Sala á Gagnaveitunni

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Climbatiz » Þri 02. Nóv 2021 18:02

„Sem og fyrr leggj­um við í Sjálf­stæðis­flokkn­um til aðhalds- og hagræðing­araðgerðir í rekstri. Við mun­um leggja til sölu á 49% hlut borg­ar­inn­ar í Gagna­veit­unni og sölu á Mal­bik­un­ar­stöðinni Höfða. .“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... milljarda/

fyrst það er í lagi að selja Mílu þá hlýtur að vera í lagi að selja Gagnaveituna líka


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

Onyth
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Lau 10. Okt 2015 20:33
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Onyth » Þri 02. Nóv 2021 18:23

Afhverju að berast fyrir því að einkavæði tvö fyrirtæki(gr, mílu) sem sjá nánast öllu landinu fyrir netþjónustu? Má þetta ekki bara vera ríkisrekið til að tryggja öruggan rekstur osfr?

Spyr uppá forvitnissakir. Veit ekkert um þetta.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf appel » Þri 02. Nóv 2021 19:01

Það á ekki eftir að fást mikið fyrir Gagnaveituna ef Reykjavíkurborgar gætir ekki að sér fjárhagslega og lendir í einhverskonar öngstræti þannig að það þarf (eða neyðist) til að selja eignir frá sér á brunaútsölu.

Frekar selja þetta núna og fá 40-50 milljarða (eða hvaðsem það er) fyrir þetta og borga niður skuldirnar.

Sama gat gerst með Orkuveituna, hún lenti nú aldeilis í því í kjölfar bankahrunsins, þar var aldeilis búið að spenna bogann og skuldsetja fyrirtækið (í boði nær sömu aðila og stjórna Rvk nú í dag). OR hefði alveg getað lent á brunaútsölu og verið selt úr landi á brotabrotavirðinu sem það er í dag.

Við getum alveg rætt um hvað er skynsamlegt að skulda og hvort Reykjavík ráði við þetta, blaðrar um eigur og hvaðeina, en það er ljóst að þetta stærsta sveitafélag landsins skuldar margfalt miðað við önnur sveitarfélög miðað við haus, og skuldahlutfallið miðað við tekjur er það hæsta, líklega komið vel yfir 200% þegar það er lögbundið hámark 150%.

Mér finnst þetta mikið háskaspil hjá þeim, og þeir hafa doldið misst sjónar á hlutverki sínu finnst mér, að reka sveitarfélag innan skynsamlegra marka.

Ein kreppa til viðbótar og öll plönin ganga ekki upp og sem það gengur upp á pappírum í dag verður ómögulegt reikningsdæmi ef eitthvað ruggar bátnum.

Ég er ekki að tala fyrir sölu á GR, en það verður að hafa þetta í huga að aðstæðurnar gætu hvortsemer nauðbeygt Reykjavík til að selja bara til að eiga fyrir næstu greiðslu bankaláns.
Síðast breytt af appel á Þri 02. Nóv 2021 19:03, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf brain » Þri 02. Nóv 2021 19:33

Climbatiz skrifaði:„Sem og fyrr leggj­um við í Sjálf­stæðis­flokkn­um til aðhalds- og hagræðing­araðgerðir í rekstri. Við mun­um leggja til sölu á 49% hlut borg­ar­inn­ar í Gagna­veit­unni og sölu á Mal­bik­un­ar­stöðinni Höfða. .“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... milljarda/

fyrst það er í lagi að selja Mílu þá hlýtur að vera í lagi að selja Gagnaveituna líka



Var það ekki 49 % í gagnaveituni...borgin þá enn með meirihluta.




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf HringduEgill » Þri 02. Nóv 2021 23:08

appel skrifaði:Það á ekki eftir að fást mikið fyrir Gagnaveituna ef Reykjavíkurborgar gætir ekki að sér fjárhagslega og lendir í einhverskonar öngstræti þannig að það þarf (eða neyðist) til að selja eignir frá sér á brunaútsölu.

