Síða 7 af 91

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Sun 12. Sep 2021 18:54
af jonfr1900
Eldgosið heldur áfram og það er ekkert sem bendir til þess að eldgosið sé að fara í þann fasa að hætta eins og það gerði síðustu vikur. Núna virðist bara gjósa án þess að stoppa og það þýðir að hraunið mun ná yfir stærra svæði á minni tíma. Væntanlegt hraun rennsli er niður í Nátthagakrika og síðan niður í Nátthaga eins og staðan var í gær. Þar sem það sést lítið í dag vegna þoku.


faf-12-09-2021 at 1839utc.gif
faf-12-09-2021 at 1839utc.gif (16.6 KiB) Skoðað 5274 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 15. Sep 2021 23:53
af jonfr1900
Það getur ekki verið langt þangað til að einhver drepur sig þarna.

Gekk upp á gígbarminn í Geldingadölum (Rúv.is)

Síðan er fólk gangandi á hrauninu með þessa hérna áhættu alltaf til staðar.


Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis (Rúv.is)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 16. Sep 2021 21:36
af jonfr1900
Hraunið flæðir og núna virðist stefnan vera niður í Nátthagakrika (þar sem gönguleið A var).

2021-09-16 (57).png
2021-09-16 (57).png (281.4 KiB) Skoðað 5015 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Sun 28. Nóv 2021 01:24
af jonfr1900
Það er spurning hvort að eldgosið í Fagradalsfjalli sé að byrja aftur. Það kom fram óróapúls fyrr í kvöld í kjölfarið á lítilli jarðskjálftahrinu sem varð við Keili á sama tíma. Það er ennþá allt rólegt og ekkert að sjá á vefmyndavélum, grunar samt að kannski sé þoka á svæðinu.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 00:47
af jonfr1900
Þá er þetta farið af stað aftur í Krýsuvík-Trölladyngju og Fagradalsfjalli með látum eftir smá hlé. Jarðskjálftavirknin er vaxandi núna. Þetta er miklu hraðari atburðarrás núna en ég reiknaði með þegar jarðskjálftavirknin hófst um klukkan 17:00 í gær (21-Desember-2021).

211222_0015.png
211222_0015.png (23.94 KiB) Skoðað 4369 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 07:14
af jonfr1900
Veðurstofan er búinn að staðfesta að þarna er kvikuhlaup í gangi. Það er mjög líklegt að nýtt eldgos muni hefjast í Fagradalsfjalli eða nálægu svæði.

211222_0710.png
211222_0710.png (24.68 KiB) Skoðað 4327 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 09:26
af mikkimás
Stanslaus skjálftahrina ofan í sóttvarnaraðgerðir.

Gleðileg jól öll sömul.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 09:45
af falcon1
Vísindamenn of fljótir á sér að telja að gosinu sé lokið? :D

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 09:46
af Mossi__
mikkimás skrifaði:Stanslaus skjálftahrina ofan í sóttvarnaraðgerðir.

Gleðileg jól öll sömul.


Iss. Rússland og Nató, og Evergrand kínakreppan.

Verður alveg nóg að gera á næstunni. Himinn og jörð og allt það.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 10:25
af GuðjónR
Mossi__ skrifaði:
mikkimás skrifaði:Stanslaus skjálftahrina ofan í sóttvarnaraðgerðir.

Gleðileg jól öll sömul.


Iss. Rússland og Nató, og Evergrand kínakreppan.

Verður alveg nóg að gera á næstunni. Himinn og jörð og allt það.

Einmitt..
2022 verður eitthvað … :wtf

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 10:35
af falcon1
Æi enga svartsýni fyrir 2022. :D

Vonum að það verði bara geggjað skemmtilegt ár.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 11:28
af GuðjónR
falcon1 skrifaði:Æi enga svartsýni fyrir 2022. :D

Vonum að það verði bara geggjað skemmtilegt ár.

Vaktin.is verður 20 ára sama hvað \:D/

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 20:53
af jonfr1900
Það var lýst yfir að eldgosinu væri lokið þannig 18-Desember-2021 (það var laugardagur). Annars eru góðar líkur á mikilli jarðskjálftahrinu nóttina 23-Desember-2021.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 21:32
af GuðjónR
jonfr1900 skrifaði:Það var lýst yfir að eldgosinu væri lokið þannig 18-Desember-2021 (það var laugardagur). Annars eru góðar líkur á mikilli jarðskjálftahrinu nóttina 23-Desember-2021.

Jinx ársins…

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 22:04
af Stuffz
hmm.. nýtt eldgos?

As with some other things one must not speak of, Dejawu, round and round we go ..there and back again, where we end the nobody knows.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 22. Des 2021 22:16
af Black
https://www.mbl.is/promos/elgosid-i-beinni/4/

Hvað er ég að horfa á hérna ? er glóð í hrauninu :-k

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 02:20
af urban
GuðjónR skrifaði:
falcon1 skrifaði:Æi enga svartsýni fyrir 2022. :D

Vonum að það verði bara geggjað skemmtilegt ár.

Vaktin.is verður 20 ára sama hvað \:D/


Ótrúlegur árángur.
Vel gert.

