Síða 2 af 2

Re: Span eða gas?

Sent: Lau 20. Nóv 2021 13:03
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei átt gas eldavél þannig að ég hef ekki samanburð.
En að því sögðu, þá hef ég átt span helluborð í 20 ár, alls fjögur stykki.
Allt frekar "high-end" dýr helluborð. 100% sáttur og myndi ekki vilja neitt annað.


Þetta er lygi, þú hefur aldrei átt raftæki sem endist að meðaltali í 5 ár.

Saga þín hér á Vaktinni sannar það.

Það passar!
Enda sagði ég fjögur stykki á 20 árum ... það gerir 5 ár að meðaltali!
:megasmile

Re: Span eða gas?

Sent: Lau 20. Nóv 2021 13:10
af bjoggi
Haha ég held ég taki comboið bara. Ég á erfitt með að segja bless við gasið, en allt í lagi að eiga eina 6KW hellu í það.

Þannig að span + gas er held ég niðurstaðan hjá mér.

Takk fyrir ráðin öllsömul.

Re: Span eða gas?

Sent: Lau 20. Nóv 2021 15:09
af ElvarP

Re: Span eða gas?

Sent: Lau 20. Nóv 2021 23:09
af urban
Ég hef verið með hvort tveggja, elskaði gasið þegar að ég var með það, fékk span eftir það.

Dytti ekki til hugar að fá mér gas í dag nema kannski wok hellu ef að ég væri mikið í þeirri eldamennsku (hægt að fá span wok hellur í dag, held að þær séu ekki jafn góðar)

Span er að mínu mati bara á allan hátt betra og öruggara í þokkabót.

Tek það fram að ég hef óhemju gaman að eldamennsku og geri töluvert að því.

Re: Span eða gas?

Sent: Lau 20. Nóv 2021 23:33
af Nariur
Óháð öllum kostunum við span sem er búið að telja upp hér, þá er það eitt og sér hversu mikið auðveldara það er að þrífa span sem gerir það 1000 sinnum betra.

Re: Span eða gas?

Sent: Sun 21. Nóv 2021 00:13
af Sinnumtveir
Span allan daginn. Ég hef haft span í 15 plús ár. AEG og Ikea (sem reyndar er AEG/Eloctrolux) í þremur mismunandi húsum. Ekkert vesen.

Skil ekkert hvað menn eru tala um þegar þeir segja að í þessu sé gauragangur eða þetta 10 niðrí 5 kveikja slökkva dæmi. Því síður skil ég ábendingar um að maður þurfi að kaupa hundruðaþúsunda græjur.

Ég rata út.

Re: Span eða gas?

Sent: Sun 21. Nóv 2021 00:53
af SolidFeather
Sinnumtveir skrifaði:Span allan daginn. Ég hef haft span í 15 plús ár. AEG og Ikea (sem reyndar er AEG/Eloctrolux) í þremur mismunandi húsum. Ekkert vesen.

Skil ekkert hvað menn eru tala um þegar þeir segja að í þessu sé gauragangur eða þetta 10 niðrí 5 kveikja slökkva dæmi. Því síður skil ég ábendingar um að maður þurfi að kaupa hundruðaþúsunda græjur.

Ég rata út.


Uss, eru menn komnir á fjórtánda Royal X-Mas?

Hér er allaveganna ljótt vídjó með ljótu hljóði sem sýnir hvernig þetta kveikja slökkva dæmi er hjá mér.


Re: Span eða gas?

Sent: Sun 21. Nóv 2021 01:34
af Diddmaster
SolidFeather skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Span allan daginn. Ég hef haft span í 15 plús ár. AEG og Ikea (sem reyndar er AEG/Eloctrolux) í þremur mismunandi húsum. Ekkert vesen.

Skil ekkert hvað menn eru tala um þegar þeir segja að í þessu sé gauragangur eða þetta 10 niðrí 5 kveikja slökkva dæmi. Því síður skil ég ábendingar um að maður þurfi að kaupa hundruðaþúsunda græjur.

Ég rata út.


Uss, eru menn komnir á fjórtánda Royal X-Mas?

Hér er allaveganna ljótt vídjó með ljótu hljóði sem sýnir hvernig þetta kveikja slökkva dæmi er hjá mér.



Líka svona hjá mér með stilt á 5 mjög leiðinlegt ef ég vil láta eitthvað malla 6 er of mikið

Re: Span eða gas?

Sent: Sun 21. Nóv 2021 02:18
af urban
Ég verð bara var við svona hljóð ef að það er á power hjá mér, semsagt allt í hvínandi botni.
skalinn er frá 1-14 og svo P
14, verð ekki var við þetta, P heyri aðeins í því.
allt undir því, þá heyri ég ekki meira í en t.d. gasloga á gasborði.

Eitthvað AEG borð sem að er hérna, grunar að það sé í ódýrari kanntinum.