Frekar selja þetta núna og fá 40-50 milljarða (eða hvaðsem það er) fyrir þetta og borga niður skuldirnar.

Sama gat gerst með Orkuveituna, hún lenti nú aldeilis í því í kjölfar bankahrunsins, þar var aldeilis búið að spenna bogann og skuldsetja fyrirtækið (í boði nær sömu aðila og stjórna Rvk nú í dag). OR hefði alveg getað lent á brunaútsölu og verið selt úr landi á brotabrotavirðinu sem það er í dag.

Við getum alveg rætt um hvað er skynsamlegt að skulda og hvort Reykjavík ráði við þetta, blaðrar um eigur og hvaðeina, en það er ljóst að þetta stærsta sveitafélag landsins skuldar margfalt miðað við önnur sveitarfélög miðað við haus, og skuldahlutfallið miðað við tekjur er það hæsta, líklega komið vel yfir 200% þegar það er lögbundið hámark 150%.

Mér finnst þetta mikið háskaspil hjá þeim, og þeir hafa doldið misst sjónar á hlutverki sínu finnst mér, að reka sveitarfélag innan skynsamlegra marka.

Ein kreppa til viðbótar og öll plönin ganga ekki upp og sem það gengur upp á pappírum í dag verður ómögulegt reikningsdæmi ef eitthvað ruggar bátnum.

Ég er ekki að tala fyrir sölu á GR, en það verður að hafa þetta í huga að aðstæðurnar gætu hvortsemer nauðbeygt Reykjavík til að selja bara til að eiga fyrir næstu greiðslu bankaláns.


https://kjarninn.is/frettir/2020-10-22- ... reykjavik/

"Skuldir borg­ar­sjóðs Reykja­vík­ur­borgar á hvern íbúa nema um 856 þús­und krón­um, sem er lægra en hjá öllum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þrátt fyrir það er þjón­ustu­stigið í Reykja­vík næst­mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á eftir A-hluta Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar, ef gert er ráð fyrir að það end­ur­speglist í rekstr­ar­kostn­aði á hvern íbúa."



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf appel » Þri 02. Nóv 2021 23:53

HringduEgill skrifaði:
appel skrifaði:Það á ekki eftir að fást mikið fyrir Gagnaveituna ef Reykjavíkurborgar gætir ekki að sér fjárhagslega og lendir í einhverskonar öngstræti þannig að það þarf (eða neyðist) til að selja eignir frá sér á brunaútsölu.

Frekar selja þetta núna og fá 40-50 milljarða (eða hvaðsem það er) fyrir þetta og borga niður skuldirnar.

Sama gat gerst með Orkuveituna, hún lenti nú aldeilis í því í kjölfar bankahrunsins, þar var aldeilis búið að spenna bogann og skuldsetja fyrirtækið (í boði nær sömu aðila og stjórna Rvk nú í dag). OR hefði alveg getað lent á brunaútsölu og verið selt úr landi á brotabrotavirðinu sem það er í dag.

Við getum alveg rætt um hvað er skynsamlegt að skulda og hvort Reykjavík ráði við þetta, blaðrar um eigur og hvaðeina, en það er ljóst að þetta stærsta sveitafélag landsins skuldar margfalt miðað við önnur sveitarfélög miðað við haus, og skuldahlutfallið miðað við tekjur er það hæsta, líklega komið vel yfir 200% þegar það er lögbundið hámark 150%.

Mér finnst þetta mikið háskaspil hjá þeim, og þeir hafa doldið misst sjónar á hlutverki sínu finnst mér, að reka sveitarfélag innan skynsamlegra marka.

Ein kreppa til viðbótar og öll plönin ganga ekki upp og sem það gengur upp á pappírum í dag verður ómögulegt reikningsdæmi ef eitthvað ruggar bátnum.

