Síða 1 af 2

Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 13:28
af Brimklo
Já þið lásuð rétt, hjúkkan tók óvart notaða nál og stakk henni á bólakaf og fattaði ekki að hún væri tóm fyrr enn átti að ýta á plungerinn. Unnustan mín heyrir "úps, þessi er tóm" og síðan finnur hún fyrir annari stungu strax og hjúkkan labbar í burtu. Er búinn að tala við yfir-hjúkrunarfræðinginn á svæðinu og það er búið að bóka hana í blóðprufu. Hjúkkan sem sprautaði hana er búin að hringja og biðjast afsökunar.

Á maður að fara með þetta lengra?

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 13:31
af beggi83
Þetta er óafsakanleg hegðun....auðvita á að fara lengra með þetta... alveg nógu stressandi að fara í sprautuna sjálfa enn að fá svona i kaupbæti... Bara hvað er í gangi eiginlega :/

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 13:44
af Klemmi
Þetta er alveg glatað, get ekki ímyndað mér að lenda í þessu :(
Vona innilega að þetta sleppi til, og líklega allar líkur á því, en auðvitað algjörlega óásættanlegt.

Kerfið er óásættanlegt, en ég leyfi mér ekki að segja að þetta sé óafsakanleg hegðun, nokkuð öruggt að hún gerði þetta ekki viljandi, og kemur mér að vissu leyti ekkert mjög, mjög mikið á óvart í svona færibanda vinnu. Kerfið í kring á einfaldlega að vera þannig að þetta geti ekki gerst, sprautur eiga að fara ofan í kassa sem er ekki hægt að teygja sig óvart ofan í og nota aftur... vissu leyti ættirðu kannski bara ekki að geta fengið næstu sprautu fyrr en þú skilar þeirri notuðu, en það er kannski til of mikils mælst af sveltu heilbrigðiskerfi.

Ætla ekki að segja þér hvað þú átt að gera, en hvað áttu við með að fara með þetta lengra?

Þú ert búinn að gera hennar næsta yfirmanni viðvart heyrist mér, viltu fara lengra upp?
Eða ertu að tala um kæru?

Ef kæru, þá held ég að það hafi ekkert upp á sig nema eitthvað komi út úr blóðprufunni. Þarft að sýna fram á raunverulegan skaða / miska til að eiga rétt á bótum.

Gangi ykkur vel í þessu, ég endurtek, þið hafið alla mína samúð og ég er ekki að reyna að verja þetta slys, en hamra á því að mér finnst ekki rétt að kalla þetta óafsakanlega hegðun. Þarna er líklega mjög þreytt starfsfólk að vinna, og ábyrgðin er á kerfi sem er ekki nógu vel hannað, ekki einstaka starfsmaður á gólfi sem mér þykir ábyrgur.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 13:54
af kelirina
Gerðist þetta í laugardalshöllinni?

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 14:02
af Brimklo
Klemmi skrifaði:Þetta er alveg glatað, get ekki ímyndað mér að lenda í þessu :(
Vona innilega að þetta sleppi til, og líklega allar líkur á því, en auðvitað algjörlega óásættanlegt.

Kerfið er óásættanlegt, en ég leyfi mér ekki að segja að þetta sé óafsakanleg hegðun, nokkuð öruggt að hún gerði þetta ekki viljandi, og kemur mér að vissu leyti ekkert mjög, mjög mikið á óvart í svona færibanda vinnu. Kerfið í kring á einfaldlega að vera þannig að þetta geti ekki gerst, sprautur eiga að fara ofan í kassa sem er ekki hægt að teygja sig óvart ofan í og nota aftur... vissu leyti ættirðu kannski bara ekki að geta fengið næstu sprautu fyrr en þú skilar þeirri notuðu, en það er kannski til of mikils mælst af sveltu heilbrigðiskerfi.

Ætla ekki að segja þér hvað þú átt að gera, en hvað áttu við með að fara með þetta lengra?

Þú ert búinn að gera hennar næsta yfirmanni viðvart heyrist mér, viltu fara lengra upp?
Eða ertu að tala um kæru?

Ef kæru, þá held ég að það hafi ekkert upp á sig nema eitthvað komi út úr blóðprufunni. Þarft að sýna fram á raunverulegan skaða / miska til að eiga rétt á bótum.

