Síða 9 af 91

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 03. Feb 2022 04:44
af jonfr1900
J1nX skrifaði:smá forvitni í mér herra jonfr1900 :) , er þetta eitthvað sem þú vinnur við eða bara áhugamál? :P


Þetta er áhugamál og svona sjálfskapandi vinna í dag. Það er víst lítið um að öryrkjar séu ráðnir í vinnu á Íslandi og ég nennti ekki að gera neitt allan daginn (sérstaklega úti á landi á Íslandi). Ég var orðinn góður í þessu árið 2004 og hélt bara áfram í þessu frá því ári.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mán 07. Feb 2022 07:10
af jonfr1900
Í einum versta stormi sem hefur komið í nokkur ár. Þá hefst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mán 07. Feb 2022 09:50
af worghal
jonfr1900 skrifaði:Í einum versta stormi sem hefur komið í nokkur ár. Þá hefst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli.

Mynd

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mán 07. Feb 2022 12:08
af jonfr1900
Suðurstrandavegur fer næst undir hraun, þar sem kvikan er búinn að koma sér þar fyrir og er beint undir.

Jarðskjálftavirknin í morgun.
Fagradalsfjall - 07-02-2022.png
Fagradalsfjall - 07-02-2022.png (852.16 KiB) Skoðað 4855 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mán 07. Feb 2022 21:10
af jonfr1900
Það hafa mælst um 200 jarðskjálftar í dag. Það hefur örugglega verið meiri virkni en ekki mælst útaf roki og miklum öldugangi á þessu svæði.

Á annað hundrað skjálfta í dag (mbl.is)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 09. Feb 2022 11:08
af jonfr1900
Ég ætla að vara hérna við þessum jarðskjálftum sem liggja frá Bláfjöllum og í áttina að Reykjavík. Þessir jarðskjálftar komu fram í morgun og eru í stefnu sem einkennir gossprungur á Reykjanesinu, frekar en misgengi sem tengjast jarðskjálftavirkni. Stefnur sprungna sem gjósa eru mjög mismunandi og sýnist mér að þetta sé mögulega ein af þeim sprungum. Þetta gæti einnig verið undanfari á stórum jarðskjálfta í Bláfjöllum en hvað gerist verður bara að koma í ljós.

220209_1055.png
220209_1055.png (23.58 KiB) Skoðað 4630 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 09. Feb 2022 16:32
af zetor
jonfr1900 skrifaði: og eru í stefnu sem einkennir gossprungur á Reykjanesinu,
eru gossprungur á reykjanesinu ekki frá suðvestri í norð austur?
þessi stefna er í norðvestur í suðaustur.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 09. Feb 2022 16:58
af jonfr1900
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði: og eru í stefnu sem einkennir gossprungur á Reykjanesinu,
eru gossprungur á reykjanesinu ekki frá suðvestri í norð austur?
þessi stefna er í norðvestur í suðaustur.


Það virðist fara eftir því hvaða eldstöð er um að ræða. Ég kann ekki skýringuna á því. Gígaraðir eru í þessa stefna en einnig í stefnuna suður-vestur og norður-austur. Ásamt því að fara í norður-suður, sem er einnig algeng stefna á misgengjum sem tengjast jarðskjálftavirkni. Ég held að það gjósi ekki þarna, allavegna ekki strax en þetta er vísbending um að Brennisteinsfjöll séu hugsanlega að verða virk. Á jarðfræðikorti sem ég er með eru flestir gígar skráðir í stefnuna suður-vestur og austur-norður. Ástæðan fyrir því gæti verið skortur á rannsóknum. Síðan á bara eftir að koma í ljós hversu rétt eða rangt ég hef fyrir mér í þessu. Þar sem það er erfitt að segja til um stöðuna í eldstöð sem hefur ekki gosið í rúmlega 900 ár og nærri því engar heimildir eru til um sem hægt er að nota.

Ég veit af þessari stefnu gígana (norður-suður) þar sem þetta sést á Google Earth. Ásamt þessari venjulegu stefnu sem er suður-vestur og norður-austur. Síðari stefnan er mun algengari á gígum í Brennisteinsfjöllum.

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll? (Vísindavefurinn)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 11. Feb 2022 10:38
af jonfr1900
Það tók ekki nema rétt um tvö ár fyrir umræðuna að komast á þetta stig hjá sérfræðingum Íslands.

Gangainnskot geti ógnað innviðum (mbl.is)

Innskot kviku gætu ógnað innviðum (Rúv)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 11. Feb 2022 18:45
af zetor
jonfr1900 skrifaði:Það tók ekki nema rétt um tvö ár fyrir umræðuna að komast á þetta stig hjá sérfræðingum Íslands.

Gangainnskot geti ógnað innviðum (mbl.is)

Innskot kviku gætu ógnað innviðum (Rúv)


Haraldur Sigurðsson ræddi um þetta fyrir nokkrum árum.

https://www.visir.is/g/20212080816d

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 12. Feb 2022 10:23
af codemasterbleep
Misskilningurinn hér er líklegast sá að "samtal sérfræðinganna" eigi sér stað í gegnum almenna fjölmiðla en ekki í þar til gerðum sérfræðingaritum eða á ráðsttefnum.

https://www.landsnet.is/library/Skrar/u ... 20Copy.pdf

Umræðan er löngu komin á þetta stig. Hinsvegar geta vísindamenn ekki stanslaust verið að garga Úlfur Úlfur fyrir atburði sem munu gerast í framtíðinni þegar tímaskalinn er nokkur hundruð til þúsund ár.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 12. Feb 2022 11:15
af mikkimás
Það væri illa komið fyrir íslensku vísindasamfélagi ef allan afrakstur þess mætti finna á Vísi og MBL.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 19. Mar 2022 20:29
af jonfr1900
Þá er komið eitt ár síðan eldgos hófst í Fagradalsfjalli. Það er samt stutt í að næsti kafli hefjist í þessari eldvirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja og síðan eldstöðinni Reykjanes (norðan við Grindavík).