Ég er ekki að tala fyrir sölu á GR, en það verður að hafa þetta í huga að aðstæðurnar gætu hvortsemer nauðbeygt Reykjavík til að selja bara til að eiga fyrir næstu greiðslu bankaláns.


https://kjarninn.is/frettir/2020-10-22- ... reykjavik/

"Skuldir borg­ar­sjóðs Reykja­vík­ur­borgar á hvern íbúa nema um 856 þús­und krón­um, sem er lægra en hjá öllum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þrátt fyrir það er þjón­ustu­stigið í Reykja­vík næst­mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á eftir A-hluta Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar, ef gert er ráð fyrir að það end­ur­speglist í rekstr­ar­kostn­aði á hvern íbúa."


Miklu nær að bera saman A + B hluta saman.
http://www.bb.is/2020/12/reykjavikurborg-skuldar-mest/

Eru ekki öll sveitarfélög með A+B hluta? Hví að einblína bara á A hlutann? B hlutinn er á ábyrgð íbúa Reykjavíkur.
Síðast breytt af appel á Þri 02. Nóv 2021 23:53, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Tbot » Mið 03. Nóv 2021 08:35

Eru þið virkilega svona "sannkristnir" að þið getið ekki séð þvæluna sem er í gangi.

A hlutinn sem eru skatttekjur er rekinn með tapi, miklu tapi upp á fleiri miljarða.
Þetta er hluti sem ætti að vera rekinn á núlli eða helst í smá plús. Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.

B hlutinn er látinn sýna miljandi hagnað, hvernig já,
"Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg vegna fram­lagn­ingu fjár­hags­á­ætl­un­ar­innar segir að góðan afgang megi einkum rekja til Orku­veitu Reykja­víkur og Félags­bú­staða hf. vegna mats­breyt­inga fjár­fest­inga­eigna félags­ins".

Með matsbreytingum, einmitt með bókhaldsbrellum en ekki að reksturinn hjá fyrirtækjunum sé að skilja svona frábærum hagnaði.
Þið áttið ykkur líka á því að meiri hagnaður hjá OR felst í því að hækka gjaldskrá til almennings.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Tbot » Mið 03. Nóv 2021 09:34

Og til að svara þræðinum, þetta er gamla tuggan frá sjálfstæðismönnunum, selja þetta og hitt.

Hvers vegna að selja GR loksins þegar hún fer að skila einhverju til baka eftir alla uppbygginguna. Jú til þess að velliðnir aðilir, lesist innmúraðir sjallar, geti hagnast á kostnað almennings.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf ZiRiuS » Mið 03. Nóv 2021 10:08

Tbot skrifaði:Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.


Heimilið mitt er ekki að veita lífsnauðsynlega þjónustu.

Elska það þegar fólk segir að hið opinbera ætti að vera rekið eins og fyrirtæki eða heimili (svona Sjalla hugsunarháttur). Viti þið hvað það er það fyrsta sem er skorið niður þegar það á að spara? Félags og velferðarþjónusta. Ástæðan er einföld, þetta er fólkið sem hefur minnstu röddina og sem lang flestum er drullu sama um. Ég segi bara fuck that, ef það þarf að bjarga Reykjavík frá fjárhagstjóni getur ríka liðið reddað því, ekki fátækasta fólkið...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Nóv 2021 10:38

Hvað haldiði að gerist ef bæði grunnnet ljósleiðara (Míla/Gagnaveitan) verða einkavædd?
Ég get alveg sagt ykkur það, verðið á þjónustunni mun margfaldast.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Tbot » Mið 03. Nóv 2021 10:54

ZiRiuS skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.


Heimilið mitt er ekki að veita lífsnauðsynlega þjónustu.

Elska það þegar fólk segir að hið opinbera ætti að vera rekið eins og fyrirtæki eða heimili (svona Sjalla hugsunarháttur). Viti þið hvað það er það fyrsta sem er skorið niður þegar það á að spara? Félags og velferðarþjónusta. Ástæðan er einföld, þetta er fólkið sem hefur minnstu röddina og sem lang flestum er drullu sama um. Ég segi bara fuck that, ef það þarf að bjarga Reykjavík frá fjárhagstjóni getur ríka liðið reddað því, ekki fátækasta fólkið...


