Coolshop, reynsla?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Coolshop, reynsla?

Pósturaf Fletch » Fim 01. Júl 2021 18:16

sælir,

keypti Logitech G923 stýri með shifter (bundle) í Coolshop,
https://www.coolshop.is/vara/logitech-g ... le/237X8B/

svosem ekki frásögu færandi nema ég fæ SMS um að þetta sé tilbúið til afhendingar, fer á staðinn en þá kemur í ljós að það vantar shifterinn (bara stýri og pedali í kassanum, væntanlega á shifter að koma í sér kassa).

(rant on)

Starfsfólkið á staðnum var vægast sagt óliðlegt og gat ekki verið meira sama, ypti bara öxlum fannst bara eðlilegt að senda mann fýluferð í Kópavoginn, ég gæti bara komið seinna að tjékka (fleiri fýluferðir?)

Sögðu að lokum að ég þyrfti bara tala við Coolshop, þau gætu ekkert gert. Báðust ekki afsökunar né buðu að láta vita ef þetta finnst og hljómuðu bara pirruð að ég vildi fá vöruna sem ég var búinn að borga fyrir og með SMS að hún væri tilbúin til afhendingar.

Prófaði líka að hringja í kids til að ath hvort þetta væri fundið en kemur bara símsvari og svarar ekki neinn

Búinn að vera í Coolshop chat'inu og senda þeim email, engin hjálp í þeim sofar, en sögðu allavega afsakið


tracking á vefsíðunni þeirra er líka utterly useless, tók 2 vikur að senda þetta hingað og allan tíman segir tracking no data available (og segir enn)

(rant off)

er þetta fyrirtæki eitthvað grín bara?


AMD Ryzen 7900X3D * Nvidia GTX 4090 * Asus ROG STRIX B650E-ITX * 32GB DDR5
LianLi * Seasonic Vertex1200w * Alienware 34" OLED AW3423DWF

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Hannesinn » Fim 01. Júl 2021 18:20

Mín reynsla af Coolshop er bara fín. Hef pantað tvisvar, og allt hefur staðist. Er akkurat að fara að leggja í pöntun á Webcam þar sem þær eru á mjög góðu verði hjá þeim.

Ég var svosem aldrei að spá í tímanum á sendingunni þar sem ég var ekki að panta með hraði, en so far, so good...
Síðast breytt af Hannesinn á Fim 01. Júl 2021 18:21, breytt samtals 1 sinni.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Dr3dinn » Fim 01. Júl 2021 18:24

Nokkrir rant þræðir á vaktinni til nú þegar.

Haft misgóða reynslu af þessu, en oft munar nógu miklu til að taka sjensinn sem smáhluti (mýs etc)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Klemmi » Fim 01. Júl 2021 18:34

Hef pantað 5 eða 6 sinnum frá þeim, og fagna fjölbreytninni sem fylgir þeim.

Barnavörur á miklu betra verði en finnst annars staðar, t.d. kerrupokar sem kosta 20þús í NineKids kosta 13þús hjá Coolshop, og aðrir sem kosta 29þús hjá NineKids kosta 17þús hjá Coolshop.

Efast þó um að ég myndi panta mikilvæg raftæki þarna, þar sem ábyrðgarþjónustan virðist ekki vera neitt mögnuð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Júl 2021 19:50

Klemmi skrifaði:Barnavörur á miklu betra verði en finnst annars staðar,

Hversu krúttlegur ertu! :hjarta



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Lexxinn » Fim 01. Júl 2021 22:06

Getur vel verið að þetta hafi verið pirrandi en starfsfólkið á gólfinu hefur ekkert með netverslunina að gera. Verslunin í Kópavoginum er í raun bara útdeiling á pökkum sem koma til landsins og öll kaup, kvartanir og skil fara í gegnum heimasíðuna.
Til hvers ætlaðist þú í raun af starfsfólki í afgreiðslunni?

Á hverju eiga þau líka biðjast afsökunar? ekki mistök af hálfu starfsfólks á gólfinu í Kópavoginum.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Daz » Fim 01. Júl 2021 22:17

Keypt nokkra hluti, þar á meðal fyrir jólin síðustu. Alltaf fengið allt á uþb. þeim tíma sem er lofað, en þjónustustigið er ekki beint hátt. Gríðarlega góð verð!




Alfur
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Fös 14. Des 2018 03:17
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Alfur » Fim 01. Júl 2021 22:31

Lenti bókstaflega í þessu sama.

