Verðlag á ýmsu á Íslandi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5493
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Ótengdur

Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf appel » Fös 01. Okt 2021 22:14

Maður er að fá smá ælu upp í kok af því að fá "tilboð" eða "verðhugmyndir" frá íslenskum aðilum í hitt og þetta.

Tengist því að ég er aðeins að breyta litlu rými í íbúðinni hjá mér og er að fá allskonar hugmyndir hvað væri sniðugt að gera varðandi veggina, gólf og þvíumlíkt.

En allsstaðar fæ ég bara ógeðslega há verð, varla djók.

Var í gardínubúð í dag og spurði um verð fyrir 2 glugga, 220cm og 320cm... hún hamraði á lyklaborðinu inn allskonar kostnað og var byrjuð að þylja upp hundruðir þúsunda sem þetta kostaði mig, held 350 þúsund. Svo sé ég verð á gardínubrautinni, eitthvað um 1800 kr meterinn og 3000 kr meterinn af gardínunum, hvernig skýst verðið svona upp til tunglsins? Jú, saumaskapurinn, 90% af verðinu greinilega.

Svo vildi ég láta lagfæra einhver för á parketinu mínu (gegnheilar fiskibeinaflísar), einhver 1,2 meter að lengd. Það átti víst að kosta um 200 þús. Maður í 2 daga. Úff ef maður hefði þau laun. Og það bara vinnan, ekki efniskostnaður, og það þarf víst að pússa upp allt parketið fyrir kannski 600-700 þús. 1 milljón kall þar takk fyrir.

Sérsmíða 180 cm gler-dyragátt með hurð... um 700 þúsund.

2 pakkar af teppaflísum fyrir 8 fermetra, 100 þús (það ódýrasta)

Hljóðdempandi panelar fyrir 5 metra vegg, 270 þús.
Annarskonar veggpanelar, nærri 400 þús.


Maður er smá nöldrari já, en þessi verð eru bara doldið ga ga.

Segir manni doldið mikið.... afhverju það er svona mikið bara um að fólk máli innanhúss á Íslandi. Erlendis er miklu meira um flísar, veggpanela og þvíumlíkt, en þetta er fjandi dýrt á Íslandi.

Sendi fyrirspurn á einn aðila erlendis hvað verðið væri hjá þeim á veggpanilum, aðila sem er að selja til íslenskra verslana hér, þeir vildu ekki gefa mér upp verðið. Grunar að við séum illilega arðrænd hérna.
Síðast breytt af appel á Fös 01. Okt 2021 22:14, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1449
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Lexxinn » Lau 02. Okt 2021 00:34

Enda kaupir enginn þessa hluti á fullu verði á Íslandi nú til dags. Nánast allir með 25-35% afslátt í gegnum tengsl við svona verslanir, sérstaklega verslanir með málningu, gólfefni og svona panel stuff. Getur farið skoðað Skanva fyrir þessa gler-dyragátt, hafa oft verið miklu ódýrari en aðrir samkeppnisaðilar á Íslandi.
Ef þetta eru þessar hvítu-hálfgegnsæju gardínur sem allir eru með í stofu þá er hægt að fá þær saumaðar skv máli frá AliExpress, margir yfir sig sáttir með þær, passa bara velja vel reviewaðan seller.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 127
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Hrotti » Lau 02. Okt 2021 00:36

Hvað finnst þér sanngjarnt að borga sérhæfðum starfsmanni fyrir 2ja daga vinnu?

appel skrifaði:Svo vildi ég láta lagfæra einhver för á parketinu mínu (gegnheilar fiskibeinaflísar), einhver 1,2 meter að lengd. Það átti víst að kosta um 200 þús. Maður í 2 daga. Úff ef maður hefði þau laun.
Síðast breytt af Hrotti á Lau 02. Okt 2021 00:37, breytt samtals 1 sinni.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 68
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf peturthorra » Lau 02. Okt 2021 00:40

Hefuru aldrei farið til tannlæknis, bifreiðaverkstæði, klippingu (15mín, 5000kr)?
200 þús fyrir tveggja daga vinnu hjá fagaðla er nú bara normal.