Takk fyrir að sanna mál mitt.

Heimilin veita lífsnauðsynlega þjónustu, því hvert og eitt þeirra sér um að fæða, klæða og veita nauðsynlegt skjól öllum sem þar búa.
Þetta kemur stjórnmálaskoðunum ekkert við.

Sama á við sveitarfélögin, ef það er halli á rekstri eða slæm skuldastaða þá er þeim skipaður tilsjónarmaður sem fer í harkalegan niðurskurð og hækkar álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Það getur verið að þú sért tilbúinn að borga hærri skatta en ég er það ekki.
Sérstaklega ekki til að fjármagna veruleikafyrrtar hugmyndir eins og strá og pálma fyrir tugi ef ekki hundruði milljóna.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf ZiRiuS » Mið 03. Nóv 2021 11:45

Tbot skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.


Heimilið mitt er ekki að veita lífsnauðsynlega þjónustu.

Elska það þegar fólk segir að hið opinbera ætti að vera rekið eins og fyrirtæki eða heimili (svona Sjalla hugsunarháttur). Viti þið hvað það er það fyrsta sem er skorið niður þegar það á að spara? Félags og velferðarþjónusta. Ástæðan er einföld, þetta er fólkið sem hefur minnstu röddina og sem lang flestum er drullu sama um. Ég segi bara fuck that, ef það þarf að bjarga Reykjavík frá fjárhagstjóni getur ríka liðið reddað því, ekki fátækasta fólkið...


Takk fyrir að sanna mál mitt.

Heimilin veita lífsnauðsynlega þjónustu, því hvert og eitt þeirra sér um að fæða, klæða og veita nauðsynlegt skjól öllum sem þar búa.
Þetta kemur stjórnmálaskoðunum ekkert við.

Sama á við sveitarfélögin, ef það er halli á rekstri eða slæm skuldastaða þá er þeim skipaður tilsjónarmaður sem fer í harkalegan niðurskurð og hækkar álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Það getur verið að þú sért tilbúinn að borga hærri skatta en ég er það ekki.
Sérstaklega ekki til að fjármagna veruleikafyrrtar hugmyndir eins og strá og pálma fyrir tugi ef ekki hundruði milljóna.


Að reka heimili er ekki þjónusta í neinum skilgreiningi, að halda öðru fram er bara útúrsnúningur...

Ég er tilbúinn að borga hærri skatta ef núverandi þjónusta heldur status quo eða verður betri, óháð því hvort borgin sé að kaupa strá eða pálmatré enda er það bara dropi í hafið miða við allt hitt, eins og t.d. 21 milljarði í velferðarmál...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf Tbot » Mið 03. Nóv 2021 12:08

ZiRiuS skrifaði:
Tbot skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.


Heimilið mitt er ekki að veita lífsnauðsynlega þjónustu.

Elska það þegar fólk segir að hið opinbera ætti að vera rekið eins og fyrirtæki eða heimili (svona Sjalla hugsunarháttur). Viti þið hvað það er það fyrsta sem er skorið niður þegar það á að spara? Félags og velferðarþjónusta. Ástæðan er einföld, þetta er fólkið sem hefur minnstu röddina og sem lang flestum er drullu sama um. Ég segi bara fuck that, ef það þarf að bjarga Reykjavík frá fjárhagstjóni getur ríka liðið reddað því, ekki fátækasta fólkið...


Takk fyrir að sanna mál mitt.

Heimilin veita lífsnauðsynlega þjónustu, því hvert og eitt þeirra sér um að fæða, klæða og veita nauðsynlegt skjól öllum sem þar búa.
Þetta kemur stjórnmálaskoðunum ekkert við.