Gangi ykkur vel í þessu, ég endurtek, þið hafið alla mína samúð og ég er ekki að reyna að verja þetta slys, en hamra á því að mér finnst ekki rétt að kalla þetta óafsakanlega hegðun. Þarna er líklega mjög þreytt starfsfólk að vinna, og ábyrgðin er á kerfi sem er ekki nógu vel hannað, ekki einstaka starfsmaður á gólfi sem mér þykir ábyrgur.


Takk fyrir góð orð, en meina aðalega með að t.d. kvarta í landlækni uppá að breyta verklagi vonandi. Held þetta fari ekki í kæru nema hún sé smituð af HIV eða lifrarbólgu C eða sambærilegu sem er nú samt mjög ólíklegt.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 14:04
af Brimklo
kelirina skrifaði:Gerðist þetta í laugardalshöllinni?


Nei en mér líður ekki þægilega við að ljóstra því upp hvar þetta gerðist.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 14:15
af blitz
Bjalla strax í Landlækni (510 1900) og spyrja hvert og hvernig hún eigi að snúa sér, t.d. varðandi mögulegt smit.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 14:29
af beggi83
Ég Skil ykkur vel að fara með þetta lengra ef hún hefur fengið HIV eða einhverja aðra sjúkdóma. Biðin verður erfið þangað til hún fær niðurstöður úr þessari blóðprufu :/ Vonandi verða jákvæðar fréttir þegar hún fær hringingu og ekkert sem hún þarf að hafa áhyggjur af. Á eina vinkonu sem lendi í því að mamma hennar fékk einu sinni blóðgjöf í fæðingu og það var 30 ára þrautarganga að fá bót meina sinna eftir þá blóðgjöf.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 15:25
af talkabout
Hvað sem þið gerið, HAFIÐ ALLT SKRIFLEGT! Símtöl og almenn samtöl hafa enga vigt ef þetta endar í leiðindum.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 15:35
af GuðjónR
Brimklo skrifaði: "úps, þessi er tóm" og síðan finnur hún fyrir annari stungu strax og hjúkkan labbar í burtu...

Úbs og labbaði í burtu? :wtf :wtf :wtf
Eitt að gera svona alvarleg mistök, en segja bara "úbs" og labba í burtu er fyrir neðan allar hellur.
Kæra þetta án þess að hika!

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 15:40
af MrIce
1. ALLT skriflegt, sama hvað það er
2. Fara með þetta alla leið.

Gangi ykkur sem allra best með þetta.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 15:42
af Mossi__
GuðjónR skrifaði:
Brimklo skrifaði: "úps, þessi er tóm" og síðan finnur hún fyrir annari stungu strax og hjúkkan labbar í burtu...

Úbs og labbaði í burtu? :wtf :wtf :wtf
Eitt að gera svona alvarleg mistök, en segja bara "úbs" og labba í burtu er fyrir neðan allar hellur.
Kæra þetta án þess að hika!


Já veistu.

Það væri hægt að reyna grafa upp afsökun hafi hún strax borið ábyrgð á sínum mistökum og komið Unnustunni í ferli (þ.e. blóðrannsóknir, viðtal við yfirmann, skýralugerð o.þ.h.).

En að yppa bara öxlum og arka í burtu.. það kalla ég bara vítavert gáleysi á háu stigi. Allskonar vandamál sem geta dúkkað upp vi svona mistök og ekki eitthvað sem ætti að taka að léttúð.

Bara, kæra, hiklaust.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 15:44
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:
Brimklo skrifaði: "úps, þessi er tóm" og síðan finnur hún fyrir annari stungu strax og hjúkkan labbar í burtu...

Úbs og labbaði í burtu? :wtf :wtf :wtf
Eitt að gera svona alvarleg mistök, en segja bara "úbs" og labba í burtu er fyrir neðan allar hellur.
Kæra þetta án þess að hika!