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5493
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf appel » Lau 02. Okt 2021 00:51

Furðulegt að sjá svona varnir fyrir hárri verðlagningu.


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 127
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Hrotti » Lau 02. Okt 2021 01:12

appel skrifaði:Furðulegt að sjá svona varnir fyrir hárri verðlagningu.

Þetta er algerlega legit spurning.
Hvað finnst þér sanngjarnt að borga sérhæfðum starfsmanni fyrir 2ja daga vinnu?


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6300
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 442
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf worghal » Lau 02. Okt 2021 01:48

besta ráðið sem ég get gefið þér er að vingast við fagaðila :lol:
skipti um ofna í íbúðinni nýlega og kostaði mig lítið sem ekkert þar sem vinur minn er pípari og þegar ég flutti inn þurfti ég að skipta út öllum rafmagnsdósum (sem voru utanáliggjandi með enga jörð) í allri íbúðinni og bora dósir í veggina til að innfella þær og félagi minn sem er rafvirki reddaði mér á spott prís :D
það er gotta að eiga góða vini :)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf vesley » Lau 02. Okt 2021 07:41

appel skrifaði:Furðulegt að sjá svona varnir fyrir hárri verðlagningu.


Furðulegt? Örugglega enginn iðnaðarmaður selur sig ódýrara en 10.000kr per tímann, og ætti enginn að selja sig ódýrara en það.
Muna þarf að þessi 200 þús kall sem hann sagði þér er með VSK, þarf að duga fyrir uppihaldi á verkfærum, farartæki til að koma öllu á milli staðar, vinnufatnaði og það sem eftir er hefur aðilinn í laun. Og rétt vona ég að þeir iðnaðarmenn sem starfa sjálfstætt séu flestir með í kringum milljón eða uppúr í tekjur.

Sálfræðingur er 18-20 þús per tímann. Lögfræðingar 25 þús og uppúr. Maður borgar 20 þús fyrir hálftíma hjá tannlækni. Af hverju á þá iðnaðarmaður að vinna fyrir lítið?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Viktor » Lau 02. Okt 2021 08:48

Það er svakalegt hvað skattar og gjöld eru há á Íslandi, sem er aðalástæðan fyrir þessum háu verðum.

Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað

Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 kr. á tímann

Svo þarf að borga fyrir bíl, verkfæri og efni ofl. Er enginn sérfræðingur í þessu og þetta eru kannski ekki hárnákvæmar tölur, en þetta gefur einhverja hugmynd um hvernig það er að vera iðnaðarmaður án þess að vinna svart.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Tengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Dúlli » Lau 02. Okt 2021 10:14

Hrotti skrifaði:Hvað finnst þér sanngjarnt að borga sérhæfðum starfsmanni fyrir 2ja daga vinnu?

appel skrifaði:Svo vildi ég láta lagfæra einhver för á parketinu mínu (gegnheilar fiskibeinaflísar), einhver 1,2 meter að lengd. Það átti víst að kosta um 200 þús. Maður í 2 daga. Úff ef maður hefði þau laun.


Mátt endilega koma með svar, finnst áhugavert hvað þú metur iðnaðarmenn lítið.

Við hvað vinnur þú ? lögfræðingur ? forritari ? þar sem klst verðið er 20þ og upp úr. Getur svosem bara hent þér í skóla og lært fagið.

Finnst alltaf sorglegt að sjá þegar menn ráðast á iðnaðarmenn sem vilja fá sæmileg og þurfi ekki að vinna lengur 12+ klst daga.