Sakna fæstir afmælisbarnsins (Rúv)
Eldgosið „varfærin viðvörun og góð æfing“ (mbl.is)

Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagra­dals­fjall (Vísir.is)

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Sun 03. Apr 2022 17:06
af jonfr1900
Þá er mögulega komið að kafla tvö í eldgosi í Fagradalsfjalli og nágrenni. Jarðskjálftavirknin er aftur farin að aukast og það bendir til þess að þrýstingur kviku á svæðinu sé orðinn mjög mikill. Einfaldlasta leiðin fyrir kvikuna er ennþá upp í Fagradalsfjalli og nágrenni, þar sem jarðskorpan virðist vera með veikleika þar sem leyfir kvikunni að komast þar upp án mikillar mótstöðu.


220403_1555.png
220403_1555.png (23.81 KiB) Skoðað 3622 sinnum



220403_1555_trace.png
220403_1555_trace.png (14.02 KiB) Skoðað 3622 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 06. Apr 2022 18:11
af jonfr1900
Það er farið að styttast að eldgos hefjist aftur í Fagradalsfjalli eða í nágrenni þess. Jarðskjálftavirkni fer stöðugt vaxandi á þessu svæði og það þarf ekki stóran jarðskjálfta til þess að koma af stað eldgosi á þessu svæði, þar sem svæðið er nú þegar mjög brotið vegna eldri jarðskjálftavirkni á þessu svæði fyrir fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli. Þetta líklega spurning um vikur núna þangað til að það fer að gjósa en gæti alveg eins verið nokkrir dagar að mínu áliti. Þetta er ekki spurning um mánuði en hvað gerist nákvæmlega verður að koma í ljós.

Nátthagakriki-06-04-2022.png
Nátthagakriki-06-04-2022.png (953.8 KiB) Skoðað 3453 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 06. Apr 2022 19:20
af mikkimás
Screenshot 2022-04-06 191940.png
Screenshot 2022-04-06 191940.png (300.35 KiB) Skoðað 3423 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 06. Apr 2022 20:46
af jonfr1900
Svæðið er mjög þanið nú þegar. Það er ekki víst að það þurfi mikið til að eldgos verði þarna og þá kemur ekkert endilega fram þensla áður en eldgos verður.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fim 07. Apr 2022 02:50
af jonfr1900
Það gæti gosið í nágrenni við Fagradalsfjall um páskana en hvort að það gerist verður að koma í ljós.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 08. Apr 2022 04:38
af jonfr1900
Það má sjá hérna á GPS mælingum að þenslan hefur haldið áfram að aukast frá Janúar til Apríl 2022 miðað við það sem var og þó var þenslan búinn að vera mjög mikil fyrir. Þessar GPS mælingar ná bara til eldstöðvarinnar Reykjanes og lítið til Krýsuvíkar-Trölladyngju eldstöðvarinnar.

http://brunnur.vedur.is/gps/thorbjorn.html

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Þri 12. Apr 2022 21:38
af jonfr1900
Jarðskjálftahrinan sem er núna hafin í eldstöðinni Reykjanes (vestan við Grindavík) táknar mjög líklega upphafið af nýju eldgosi á þessu svæði.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Þri 12. Apr 2022 23:35
af jonfr1900
Það virðist sem að klukkan 22:40 hafi orðið jarðskjálfti sem bendir sterklega til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp þarna og þá muni eldgos hefjast fljótlega. Ég hef ekki neina eldgosasögu á eldstöðinni Reykjanes þannig að ég veit ekki hvernig þetta mun þróast á næstu klukkutímum ef þetta heldur áfram eins og mig grunar að gerist.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 13. Apr 2022 16:11
af jonfr1900
Það virðist vera að myndast kvikusilla við Reykjanestá og eitthvað í stefnuna norð-austur til suður-vestur frá miðjunni sem er alveg við Reykjanesstá. Þessi kvikusilla mun virka sem tímabundið kvikuhólf og mun eitthvað safna í sig áður en eldgos hefst á þessu svæði. Hversu langt þetta ferli er komið veit ég ekki alveg en mér sýnist að þetta ferli sé komið mjög langt og því er mjög líklegt að þarna sé mjög stutt í eldgos á þessu svæði.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 13. Apr 2022 16:44
af dadik
Jón! Þú verður að gefa okkur einhverjar líkur í prósentum!

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 13. Apr 2022 20:50
af jonfr1900
dadik skrifaði:Jón! Þú verður að gefa okkur einhverjar líkur í prósentum!


Það er vont að gefa slíkar líkur á þessu svæði. Þar sem ég þekki ekki gossögu þessa svæðis þar sem síðasta eldgos var mjög líklega fyrir um 500 til 900 árum síðan og engar heimildir til um hvað gerðist þegar það var eldgos þarna síðast.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Mið 13. Apr 2022 21:01
af appel
dadik skrifaði:Jón! Þú verður að gefa okkur einhverjar líkur í prósentum!


Er þetta eitthvað fyrir betsson eða álíka veðmálasíður? :megasmile

Þá held ég að jonfr ætti að græða sjálfur á því.