um þessa eldgosaferð, þar sem þetta eru 14km (alls fram og til baka) í grýttu landslagi og túristarnir mínir eru ekki sérlega vel klædd, er þetta eitthvað recipe-for-disaster-for-profit um að vera með ekkert WARNING um hvað þetta er ekki aðgengilegt?

Auðvitað alveg út í hött ef að rútufyrirtæki fer með vanbúið fólk á svæðið og hleypir því af stað.
En við megum náttúrulega ekki gleyma öllum hinum sem að fara þangað, fullt af fólki fer ekkert með rútu, heldur á bílum.

Fyrir mér er þetta auðvitað aðeins spurning um að fólk beri smá ábyrgð á sjálfu sér, en til þess þyrfti auðvitað að vera trygging sem að borgar kostnað við björgun, björgunarfélögin okkar mega samt ekki undir nokkrum kringumstæðum byrja að rukka fyrir björgun, það kemur bara til með að þýða að fólk drepst vegna þess að það hringdi ekki á aðstoð vegna þess að það kostaði of mikið.
(þetta getur líka átt við nágrannann sem að er að missa þakið af húsinu sem endar síðan á húsinu þínu)

En ert þú t.d. búin að ræða þetta við fólkið, um að það sé ekki nægilega vel búið í þetta ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


mikkimás
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 87
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Þri 09. Ágú 2022 14:25

GuðjónR skrifaði:Þetta er svo galið, fólk er að labba þarna 14-17km yfir urð og grjót við erfiðar aðstæður. Ég hef einu sinni labbað í góðu veðri frá Kjalarnesi inn í mosó sem eru um 14 km og ég var að drepast í löppunum í tvö daga á eftir. Er ekki hægt að bjóða uppá og þá skylda þessa túrista til að vera með viðeigandi tryggingar svona ef þeir snúa sig eða örmagnast og það þarf að senda rándýra þyrlu eftir þeim?

Vandinn er sá að þú varst ekki í æfingu. Ef þú hefðir verið í æfingu væri þessi ganga eins og sunnudagsbíltúr.

Þessir trúðar í Merardal sem eru að örmagnast eru ekki í neinu gönguformi og þurfa þess vegna björgunarsveitirnar til að bera sig til baka.Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 34
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Climbatiz » Þri 09. Ágú 2022 18:06

urban skrifaði:En ert þú t.d. búin að ræða þetta við fólkið, um að það sé ekki nægilega vel búið í þetta ?


ég minntist á það, þau sögðu að kompanýið reddar þeim göngustafi


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1210
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 44
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf demaNtur » Þri 09. Ágú 2022 18:33

jardel skrifaði:Þetta gos er bara sýnishorn af því sem koma skal þetta á allt eftir að fara undir hraun drullupollurinn við Svartsengi á eftir að þurkast út og eldvörpin eiga eftir að spúa miklum eldi og brennisteini yfir allt þarna kalda og heitavatns leiðslur fara í sundur síðan leggjast eiturgufur yfir allann Reykjanesskagann þannig að þar býr ekkert fólk mikið lengur.það eiga eftir að koma stórir jarðskjálftar kringum 7 þarna á svæðinu.


:fly


Intel i7-11700KF - Cooler Master MasterLiquid ML240L - Corsair Vengeance 32GB 3600MHz CL18 - Zotac Gaming RTX3070 Ti 8GB
Asus 24.5" XG258Q 240hz X2 - Glorious GMMK white ice - GSP670 - Glorious Model-D wireless - The Glorious 3XL


Höfundur
jonfr1900
/dev/null
Póstar: 1487
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 189
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 09. Ágú 2022 21:33

Ég veit ekki alveg hvað er að gerast norð-austan við Grindavík. Þar sem svona mikil tilfærsla á þessu svæði mun alltaf enda í eldgosi, þá væntanlega fyrr en seinna. Þetta svæði einnig tilheyrir eldstöðinni Reykjanes en Fagradalsfjall hefur verið sett með eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er samt mín persónulega skoðun að fjallið Fagradalsfjall sé í raun sjálfstæð eldstöð, hugsanlega mjög lítil (nær mögulega ekki lengra að Keili) og tengist ekkert eldstöðvarkerfinu Krýsuvík (það er sett þannig upp í dag í öllum gögnum). Hvernig formið er á þessari eldstöð veit ég ekki nákvæmlega.

Nýjustu fréttir af eldgosinu á Reykjanesskaga

9.8.2022

Uppfært 9.8. kl. 16:45

Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun um eldgosið á Reykjanesskaga. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar til að meta stöðuna og framhald gossins. Er það mat vísindamanna að framgangur gossins er eins og við mátti búast. Gosvirknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga og er mikilvægt að undirbúa sig undir að gosið standi yfir í nokkuð langan tíma.

Á gervihnattamyndum sem sýna landbreytingar á Reykjanesskaga frá lok júlí má sjá merki um aflögun skammt norðaustur af Grindavík (Sjá svæði innan svarta kassan á myndinni hér að neðan). Aflögunin sem sést á gervihnattamyndunum er við upptök skjálftans sem varð 31. júlí og mældist M5.5. Á fundi vísindaráðs var farið yfir önnur gögn frá svæðinu s.s. GPS mælingar, skjálftagögn og sýna þau engar vísbendingar um að kvika sé þarna á ferðinni og líklegast skýringin sé breytingar á yfirborði sem urðu í skjálftanum fyrir um 10 dögum síðan. Engu að síður munu vísindamenn safna frekari gögnum til að staðfesta ennfrekar að svo sé. Rætt var að mikilægt væri að auka vöktun enn frekar á þeim umbrotasvæðum sem geta haft áhrif nærri byggð með því að setja upp fleiri mælitæki til rauntímavöktunar.


Nýjustu fréttir af eldgosinu á Reykjanesskaga

InSAR_Svaedi_Grindavik09082022.png
InSAR_Svaedi_Grindavik09082022.png (1.36 MiB) Skoðað 2994 sinnum