Mæli líka með að kynna þér kostnaðinn sýnist þú ekki skilja muninn á tímakaupi vs útseldri vinnu, skattar og gjöld er mjög stór hluti af þessu verði og síðan tækjabúnaður og ýmislegt annað.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1449
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Lexxinn » Lau 02. Okt 2021 10:49

Sallarólegur skrifaði:Það er svakalegt hvað skattar og gjöld eru há á Íslandi, sem er aðalástæðan fyrir þessum háu verðum.

Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað

Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 kr. á tímann

Svo þarf að borga fyrir bíl, verkfæri og efni ofl. Er enginn sérfræðingur í þessu og þetta eru kannski ekki hárnákvæmar tölur, en þetta gefur einhverja hugmynd um hvernig það er að vera iðnaðarmaður án þess að vinna svart.


Má nú ekki fara færa eitthvað af þessum blessaða tekjuskatti yfir á helvítis útgerðirnar?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 702
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 163
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf JReykdal » Lau 02. Okt 2021 11:20

Lexxinn skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er svakalegt hvað skattar og gjöld eru há á Íslandi, sem er aðalástæðan fyrir þessum háu verðum.

Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað

Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 kr. á tímann

Svo þarf að borga fyrir bíl, verkfæri og efni ofl. Er enginn sérfræðingur í þessu og þetta eru kannski ekki hárnákvæmar tölur, en þetta gefur einhverja hugmynd um hvernig það er að vera iðnaðarmaður án þess að vinna svart.


Má nú ekki fara færa eitthvað af þessum blessaða tekjuskatti yfir á helvítis útgerðirnar?


Nei það má ekki. Amk. samkvæmt sjöllum.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf DaRKSTaR » Lau 02. Okt 2021 12:05

bara gera þetta sjálfur, allt á youtube.

en já þú ert svoldið seinn í partíið, í byrjun síðasta árs var þetta efni á þokkalegu verði, en útaf eftirspurn og hærri flutningsgjöldum hefur þetta allt rokið upp.. t.d timbur búið að hækka um ca 80% á milli ára, þannig satt að segja hefur aldrei verið dýrara en einmitt í dag að fara í framkvæmdir sama hvað það er því allt er á topp verði.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Graven
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 47
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Graven » Lau 02. Okt 2021 12:21

appel er núna að naga sig í handarbakið yfir að hafa ekki kosið sósíalistaflokkinn.


Have never lost an argument. Fact.


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf njordur9000 » Lau 02. Okt 2021 12:25

Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað


Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 7150 kr. á tímann


Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.

Eftir vask eru þetta 10.000kr á tímann. Það sinnum 168 tímar á mánuði gera 1.680.000 úr að spila á mánuði. M.v. 4% lífeyrissjóð, 4% séreign, 10% mótframlag, 7% í tryggingagjald er skattstofninn 1.300.000kr á mánuði og gera 450.000kr í staðgreiðslu eða 850.000kr eftir skatt. Það má draga eitthvað af þessu til að vega á móti frídögum en það er alveg ljóst að enginn þarf að vorkenna manni með 12.250kr á tímann jafnvel þótt eitthvað eigi eftir að telja.

En auðvitað kemur á móti að fæstir sjálfstætt starfandi ná að rukka 168 tíma á mánuði svo þessar tölur eru verulega hærri en rauntekjur í flestum tilfellum.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5493
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf appel » Lau 02. Okt 2021 13:29

Launatengd gjöld, og há laun á Ísland er alveg umræðuefni.
Ef launin eru orðin þannig að maður getur ekki fengið mann í einn dag því manni ofbýður, þá er eitthvað að.

En mikið af þessum vörum sem ég er að skoða eru innfluttar, og verðið er svimandi hátt á fermeterinn. Þannig að íslenskur launakostnaður skýrir það ekki, nema auðvitað álagning verslana hér vegna innlends launakostnaðar og vegna yfirbyggingar hérlendis.


*-*


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf dadik » Lau 02. Okt 2021 13:50

Voðalegt tuð er þetta. Þetta er svona first world problem. Ég vil láta sérsmíða hjá mér hluti í húsnæðið og tími ekki að borga fyrir þetta.