Þau voru ca 20 spjallborðin sem að maður stundaði hérna á sínum tíma þarna ca um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar.
Þetta er það eina sem að maður notar ennþá og reyndar það eina sem að maður hefur notað í mörg mörg ár.

Alveg merkilegt að þetta lifi bara ennþá eftir öll þessi ár.

Black skrifaði:https://www.mbl.is/promos/elgosid-i-beinni/4/

Hvað er ég að horfa á hérna ? er glóð í hrauninu :-k

Það er rosalega spennandi að sjá allavega :)
Þetta verður á einhverjum skjánum það sem að eftir er kvölds allavega :)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 04:41
af jonfr1900
Þetta hérna varði í heila 6 daga.

Heyrir til tíðinda að enginn við­vörunar­borði sé á vef Veður­stofunnar (Vísir.is, fyrir 7 dögum síðan.)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 16:24
af jonfr1900
Það eru komnar fram sæmilega góðar líkur á því að það gjósi norður af Grindavík ef kvikan sem er núna á ferðinni nær inn í eldstöðvarkerfið Reykjanes sem Grindavík og Bláa lónið sitja ofan á. Slík eldgos eru yfirleitt stórgos þegar kvika hleypur svona á milli eldstöðvarkerfa.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 18:21
af dadik
Hvernig er þetta reiknað út og hverjar eru líkurnar í prósentum? 60%? 80%

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 18:40
af jonfr1900
dadik skrifaði:Hvernig er þetta reiknað út og hverjar eru líkurnar í prósentum? 60%? 80%


Ég er með frekar flókna reiknformúlu í höfðinu með þetta. Kvikan þarf að komast eða koma af stað kviku sem er þarna af stað. Líkunar eru eins og er í kringum 55%. Ég spái ekki í neinu sem er með líkur sem eru minni en 50%. Aðstæður eru reyndar að breytast hratt og nýjustu gögn benda sterklega til þess að kvikan sé farin að safnast saman undir stóra gígnum sem gaus síðast. Það hefur verið mikið fækkun á jarðskjálftum þarna síðasta klukkutímann, það bendir sterklega til þess að eldgos sé að fara að hefjast þarna. Það verður þó að koma í ljós með tímanum hvort að það er raunin.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 19:41
af AJ Beyblade
er einhver góð síða þar sem maður getur zoomað inn á þar sem skjálftarnir eru ?

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 23. Des 2021 20:11
af jonfr1900
AJ Beyblade skrifaði:er einhver góð síða þar sem maður getur zoomað inn á þar sem skjálftarnir eru ?


Veðurstofan er með þetta kort en þarna koma bara inn jarðskjálftar sem er búið að yfirfara. Síðan map.is er með kort sem á að vera með jarðskjálfta en ég fæ það ekki til að hlaðast rétt hjá mér í Firefox en síðan virkar rétt í Edge. Ég veit ekki með Chrome.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 24. Des 2021 00:18
af AJ Beyblade
jonfr1900 skrifaði:
AJ Beyblade skrifaði:er einhver góð síða þar sem maður getur zoomað inn á þar sem skjálftarnir eru ?


Veðurstofan er með þetta kort en þarna koma bara inn jarðskjálftar sem er búið að yfirfara. Síðan map.is er með kort sem á að vera með jarðskjálfta en ég fæ það ekki til að hlaðast hjá mér í Firefox en síðan virkar rétt í Edge. Ég veit ekki með Chrome.


Oooo þetta map.is kort er geggjað :hjarta virkar í chrome

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 24. Des 2021 03:03
af jonfr1900
Staðan núna er þannig að kvikan kemst ekki neitt virðist vera og þrýstingur í kvikuganginum virðist vera vaxandi. Ég veit ekki almennilega afhverju jarðskjálftum hefur fækkað síðasta sólarhringinn en hugsanleg skýring er að innrennsli kviku af meira dýpi hafi minnkað tímabundið, þetta innstreymi kviku er þó ekki hætt miðað við þá jarðskjálftavirkni. Önnur skýring er að kvika hafi fundið sér upp leið ofar í jarðskorpuna án þess þó að koma af stað eldgosi vegna einhverra hafta sem eru ennþá ofar í jarðskorpunni.

Eins og þetta er núna. Þá er ég farinn að reikna með að næsta eldgos á þessu svæði hefjist með miklum látum og sterkum jarðskjálftum, frekar en að það hefjist eins og síðast, þannig að enginn tók eftir því. Sá möguleiki virðist vera minnkandi með hverjum deginum. Það gæti því komið jarðskjálfti þarna með stærðina Mw6,1 til Mw6,5 þegar eldgos hefst á þessu svæði. Það er ekki endilega öruggt lengur að það gjósi í stóra gígnum, það gæti gerst en hugsanlega og mjög líklega er sú rás alveg lokuð núna en þó er erfitt að leggja mat á það þessa stundina.

Þetta er allt saman mikið að bíða og sjá hvað gerist staða núna. Þeir sem eru búsettir í Reykjavík ættu að taka allt brothætt úr hillum samt. Allavegna þangað til eldgos hefst, þá ætti jarðskjálftavirkni að minnka niður í ekki neitt eins og síðast.