Síða 2 af 5

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 13. Okt 2021 19:44
af rapport
Held að ég sé fanatic.

Helmingurinn af playlistanum mínum s.s. sem ég hluta á á meðan ég er að vinna er í dag kóresk lög úr þáttum eða annað asískst... lol

En ég fór líka í tokyo treat pakkann fyrir covid, að fá sent nammi frá japan. (fattaði svo Istanbul markaðinn á Grensásveginum og Súpermarkaðinn í Álfheimum)

P.s. það er hægt að kaupa Soju (kóreska áfengið sem er drukkið íöllum þáttum á kore.is, Kringlunni og mathöll útá Granda)
















Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 13. Okt 2021 21:56
af appel
Held að það sé ákveðin gullöld í gangi hvað kóreskt "pop culture" varðar. Í raun veit maður ekki hvar þetta gæti endað, sérstaklega ekki ef fólk alþjóðlega fer að horfa á meira af svona kdrama. Ég gæti alveg ímyndað mér að kóreskar þáttaraðir gæti orðið mjög útbreiddar og vinsælar, við hlið enskumælandi efnis, og það þyki ekkert tiltökumál að horfa á svona til jafns kóreskt efni og enskt/amerískt efni.

Það er ekki að ástæðulausu að það er búið að gera það að dauðasök að horfa á efni frá s-kóreu í Norður Kóreu. Þessi pop culture er of yfirþyrmandi mikið propaganda fyrir suður kóreu í augum norður kóreubúa. Þú sem norður kóreubúi ert að sjá eitthvað sem þú sérð bara í einhverjum draumum. Norður kórea á ekki til neitt svar við þessu, nema jú taka þig af lífi fyrir að hafa séð þetta.



Þáttaraðir eru vinsælar alþjóðlega, einsog Squid Games.
Kvikmyndir einsog Parasite vinna óskarsverðlaunin.
Hljómsveitir einsog strákabandið BTS, og önnur tónlist, vinsæl alþjóðlega (þið hafið líklega hlustað á BTS lög án þess að vita það).
Tónlistakona og leikari einsog IU er svona jafn stór í asíu og Michael Jackson var kannski upp á sitt besta á vesturlöndum.


Vesturlönd hafa misst menningu sína niður í ruslið finnst mér.
Endurgerðir ofan á endurgerð í kvikmyndaheiminum, allt snýst annaðhvort um ofurhetjur eða eitthvað endurgerðarrusl.
Algjörlega óáhugaverðar þáttaraðir, allt svo dimmt, ofbeldisfullt, sálarlaust.
Algjör pólitískur rétttrúnaður og WOKE í gangi í allri framleiðslu. Núna á víst að cancella Dave Chapello á Netflix útaf einhverjum bröndurum.
Það eru engin bönd í gangi í tónlist í dag, þetta snýst allt um næstu Taylor Swift, næsta Justin Bieber, etc. Eða þá að einhverjir gamlingjar eru troða upp á tónleikum, einsog Rolling Stones og svona. Bítlarnir enn í umræðunni víst. Vesturlandabúar lifa of mikið í einhverri fortíðarþrá.
Allar stórstjörnur á vesturlöndum keppast einsog rjúpan við staurin að sjálfsdá sig og monta sig af sínu woke-nessi, sést greinilega á öllum svona tónlistahátíðum eða kvikmyndahátíðum. Var ekki golden globe cancellað?


Það er allt annar taktur í gangi í S-Kóreu hvað þetta varðar.
- Originality er lykilatriði
- Allir listamenn (leikarar og tónlistamenn) ganga í gegnum ákveðinn "idol skóla", læra þessa list, performance, og svona. Enda eru rosa margir leikarar í Kdrama sem koma úr einskonar KPop böndum.
- Alltaf nýr og glæsilegur talent að koma fram
- Stórstjörnur tjá sig aldrei um pólitík, bara koma fram, performa, gera aðdáendum sínum til geðs, og styðja við góðgerðarmál.