Spurning um að kíkja í IKEA ef þetta er of dýrt?


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1449
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Lexxinn » Lau 02. Okt 2021 13:51

njordur9000 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað


Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 7150 kr. á tímann


Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.


Mótframlag, tryggingagjald og lífeyrissjóður er alltaf greitt aukalega af vinnuveitanda. Samanber: https://payday.is/is/reiknivel



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1449
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Lexxinn » Lau 02. Okt 2021 13:53

appel skrifaði:Launatengd gjöld, og há laun á Ísland er alveg umræðuefni.
Ef launin eru orðin þannig að maður getur ekki fengið mann í einn dag því manni ofbýður, þá er eitthvað að.

En mikið af þessum vörum sem ég er að skoða eru innfluttar, og verðið er svimandi hátt á fermeterinn. Þannig að íslenskur launakostnaður skýrir það ekki, nema auðvitað álagning verslana hér vegna innlends launakostnaðar og vegna yfirbyggingar hérlendis.


Verslanir í þessum bransa á Íslandi samanber Birgisson, Parki, Harðviðarval og fleir verslanir smyrja töluvert meira ofan á en framleiðandinn sjálfur. Það er eitthver FB groupa þar sem fólk er að fara til Póllands og kaupa í gáma til að spara sér frá þessum Íslensku verslunum. Minnir hún heitir Kaupfélagið Pólland.




njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf njordur9000 » Lau 02. Okt 2021 14:26

Lexxinn skrifaði:
njordur9000 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað


Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 7150 kr. á tímann


Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.


Mótframlag, tryggingagjald og lífeyrissjóður er alltaf greitt aukalega af vinnuveitanda. Samanber: https://payday.is/is/reiknivel


Mótframlag og tryggingagjald er greitt aukalega af vinnuveitanda. "Mót"framlagið kemur á móti 4% lífeyrissjóðsgreiðslu, og mögulega 2-4% séreignagreiðslu, sem launþegi borgar sjálfur en telst þó ekki til skattstofns.

Ef þú vilt bera saman nafnlaun launamanns og tekjur sjálfstætt starfandi verktaka verðurðu þess vegna að draga mótframlagið og tryggingagjaldið frá en annað ætti að vera inni.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Tengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Dúlli » Lau 02. Okt 2021 14:45

njordur9000 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað


Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 7150 kr. á tímann


Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.

Eftir vask eru þetta 10.000kr á tímann. Það sinnum 168 tímar á mánuði gera 1.680.000 úr að spila á mánuði. M.v. 4% lífeyrissjóð, 4% séreign, 10% mótframlag, 7% í tryggingagjald er skattstofninn 1.300.000kr á mánuði og gera 450.000kr í staðgreiðslu eða 850.000kr eftir skatt. Það má draga eitthvað af þessu til að vega á móti frídögum en það er alveg ljóst að enginn þarf að vorkenna manni með 12.250kr á tímann jafnvel þótt eitthvað eigi eftir að telja.

En auðvitað kemur á móti að fæstir sjálfstætt starfandi ná að rukka 168 tíma á mánuði svo þessar tölur eru verulega hærri en rauntekjur í flestum tilfellum.


Gaman að sjá að þér finnst verkfæri, bílar og rekstrakostnaður vega ekkert í þessu.


Hrotti skrifaði:
appel skrifaði:Furðulegt að sjá svona varnir fyrir hárri verðlagningu.

Þetta er algerlega legit spurning.
Hvað finnst þér sanngjarnt að borga sérhæfðum starfsmanni fyrir 2ja daga vinnu?


Er en að bíða eftir svari frá þér hvað þér finnst eðilegt að greiða iðnaðarmanni í útseldri vinnu ? eða getur þú bara ekki svarað þessu.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 02. Okt 2021 14:51

Marg borgar sig að gera verðsamanburð, skiptir í raun ekki máli hvaða þjónusta það er.Þótt maður skilji að fólk vilji fá borgað sómasamleg laun þá vill maður ekki borga Premium gjald nema það sé virkilega þess virði.

