Síða 1 af 1

Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 00:38
af Bretti
Sælir félagar. Nú er Microsoft að fara illa með mig, Já að mér finnst.
Ég er 74 ára, á strípuðum ellilífeyrir. Ég borgaði 16 þúsund fyrir Windows 10 fyrir ekki svo löngu.
Það var í fyrsta sinn sem ég borgaði MS eina krónu. Hélt ég að ég væri þá sloppin hvað þá varðar en það var sko aldeilis ekki. Ég var með Office 07 sem var frír og ég var með íslensku fyrir hann. Dugði mér. Í raun þarf ég bara Word og kannski Exel.
Ég var plataður til að skipta yfir í 365 „for free“ og síðan var komið á tölvunna hjá mér forrit sem leitaði að ólöglegum hugbúnaði. Kolólöglegt ef því er upplaodað án samþykkis. Þessi office pakki var aðins til leigu til eins árs í senn. Þegar ég sá það hætti ég við á stundini og uninstallaði office pakkanum. Þeir héldu samt áfram að rukka mig og neyddist ég til að loka kortinu mínu til að þeir gætu ekki vaðið í það.
Loksins einn daginn náðu þeir áttum að ég held en veit ekki hvort þeir rukki mig aftur.
Þarf að uppfæra tölvuna hjá mér, ekki merkileg, aðeins gerð til að vafra á netinu.
Mun reyna að fá notað dót með Win og Office. Hjálp í ES vel þeginn.
Ég byrjaði á þessu tölvustandi áður en Internetið kom. Með tveggja drifa floppy vél.
Síðar komu harðir diskar. Man að ég eignaðist 200 Mb. HD sem þótti bylting þá.
Ég var einnig með eigið BBS kerfi (Delfi BBS) .
Sjá Rafritið sem Sæmundur Bjarnason gaf út á þeim tíma.
Nú er ég að hugsa um að efna til fjársöfnunnar fyrir nýrri notaðri tölvu vegna blánkheita.



Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 00:47
af appel
....

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 02:43
af Bretti
Ég er ekki fyrir Epli eins og þú.
Gulrætur og næpur eru hinsvegar góðar.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 03:32
af DaRKSTaR
man vel eftir delfi á akureyri, var með sierra á króknum.

hlítur einhver að geta donatað á þig vél sem virkar þarna fyrir sunnan

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 04:01
af emil40
Hvernig vél ertu að pæla í ?

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 17. Jún 2021 04:10
af jonfr1900
Allar áskriftir og slíkt eru á aðganga síðu Microsoft. Þar er hægt að segja upp áskriftum og öðru. Ég hef ekki heyrt um að Microsoft skanni tölur í leit að ólöglegum hugbúnaði. Þar sem slíkt væri ekki löglegt samkvæmt núverandi lögum.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 17:21
af Bretti
DaRKSTaR skrifaði:man vel eftir delfi á akureyri, var með sierra á króknum.


Nei ég var í Reykjavík og þú varst á Hofsósi þá ef ég man rétt. ;)

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 18:53
af Sinnumtveir
libreoffice er ljómandi góður staðgengill fyrir office draslið.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 19:14
af hagur
Svo má vel bjarga sér bara með Google Docs og Google Sheets. Það eru prýðilegir Word/Excel alternatives sem kosta ekkert.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 19:38
af Bretti
Liber Office virkar illa og skýjarusl vil ég ekki sjá. Þakka samt frábærarr ábendingar.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 22:12
af Sinnumtveir
Bretti skrifaði:Liber Office virkar illa og skýjarusl vil ég ekki sjá. Þakka samt frábærarr ábendingar.


Hvenær notaðirðu libreoffice síðast?

Libreoffice virkar reyndar bara súper vel og æfingar Microsoft til að skemma fyrir því eru að skila síminnkandi árangri.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 22:24
af Bretti
Ég er með Liber Office inni núna.
Hann getur ekki keyrt heimilisbókhald (Exel) sem ég er með.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fim 24. Jún 2021 23:08
af jonsig
GuðjónR að chekka hvort Bretti hafi sömu IP tölu og ég.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Fös 25. Jún 2021 01:03
af Sinnumtveir
Bretti skrifaði:Ég er með Liber Office inni núna.
Hann getur ekki keyrt heimilisbókhald (Exel) sem ég er með.


Með fullri virðingu, ég á bágt með að trúa þessu.

Hvað er það í heimilisbókhaldinu sem libreoffice ræður ekki við?

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Lau 26. Jún 2021 02:19
af Bretti
Veit það ekki. Var búin að nota bókhaldið í smá tíma og líkaði vel.
Fékk þá MS Office og þegar ég keyrði það í Exel þá komu miklu fleiri möguleikar í ljós.

Re: Aldraður í blánkheitum

Sent: Lau 26. Jún 2021 10:58
af Hizzman
Gætir sennilega fengið pening fyrir nýrri tölvu og dóti með youtube kanal þar sem þú rekur raunir þínar og segir frá lífi þínu. Ég hef á tilfinningunni að þú yrðir vinsæl. Ég mun örugglega læka og subbskræpa!

Láttu okkur vita þegar þú ert komin í loftið!!