Ég er allavega alveg búinn að kúpla mig útúr þessu vestræna bulli. Hlusta bara á kóreska tónlist (og eitthvað smá frá kína og japan) og svo bara kdrama og eitthvað smá frá kína og japan. Það er frelsandi að geta cancellað þessum cancel culture sem hefur grasserast á vesturlöndum. Asía er óhrædd við að segja brandara, vera klúrt og móðgandi, að sýna stereótýpur og skondnar aðstæður kynja og þvíumlíkt. Slíkt er búið að banna á vesturlöndum.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fim 28. Okt 2021 19:51
af appel
Kláraði þessa seríu síðustu helgi. Hún er alveg allsvakaleg. Eiginlega meistaraverk finnst mér. Vissulega umdeilanleg, en hvaða alvöru list er ekki umdeilanleg?
Ég á eftir að horfa á þessa seríu margoft.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 29. Okt 2021 13:48
af falcon1
Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.

Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti. :D

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Lau 30. Okt 2021 19:25
af rapport
falcon1 skrifaði:Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.

Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti. :D


Hef aldrei fílað zombies nema einn, sem var notaður sem hálfgert comic relief í Korean Oddisey en var líka með söguþráð út af fyrir sig.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Lau 30. Okt 2021 19:31
af appel
Kingdom serían er alvöru zombies sería :) svo auðvitað Train to Busan. Þetta er í raun fyrsta kóreska efnið sem ég horfði á, Train to Busan og svo Kingdom. Zombíarnir drógu mig doldið inn í þetta :)
Kórea búin að mastera hvernig á að gera zombie myndir/þætti.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Lau 30. Okt 2021 19:37
af appel
falcon1 skrifaði:Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.

Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti. :D


Fannst hún alveg ágæt. Ekki brilliant, en ágætis skemmtun. Þetta er meira svona skrímsla-sería frekar en zombies, doldið í ætt við Resident Evil.

Skemmtileg leikkonan í Sweet Home, Lee Si Young, hún er á fullu að gera tik tok vídjó og er algjör húmoristi.
sjá samansafn: https://www.youtube.com/watch?v=rrl7XqYBFRw&t=103s

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Sun 19. Des 2021 13:57
af rapport
Var að klára StartUp á Netflix, smá grunn sería en fín til hámhorfs en þarna sárvantaði tölvugúrú til að vinna með handritshöfundunum.

p.s. margir sem hafa hlustað á ráðleggingar og horft á My Mister, hafa hrósað seríunni og fundist hún gera eitthvað fyrir sig. Mæli með henni fyrir fólk sem hefur þol og jafnvel ánægju af sjónvarpsefni sem er örlítið öðruvísi.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 05. Des 2022 19:51
af rapport
Úff.. er að horfa á My Name á Netflix... harðasta, mest brutal Kóreska sería sem ég hef séð, mikill Japanskur fílingur yfir henni.

En fyrir þá sem horfðu á Squid Game, þá er Alice in Borderland harkalegra Japanskt + nýtt season væntanlegt 22.des

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 05. Des 2022 20:30
af appel
Svona það besta sem ég hef séð á árinu er bæði kóreskt og kínverskt.

Mæli með Alchemy of Souls á netflix.
Þetta er fantasí sería með mikið um bardaga, plott og þvíumlíkt. Virkilega flott og vönduð sería. Með þeim vinsælustu á netflix alþjóðlega, líklega sú kóreska sería sem kemst næst squid game í vinsældum.
Season 1 lauk í haust, en season 2 byrjar núna eftir nokkra daga.



Kínverska serían Love Between Fairy and Devil er búin að slá í gegn, svokölluð xianxia sería, sem er fantasía með guðum og töfrum og hvaðeina. Er minnir mig líka á netflix.

(muna að kveikja á subtitles þarna á youtube)

Eitthvað til að glápa á yfir jólin :)

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 20. Feb 2023 20:28
af appel
Einhver áhugi fyrir svona hlutum hérna?

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 20. Feb 2023 21:10
af falcon1
Var að klára "All of Us Are Dead" zombie þáttaröð. :D Fannst það bara nokkuð gott.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 20. Feb 2023 21:21
af appel
Mæli sterklega með:
https://www.netflix.com/is/title/81357268
Flower of Evil

Þetta er vaaangefið þrumuspennandi þáttaröð þar sem þú situr á sætisbrúninni alla þættina með kökk í hálsinum.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mán 20. Feb 2023 22:14
af falcon1
appel skrifaði:Mæli sterklega með:
https://www.netflix.com/is/title/81357268
Flower of Evil

Þetta er vaaangefið þrumuspennandi þáttaröð þar sem þú situr á sætisbrúninni alla þættina með kökk í hálsinum.