Ég þarf að skipta út 2 STK HDD sem ég treysti ekki lengur vegna aldurs og var að skoða WD Blue 4 TB og hann kostar hérna heima 24.995.
Get fengið 2 stk sent til mín með öllum gjöldum á 29.400 kr frá Amazon. Personulega líður mér betur með auka 20.000 kr á milli handanna.
Ég gat allavegana ekki reiknað út að þjónustan við að versla af íslensku fyrirtæki sé 20.000 kr virði í þessu tilfelli, þá eðlilega fer ég að skoða aðra möguleika í stöðunni.

Allt í góðu að blása út annað slagið :megasmile
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 02. Okt 2021 14:52, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf ZiRiuS » Lau 02. Okt 2021 14:58

"Ef þú ert puttaður nógu oft í ********* venst það á endanum" er klárlega mottó ansi margra hérna á Vaktinni :fly
Síðast breytt af ZiRiuS á Lau 02. Okt 2021 14:58, breytt samtals 1 sinni.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf njordur9000 » Lau 02. Okt 2021 15:05

Dúlli skrifaði:
njordur9000 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað


Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga

= 3.750 7150 kr. á tímann


Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.

Eftir vask eru þetta 10.000kr á tímann. Það sinnum 168 tímar á mánuði gera 1.680.000 úr að spila á mánuði. M.v. 4% lífeyrissjóð, 4% séreign, 10% mótframlag, 7% í tryggingagjald er skattstofninn 1.300.000kr á mánuði og gera 450.000kr í staðgreiðslu eða 850.000kr eftir skatt. Það má draga eitthvað af þessu til að vega á móti frídögum en það er alveg ljóst að enginn þarf að vorkenna manni með 12.250kr á tímann jafnvel þótt eitthvað eigi eftir að telja.

En auðvitað kemur á móti að fæstir sjálfstætt starfandi ná að rukka 168 tíma á mánuði svo þessar tölur eru verulega hærri en rauntekjur í flestum tilfellum.


Gaman að sjá að þér finnst verkfæri, bílar og rekstrakostnaður vega ekkert í þessu.


Flestir launamenn eiga bíla en geta ekki afskrifað akstur sem rekstrarkostnað fyrir skattaafslátt. Auðvitað fylgir kostnaður þessu öllu en ég get lofað þér því að það eru ekki bílar og verkfæri sem útskýra þessi verð fyrir langstærstan meirhluta sjálfstætt starfandi iðnaðarmanna.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi

Pósturaf njordur9000 » Lau 02. Okt 2021 15:08

Hjaltiatla skrifaði:Marg borgar sig að gera verðsamanburð, skiptir í raun ekki máli hvaða þjónusta það er.Þótt maður skilji að fólk vilji fá borgað sómasamleg laun þá vill maður ekki borga Premium gjald nema það sé virkilega þess virði.

Ég þarf að skipta út 2 STK HDD sem ég treysti ekki lengur vegna aldurs og var að skoða WD Blue 4 TB og hann kostar hérna heima 24.995.
Get fengið 2 stk sent til mín með öllum gjöldum á 29.400 kr frá Amazon. Personulega líður mér betur með auka 20.000 kr á milli handanna.
Ég gat allavegana ekki reiknað út að þjónustan við að versla af íslensku fyrirtæki sé 20.000 kr virði í þessu tilfelli, þá eðlilega fer ég að skoða aðra möguleika í stöðunni.

Allt í góðu að blása út annað slagið :megasmile


Sjálfur er ég því sem næst hættur að líta á verðin hjá innlendum verslunum og versla bara á Amazon eða Overclockers. Ég vildi gjarnan styðja þær en að borga 20-50%+ ofan á það sem varan með hraðsendingu frá annarri heimsálfu heim að dyrum myndi kosta með öllum gjöldum er einfaldlega galið.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512