Starfsmaðurinn var í þokkabót í 20min að leita af hluta sendingarinnar og svo þegar ég benti á að það vantaði hinn hlutann var bara sagt "Ég veit ekkert, ég er bara að afhenda fyrir Coolshop"

Ég tók bara að mér að skrifa fínan póst til þeirra í Coolshop og sagði þeim að það er ekki séns að ég fari aðra ferð til að sækja hinn hlutan. Og þau sendu mér hinn hlutann í pósti frítt.

Pro tip. Alltaf senda tölvupóst með svona mál. Svona fyrirtæki eru miklu viðkvæmari fyrir öllu skriflegu heldur en í gegnum síman

Held ég panti engu að síðu aldrei aftur hjá þeim.


Fletch skrifaði:sælir,

keypti Logitech G923 stýri með shifter (bundle) í Coolshop,
https://www.coolshop.is/vara/logitech-g ... le/237X8B/

svosem ekki frásögu færandi nema ég fæ SMS um að þetta sé tilbúið til afhendingar, fer á staðinn en þá kemur í ljós að það vantar shifterinn (bara stýri og pedali í kassanum, væntanlega á shifter að koma í sér kassa).

(rant on)

Starfsfólkið á staðnum var vægast sagt óliðlegt og gat ekki verið meira sama, ypti bara öxlum fannst bara eðlilegt að senda mann fýluferð í Kópavoginn, ég gæti bara komið seinna að tjékka (fleiri fýluferðir?)

Sögðu að lokum að ég þyrfti bara tala við Coolshop, þau gætu ekkert gert. Báðust ekki afsökunar né buðu að láta vita ef þetta finnst og hljómuðu bara pirruð að ég vildi fá vöruna sem ég var búinn að borga fyrir og með SMS að hún væri tilbúin til afhendingar.

Prófaði líka að hringja í kids til að ath hvort þetta væri fundið en kemur bara símsvari og svarar ekki neinn

Búinn að vera í Coolshop chat'inu og senda þeim email, engin hjálp í þeim sofar, en sögðu allavega afsakið


tracking á vefsíðunni þeirra er líka utterly useless, tók 2 vikur að senda þetta hingað og allan tíman segir tracking no data available (og segir enn)

(rant off)

er þetta fyrirtæki eitthvað grín bara?



Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Fletch » Fim 01. Júl 2021 23:14

Lexxinn skrifaði:Getur vel verið að þetta hafi verið pirrandi en starfsfólkið á gólfinu hefur ekkert með netverslunina að gera. Verslunin í Kópavoginum er í raun bara útdeiling á pökkum sem koma til landsins og öll kaup, kvartanir og skil fara í gegnum heimasíðuna.
Til hvers ætlaðist þú í raun af starfsfólki í afgreiðslunni?

Á hverju eiga þau líka biðjast afsökunar? ekki mistök af hálfu starfsfólks á gólfinu í Kópavoginum.


Stóra málið er kannski ekki að það vantaði vöruna heldur viðmótið í starfsmanninum. Skil alveg að það verða mistök, og er þá ekki lágmark að biðjast afsökunar á mistökunum, fyrir hönd fyrirtækisins sem þú ert að vinna hjá?

Þér finnst kannski eðlilegt að svara viðskiptavin með pirring, og sýna enga viðleitni til að leysa málið? eða borga fyrir vöru og fá hana ekki afhenta?

Lágmarks viðleitni hefði t.d. verið að bjóðast til að sends sms/hringja þegar varan finnst, á ég bara að fara í von og óvon reglulega í Kids og sjá hvort varan sé fundin?

Finnst fátt meira pirrandi en svona (lack of) þjónustulund

Alfur skrifaði:Lenti bókstaflega í þessu sama.

Starfsmaðurinn var í þokkabót í 20min að leita af hluta sendingarinnar og svo þegar ég benti á að það vantaði hinn hlutann var bara sagt "Ég veit ekkert, ég er bara að afhenda fyrir Coolshop"

Ég tók bara að mér að skrifa fínan póst til þeirra í Coolshop og sagði þeim að það er ekki séns að ég fari aðra ferð til að sækja hinn hlutan. Og þau sendu mér hinn hlutann í pósti frítt.