Kíki á það :D

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 08:37
af Jón Ragnar
Physical 100 eru ansi skemmtilegir líka :)

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 11:01
af appel
Mæli líka með Mr. Queen, alveg kostuleg sería, fyrir þá sem vilja horfa á drama/kómedíu.

Hún fjallar um karlkyns kokk (womanizer) í forsetahöllinni í S-Kóreu sem lendir í slysi og vaknar upp í líkama prinsessu fyrir 200 árum síðan og verður að drottningu. Hvernig fótar hann sig í þessum nýja líkama og hlutverki? Hann ákveður að hafa gaman af þessu...

https://www.netflix.com/is/title/81422314

Mynd

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 13:26
af vatr9
Sammála með Mr. Queen. Langt síðan sería náði svona undir skinnið á manni.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 15:22
af appel
Eitt doldið fyndið sem ég hef tekið eftir síðan ég byrjaði að horfa á kóreskar þáttaraðir, og það er að lestrarhraðinn hjá mér hefur aukist nokkuð.
Það var smá ströggl að ná að lesa subtitles textann til að byrja með, og maður þurfti oft að spóla til baka til að ná að lesa, enda er talhraðinn og magn dialogga miklu miklu miklu meiri heldur en í amerísku efni þar sem leikarar hafa oft bara 20 línur af texta (enda búið að dumba allt niður).
Í einni senu gætu kóreskir leikarar verið með meiri dialog heldur en í heilli amerískri kvikmynd. Mjög skondið að bera þetta saman.

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 20:37
af rapport
Ég er í Mr. Queen eftir að hafa fengið hint frá samstarfsfélaga, stefnir í gott gláp :-)

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Mið 22. Feb 2023 21:05
af appel
Önnur frábær drama/kómedía af kóreskum hætti er Strong Woman Do Bong Soon (alternative title: "Strong Girl Do Bong Soon").
Þetta er ein af þessum "legendary" kóreskum þáttaröðum, ein af þessum topp 10 sem ég myndi nefna sem "must watch".

Hún segir frá ungri konu sem er gædd ofurkröftum, er sterk, ofsalega sterk, og þrátt fyrir að vera agnarsmátt sakleysislegt krútt þá mega harðir glæpamenn passa sig á að hitta hana aldrei ef þeim er annt um heilsu sína.
Forstjóri tölvuleikjafyrirtækis sem þarf að þola líflátshótanir verður vitni af kröftum hennar af þessu og ræður hana sem lífvörð sinn.

Minnir mig doldið á kvenkynsútgáfuna af Steina Sterka, sem er úr franskri teiknimyndabók frá gamalli tíð.

https://www.netflix.com/sg/title/80198001

Mynd

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 24. Feb 2023 08:20
af Plushy
https://www.imdb.com/title/tt6461346/

Þessi þættir eru geggjaðir

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 24. Feb 2023 18:41
af falcon1
Plushy skrifaði:https://www.imdb.com/title/tt6461346/

Þessi þættir eru geggjaðir

Algjörlega. Mjög góðir þættir. :D

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 24. Feb 2023 21:13
af rapport
falcon1 skrifaði:
Plushy skrifaði:https://www.imdb.com/title/tt6461346/

Þessi þættir eru geggjaðir

Algjörlega. Mjög góðir þættir. :D

Hvar er hægt að sjá þá?

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 24. Feb 2023 21:48
af falcon1
rapport skrifaði:Hvar er hægt að sjá þá?

Netflix :)

Re: Squid Games og kdrama?

Sent: Fös 24. Feb 2023 22:34
af appel
Hef horft á Stranger, þeir eru fínir. Svona thriller/rannsóknar.

Það eru fullt af seríum á viki.com, en sárafáir eru með áskrift þar, þó mikið sé ókeypis að horfa á (með fullt af auglýsingum).
Þessvegna mæli ég með seríum á netflix því flestir eru með aðgang þar.

Svo nota menn aðra síðu en imdb.com til að fletta upp asískum þáttaröðum. Ég nota eingöngu https://mydramalist.com


Ef menn fílar meira svona action/thriller þá mæli ég mjög með:

Vagabond
https://www.netflix.com/is/title/81095101
Mynd


Designated Survivor: 60 Days
https://www.netflix.com/is/title/81072109
Mynd