Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2406
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 282
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf jonfr1900 » Mið 29. Sep 2021 21:06

Það er kominn fram ný tækni sem leyfir að farsíminn virki hvar sem er ef það eru ekki neinar landstöðvar nálægt. Þetta er gert með gervihnöttum í lágri sporbraut um Jörðu. Hvernig þetta virkar veit ég ekki og það er ekki gefið upp hvaða tíðni er notuð en ég get ímyndað mér að þetta þurfi að eiga við leyfisvandamál á þeim tíðnisviðum sem farsímar nota og eru allstaðar í mikilli notkun. Það kemur einnig ekki fram hvaða tækni er notuð en ég reikna með að þetta sé takmarkað við 2G mögulega. Kannski 4G?.

Lynk demos global satellite connection for ordinary phones and prepares for commercial launch



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf ZiRiuS » Mið 29. Sep 2021 21:36

Yay fleiri gervihnettir... Þarf ekkert leyfi að punga þessu upp í loftið?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf Sam » Mið 29. Sep 2021 21:42

Eina númerið sem mér dettur í hug að þyrfti að hringja í þar sem GSM netvork nær ekki, er 112




beggi83
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf beggi83 » Mið 29. Sep 2021 22:55

Sam skrifaði:Eina númerið sem mér dettur í hug að þyrfti að hringja í þar sem GSM netvork nær ekki, er 112


Þá velti ég því fyrir mér hvort Neyðarlínan geti fundið út staðsetningu hvaðan hringt er ef þetta er svona neyðarkall frá sjó og hver sec skipti máli?



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 319
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf oliuntitled » Mið 29. Sep 2021 23:08

beggi83 skrifaði:
Sam skrifaði:Eina númerið sem mér dettur í hug að þyrfti að hringja í þar sem GSM netvork nær ekki, er 112


Þá velti ég því fyrir mér hvort Neyðarlínan geti fundið út staðsetningu hvaðan hringt er ef þetta er svona neyðarkall frá sjó og hver sec skipti máli?


Þeir hjá neyðarlínunni hafa haft orð á því að í gamla daga þá voru björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar að leita að fólki sem hringdi í neyð en í dag eru þeir að sækja þau.
Neyðarnúmerin fá GPS upplýsingar frá snjalltækjum sem eru með slíkt skilst mér, enda er eðli neyðarnúmera frekar universal.

EDIT: Fann þetta, á von á því að kerfið hér virki á svipaðann máta - https://en.wikipedia.org/wiki/999_%28em ... 9#Location
Síðast breytt af oliuntitled á Mið 29. Sep 2021 23:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)

Pósturaf thrkll » Fim 30. Sep 2021 11:47

oliuntitled skrifaði:
beggi83 skrifaði:
Sam skrifaði:Eina númerið sem mér dettur í hug að þyrfti að hringja í þar sem GSM netvork nær ekki, er 112


Þá velti ég því fyrir mér hvort Neyðarlínan geti fundið út staðsetningu hvaðan hringt er ef þetta er svona neyðarkall frá sjó og hver sec skipti máli?


Þeir hjá neyðarlínunni hafa haft orð á því að í gamla daga þá voru björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar að leita að fólki sem hringdi í neyð en í dag eru þeir að sækja þau.
Neyðarnúmerin fá GPS upplýsingar frá snjalltækjum sem eru með slíkt skilst mér, enda er eðli neyðarnúmera frekar universal.

EDIT: Fann þetta, á von á því að kerfið hér virki á svipaðann máta - https://en.wikipedia.org/wiki/999_%28em ... 9#Location


Neyðarlínan á Íslandi fær AML (Advanced Mobile Location) sent með hverju mótteknu símtali úr nýlegum farsíma (eftir 2014-2018). Síminn sem er hringt úr sendir sjálfvirkt GPS punkt með skekkjumörkum sem fæst úr GPS búnaði símans. Mér skilst að þessi staðsetning sé að vísu oft og tíðum ekki upp á marga fiska. Það á væntanlega sérstaklega við í þéttbýli þar sem er verið að hringja innan úr steyptum húsum og skekkjumörkin geta innihaldið ansi mörg heimilisföng. Það kæmi mér ekki á óvart ef Neyðarlínan fái líka (lélegar) þríhyrningamælingar frá farsímamöstrum ef AML virkar ekki.

Hvað varðar leit viðbragðsaðila í óbyggðum/sjó, þá held ég að þetta sé ekkert úrslitaatriði. Ef einstaklingurinn er á annað borð með hlaðinn síma og í sambandi þá getur hann væntanlega lýst því hver staðsetning hans er nokkuð vel, með eða án AML.
Síðast breytt af thrkll á Mán 04. Okt 2021 15:49, breytt samtals 1 sinni.