Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 368
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Lau 20. Nóv 2021 02:32

Sælir félagar,

Alla tíð hefur maður verið rosalega stefnulaus í lífinu eitthvað, ekkert vitað hvað maður vill gera í því, svakalega týndur eitthvað og alltaf bara með þumalinn þvert uppí rassgatinu í tölvuni...

Svo fattaði ég bara um daginn, hvað með að finna sér eitthvað að gera Í tölvuni? Kannski er hægt að vinna í tölvu? Er það ekki? Hl'ytur að vera...

Síðan fór ég að spá í því hvað ég er búinn að vera að gera í tölvuni uppá síðkastið, en þá var ég s.s. að klippa niður Breskt rapp video og raða því saman við eitthvað Pólkst Techno lag.

Bara það að klippa videoið niður, shot for shot, tók alveg svakalegann tíma og var enþá meira vesen í litla fría OpenShot forritinu sem ég fann á netinu þarna einhvern tíman. En þó það hefði verið vesen og tekið svakalegann tíma þá fannst mér það bara gaman. Skárra en að opna Steam í tólfta skiptið þann daginn í leit að einhverju gucci fríum leik...

"GAMLI!!! Þú ert ekki að fara að finna neitt merkilegt frítt á Steam!!! Þess vegna er það frítt!!!!"

Þá fór ég að pæla: Gæti ég ekki bara farið útí eitthvað svona? Orðið myndskeiðaklippikall eða hvað sem það heitir? Hvernig gerir maður það? Þarf maður ekki að læra eitthvað til þess að verða certified svoleiðis?

Aðal ástæðan fyrir því að ég kláraði aldrei þetta sem ég var búinn að vera að fikta þarna í OpenShot var bara hvað það forrit er alveg ömurlegt.

Þannig að ég ákvað að kaupa mér mánaðar áskrift að Adobe Premiere Pro á $21, aldrei notað það né séð einhvern nota það, vissi ekkert hvernig það virkaði.

Það var nú svo sem ekki mikið vesen að læra á það með hjálp internetsins og kláraði ég loksins þetta tónlistarmyndband sem ég var búinn að vera að vinna í og byrjaði á öðru svipuðu (rapp video við techno lag).

Það tók svona klukkutíma að klippa nýja videoið niður shot for shot í Premiere Pro á meðan í OpenShot hefði það tekið svona 18 tíma og þá mjög ónákvæmt.

Premiere Pro er svo gott dæmi að ef ég væri ekki maðurinn sem ég er í dag þá myndi ég senda sprengjuhótanir á gæjana sem framleiddu OpenShot eftir að hafa fengið að prufa Premiere... You get what you pay for, I guess. Á líka vel við á Steam.

Hér er allavegana það sem ég var örugglega svona 80 tíma að gera í open shot og klukkara að klára í Premiere Pro:Já, það er alveg slatti þarna sem ég mun laga einn daginn enda var þetta 95% OpenShot, 5% Premiere Pro. Ég nenni bara ekki að hlusta mikið oftar á þetta lag akkúrat núna þannig að það verður að bíða betri tíma.

TL;DR:

Hvert á ég að snúa mér ef ég vil læra svona video editing hérna á klakanum?

Sá eitthvað námskeið hjá Promennt en þeir gáfu ekki upp neitt verð, sögðu bara að það væri hægt að skipta því niður á 36 mánuði þannig að ég ímynda mér að það sé ágætis summa..

https://www.promennt.is/is/namsleidir/v ... emiere-pro

Takk fyrir og sorry með langlokuna, langlokur verða líklega alltaf partur af mér...


Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.


TheAdder
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf TheAdder » Lau 20. Nóv 2021 11:54

Promennt námskeiðið er að ég held líklegasti kosturinn fyrir þig.