Sama á við sveitarfélögin, ef það er halli á rekstri eða slæm skuldastaða þá er þeim skipaður tilsjónarmaður sem fer í harkalegan niðurskurð og hækkar álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Það getur verið að þú sért tilbúinn að borga hærri skatta en ég er það ekki.
Sérstaklega ekki til að fjármagna veruleikafyrrtar hugmyndir eins og strá og pálma fyrir tugi ef ekki hundruði milljóna.


Að reka heimili er ekki þjónusta í neinum skilgreiningi, að halda öðru fram er bara útúrsnúningur...

Ég er tilbúinn að borga hærri skatta ef núverandi þjónusta heldur status quo eða verður betri, óháð því hvort borgin sé að kaupa strá eða pálmatré enda er það bara dropi í hafið miða við allt hitt, eins og t.d. 21 milljarði í velferðarmál...



Hvaða útúrsnúningur,

Ertu ekki með elliheimili þar sem fjöldi aldraða einstaklinga er 24/7 allan ársins hring. Er þetta ekki HEIMILI fólksins sem þar býr.
Hvað með sambýli er það ekki heimili fólksins sem þar býr.

Rekstur þessa þarf einnig að fara eftir þeim fjármunum sem eru til eins og allra annarra.

Dropi í hafið, er hafið ekki einmitt samansafn ótrúlegs fjölda dropa.
Þetta safnast saman þegar það er milljón/tugir eða hundruðir hér og þar.

Reyndu að fara að horfa gagnrýnum augum á hvernig kjörnir fulltrúar fara með skattpeningana og það er óháð flokkum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Sala á Gagnaveitunni

Pósturaf appel » Mið 03. Nóv 2021 12:13

ZiRiuS skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þið væruð að reka heimili ykkar eins og borgin gerir þá væru þið teknir til gjaldþrotaskipta áður en langt um liði.


Heimilið mitt er ekki að veita lífsnauðsynlega þjónustu.

Elska það þegar fólk segir að hið opinbera ætti að vera rekið eins og fyrirtæki eða heimili (svona Sjalla hugsunarháttur). Viti þið hvað það er það fyrsta sem er skorið niður þegar það á að spara? Félags og velferðarþjónusta. Ástæðan er einföld, þetta er fólkið sem hefur minnstu röddina og sem lang flestum er drullu sama um. Ég segi bara fuck that, ef það þarf að bjarga Reykjavík frá fjárhagstjóni getur ríka liðið reddað því, ekki fátækasta fólkið...


Veit ekki betur en að Félags- og velferðarþjónusta tilheyri þessum A-hluta. Var sú skuldsetning ekki innan skynsamlega marka (ennþá)?

Held að gagnrýnin snúi að þessum B-hluta. Held að Malbikunarstöðin Höfði sf. eða Faxaflóahafnir sf., hafi lítið um "fátækasta fólkið" að gera. Hættan er sú að þessi B-hluti verði einhver ballest sem geti sökkt þessu skipi sem Reykjavík er, gerist eitthvað. Einnig er freistniáhætta fólgin í því að vera með svona risastóran B-hluta, að stjórnmálamennirnir notfæri sér þessi fyrirtæki þannig að þau verði skálkaskjól fyrir allskyns gæluverkefni sem eru útfyrir hið lögbundna hlutverk sveitarfélaga.

Þannig gætu stjórnamálamenn notfært sér þessi fyrirtæki til að kaupa sér vinsældir, með því að blása til einhverra útgjalda í ákveðnum hverfum borgarinnar.

Og það má líka deila um það að hið opinbera, Reykjavík, sé að reka fyrirtæki (þá með ábyrgð Reykjavíkur á rekstri þess fyrirtækis, skuldum og útgjöldum) sem eru í samkeppni við fyrirtæki á hinum frjálsa markaði (sem njóta engra ábyrgðar hins opinbera).
Sbr.: https://www.dv.is/eyjan/2020/10/23/kaer ... slustodva/
Síðast breytt af appel á Mið 03. Nóv 2021 12:14, breytt samtals 1 sinni.


*-*