Kannski er ég svona aumingjagóður, en ef ég væri í aðstöðu í vinnunni til þess að geta gert einhver mannskemmandi mistök, þá get ég ekki alveg lofað því hvernig fyrstu viðbrögð væru eftir slíkt, þó ég vilji trúa því að þau væru yfirvegaðari og betri.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 16:03
af appel
Dæmigert fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, allir víkja sér undan ábyrgð, og engin plön til um hvað eigi að gera þegar þetta komi upp.
T.d. hefði átt að vísa báðum aðilum (fyrsta og seinni notanda sprautunnar) á afvikinn stað til að taka blóðprufur og setja í formlegt ferli.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 16:06
af mikkimás
Flest fólk er *ekki* með lifrarbólgu, HIV eða aðra blóðsmitandi sjúkdóma, þ.a líkurnar á að unnustunni verði meint af eru mjög litlar.

Samt alvarlegt mál sem að mínu mati ætti að blanda embætti landlæknis í.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 16:50
af agust1337
Úff þetta mun hjálpa álpappírshatta fólkinu að fara enn lengra frá

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 16:52
af GuðjónR
Mossi__ skrifaði:En að yppa bara öxlum og arka í burtu.. það kalla ég bara vítavert gáleysi á háu stigi. Allskonar vandamál sem geta dúkkað upp vi svona mistök og ekki eitthvað sem ætti að taka að léttúð.

Akkúrat! fyrir utan heimsklassa fúsk að stinga með notaðri nál þá gerir hún íllt verra með því að láta sem ekkert sé og labba í burtu.
Maður gerir ekki svona.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 18:18
af Frussi
Það er rosa auðvelt að segja "ég hefði gert svona og svona en ekki hinsegin" en þegar á hólminn er komið veit maður ekkert hvernig maður hefði brugðist við.

Klárlega sjá hvað kemur úr blóðprufunni og skoða svo málið eftir það. Vandinn liggur hjá kerfinu og peningasvelti en ekki þessum eina starfsmanni (nema hann hafi áður gerst uppvís að einhverri vanhæfni en við vitum ekkert um það).

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 18:50
af bjoggi
Frussi skrifaði:Það er rosa auðvelt að segja "ég hefði gert svona og svona en ekki hinsegin" en þegar á hólminn er komið veit maður ekkert hvernig maður hefði brugðist við.

Klárlega sjá hvað kemur úr blóðprufunni og skoða svo málið eftir það. Vandinn liggur hjá kerfinu og peningasvelti en ekki þessum eina starfsmanni (nema hann hafi áður gerst uppvís að einhverri vanhæfni en við vitum ekkert um það).

Líklega hefur hún fengið panic og brugðist við svona einmitt.

En ekki að þetta sé svo ásættanlegt, það er svo annað mál. Hræðilegt að lenda í þessu.

En ég myndi fara með þetta lengra, ekki spurning. Eins og einhver nefndi hér að ofan, hafa þetta allt skriflegt.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 19:21
af Manager1
Það er sjálfsagt að tala við yfirmenn þannig að þeir geti "yfirfarið verkferla" til að koma í veg fyrir að þetta gerist ekki aftur.

Vonandi kemur ekki óvænt úr blóðprufunni.

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 20:25
af svanur08
Mannlegt að gera mistök en þetta eru engin smá mistök, ef hefði verið sprautað lofti......

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 20:28
af netkaffi
Hjúkrunarfræðingur er erfitt starf. En má ekki vera panik. Vantar upp á laun?

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 20:31
af Klemmi
svanur08 skrifaði:Mannlegt að gera mistök en þetta eru engin smá mistök, ef hefði verið sprautað lofti......


Nú er ég enginn snillingur í líffræði, en er það ekki aðallega hættulegt ef því er sprautað í æð? Minna vandamál (þó auðvitað ekki án eftirmála) ef það er í vöðva?

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 20:34
af svanur08
Klemmi skrifaði:
svanur08 skrifaði:Mannlegt að gera mistök en þetta eru engin smá mistök, ef hefði verið sprautað lofti......


Nú er ég enginn snillingur í líffræði, en er það ekki aðallega hættulegt ef því er sprautað í æð? Minna vandamál (þó auðvitað ekki án eftirmála) ef það er í vöðva?


gæti verið rétt hjá þér, en veit ekki

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Sent: Fös 19. Nóv 2021 20:46
af Gislinn
Tilkynnið þetta til landlæknis!