Pro tip. Alltaf senda tölvupóst með svona mál. Svona fyrirtæki eru miklu viðkvæmari fyrir öllu skriflegu heldur en í gegnum síman

Held ég panti engu að síðu aldrei aftur hjá þeim.


já, ég er búinn að senda þeim póst, bíð eftir svari

Hlýtur að leysast. Skil alveg að það verða mistök og get fyrirgefið það en viðmótið í starfsmanninum var óboðlegt og það er það sem pirraði mig mest, þetta var heldur ekki unglingur í sinni fyrstu vinnu heldur fullorðinn einstaklingur (50+)


AMD Ryzen 7900X3D * Nvidia GTX 4090 * Asus ROG STRIX B650E-ITX * 32GB DDR5
LianLi * Seasonic Vertex1200w * Alienware 34" OLED AW3423DWF

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf daremo » Fös 02. Júl 2021 01:13

Hef pantað þaðan þrisvar.
Alltaf fengið það sem ég pantaði í góðu lagi en er sammála um starfsfólkið þarna í versluninni.
Grunar að það sé frekar lélegur mórall þarna og lág laun.

Skiljanlegt ef svo er. Ef einhver er á lágum launum vill ég að þau veiti mér lélega þjónustu.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2806
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 195
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf CendenZ » Fös 02. Júl 2021 08:56

Ég pantaði nú jólagjafir þarna í miðjan október, fékk afhent korter í jól og vantaði eina gjöfina. Fékk enga tilkynningu um að hún hefði verið uppseld eftir ég pantaði hana nú samt. Það var voða gaman að redda einni góðri gjöf 20 desember.....................



Skjámynd

MarsVolta
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 19:55
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf MarsVolta » Fös 02. Júl 2021 13:57

Fletch skrifaði:er þetta fyrirtæki eitthvað grín bara?


Heyrðu já, þetta fyrirtæki er algjör brandari. Ég pantaði hjól fyrir strákinn fyrir jól, fékk sms um að pakkinn væri kominn og fór því og sótti. Síðan kom í ljós að það vantaði einn kassann þegar heim var komið.

Ég hringdi nokkrum sinnum og sendi tölvupósta næstu vikurnar þar sem aldrei kom tilkynning að seinni pakkinn væri kominn. Fékk alltaf svörin :” þetta er í gámnum sem kemur eftir helgi”. Fékk þau svör 2-3 vikur í röð. Síðan eftir leiðinda pósta og enn fleiri símhringingar tók einn starfsmaðurinn sig til og leitaði betur af seinni kassanum. Hann kom sama dag eða daginn eftir fyrsta kassanum. Það var bara einhver sem skrifaði pöntunarnúmerið óskýrt á kassann..... Fleiri klukkutímar sem fóru í þennan brandara.

Ekki nóg með þetta þá var annað dekkið sprungið og stellið beyglað þegar þetta var opnað á jólunum.... Eftir nokkra pósta var mér loksins boðin endurgreiðsla. Þau vildu fá myndir af kössunum og hjólinum, basically að ég myndi sjá um að taka myndirnar fyrir tjóna claimið þeirra....Já, nei nei

Þeir eru með fín verð en ef þú lendir í veseni þá er það bara ekki þess virði. Ég mun ekki versla við þessa skítabúllu aftur




brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf brynjarbergs » Fös 02. Júl 2021 14:14

Það var einhver hérna á vaktinni sem talaði fyrir hönd Coolshop sem vörustjóri hjá fyrirtækinu - að mig minnir.
Spurning hvort að hann hafi lagt í að lesa allar reynslusögurnar hér...



Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf Fletch » Fös 02. Júl 2021 15:59

Þetta er leyst, hringdi í dag og svaraði mjög almennilegur strákur sem fór að leita að kassanum og fann hann

Fékk topp þjónustu núna, allt annað en þegar ég fór fyrst að sækja :happy


AMD Ryzen 7900X3D * Nvidia GTX 4090 * Asus ROG STRIX B650E-ITX * 32GB DDR5
LianLi * Seasonic Vertex1200w * Alienware 34" OLED AW3423DWF


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 02. Júl 2021 16:21

Fletch skrifaði:Þetta er leyst, hringdi í dag og svaraði mjög almennilegur strákur sem fór að leita að kassanum og fann hann

Fékk topp þjónustu núna, allt annað en þegar ég fór fyrst að sækja :happy



Bravó !

:happy


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Coolshop, reynsla?

Pósturaf russi » Lau 03. Júl 2021 00:59

Fletch skrifaði:Þetta er leyst, hringdi í dag og svaraði mjög almennilegur strákur sem fór að leita að kassanum og fann hann

Fékk topp þjónustu núna, allt annað en þegar ég fór fyrst að sækja :happy


Gott að heyra, hvet þig til senda hrós um hann til yfirmanna, fyrst að ástandið er svona mismunandi þarna, þá mögulega er þetta hvatning fyrir aðra að gera betur