windows 11 vs windows 10

Allt utan efnis

Höfundur
lyfsedill
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Mán 05. Sep 2011 19:02
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

windows 11 vs windows 10

Pósturaf lyfsedill » Fim 13. Jan 2022 01:42

hæ, eruð margir hér byrjaðir að nota win 11? las einhverstaðar gegnum google að ekki séu í heildina svo margir farnir að nota 11?

bara spurning hvort maður eigi að kaupa 11 eða 10. er rétt nylega farinn að nota 10 og enn að læra á það (mismun frá win 7).

er mikill munur milli 10 og 11 margt nýtt sem þarf að læra?

pælingar. einhverjir til í að segja skoðun?

kv
dadik
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 60
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf dadik » Fim 13. Jan 2022 07:52

Mæli með 11, búinn að nota þetta á ferðavél síðan í september. Virkar mjög sprækt enda fullt af breytingum bakvið tjöldin (eins og nýji schedulerinn).


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1180
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 340
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf Njall_L » Fim 13. Jan 2022 10:53

Er búinn að vera að prófa W11 í nokkrar vikur á aukavél hjá mér og ætla að uppfæra allar vélar hjá mér við tækifæri. Sjálfum finnst mér W11 vera nokkuð sprækara en W10 en hef svosem ekki benchað það sérstaklega.

Hvað varðar notkun, þá er W11 mjög líkt W10 og ekkert sem mér fannst ég sérstasklega þurfa að læra upp á nýtt. Fyrir venjulega notkun virkar þetta mest eins og útlitsleg uppfærsla en mikið hefur breyst undir húddinu eins og dadik nefnir.


Aðaltölva: Dell Latitude 7420 | i5-1145G7 | 16GB DDR4 | 14" IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX 3060 TI
Löglegt WinRAR leyfi


nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1098
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf nonesenze » Fim 13. Jan 2022 11:28

fyrir þá sem vilja venjulega hægri click valmöguleikana aftur
opna cmd sem admin
reg add "HKCU\Software\Classes\CLSID\{86ca1aa0-34aa-4e8b-a509-50c905bae2a2}\InprocServer32" /f /ve

enjoy


CPU: Intel i9-11900K
Móðurborð: Asus Maximus Hero XIII
Minni: Corsair 4x8gb 3600mhz
Skjákort: RTX 2080 rog strix
Turn psu: corsair 678C, Corsair RM750x, 3xQL140 rgb 3xML120
Kæling: H150i pro rgb
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB, SSD 970 EVO 500GB
HDD: WD 12TB
Skjár: lenovo g27-20q
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k95 rgb, corsair harpoon rgb, corsair Virtuos


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2529
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 13. Jan 2022 16:08

Ég gat nú ekki installað því um síðustu helgi einhverra hluta vegna, sagði að vélbúnaðurinn stæðist ekki kröfur.
Var líklegast eldri BIOS að kenna ??

búnaðurinn er í undirskrift.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM650 * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1180
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 340
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf Njall_L » Fim 13. Jan 2022 16:26

ÓmarSmith skrifaði:Ég gat nú ekki installað því um síðustu helgi einhverra hluta vegna, sagði að vélbúnaðurinn stæðist ekki kröfur.
Var líklegast eldri BIOS að kenna ??

búnaðurinn er í undirskrift.

Mjög líklega of gamall BIOS, ég þurfti að uppfæra á mínu borði (líka 5600X) í BIOS þar sem tekið var fram að nýi styðji W11 án nokkurra aukastillinga.


Aðaltölva: Dell Latitude 7420 | i5-1145G7 | 16GB DDR4 | 14" IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX 3060 TI
Löglegt WinRAR leyfi


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2529
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 13. Jan 2022 16:50

Njall_L skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:Ég gat nú ekki installað því um síðustu helgi einhverra hluta vegna, sagði að vélbúnaðurinn stæðist ekki kröfur.
Var líklegast eldri BIOS að kenna ??

búnaðurinn er í undirskrift.

Mjög líklega of gamall BIOS, ég þurfti að uppfæra á mínu borði (líka 5600X) í BIOS þar sem tekið var fram að nýi styðji W11 án nokkurra aukastillinga.


Já mig grunaði það svo sem, en ég átti frekar nýlegt win 10 og skellti því bara upp aftur.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM650 * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


ElvarP
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf ElvarP » Fim 13. Jan 2022 16:55

Windows 11 > Windows 10 í hverju einasta.
TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf TheAdder » Fim 13. Jan 2022 18:34

Ég er þrjóskur og vanafastur og færi mig ekki yfir fyrr en ég get sett taskbar á hægri hliðina á skjánum án vandræða :P


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf kusi » Fim 13. Jan 2022 19:06

Ég setti upp Windows 11 um daginn á leikjatölvu fyrir ungling um daginn og það er í fyrsta sinn sem ég set upp Windows í ansi mörg ár.

Í byrjun leist mér ekki á blikuna. Í uppsetningunni kom aðvörun um að vélbúnaðurinn væri ekki studdur sem mér fannst mjög undarleg því þetta var glæný-samsett vél, AMD 5600x ofl. Smá gúgl leiddi í ljós að það var hægt að komast framhjá þessu auðveldlega með því að breyta einhverjum registry stillingum í setuppinu. Þetta var böggandi og skrýtið að lenda í þessu en ekkert stórmál. Windows installaðist þrátt fyrir þetta og virkaði fullkomlega.

Áður en lengra er haldið þarf að koma fram að ég er ekki maðurinn til að hóla Windows. Ég hef eingöngu notað Linux á mínum persónulegu tölvum í um 15 ár og að einhverju leyti á vinnutölvum líka. Ég hef þó neyðst til að nota Windows síðustu 7-8 árin - mér til mikilla ama. Fyrst Windows 7 og nú Windows 10. Mér finnst ég virkilega heftur að þurfa að vinna á Windows og reynslan af því að vinna á Windows 7 og 10 hefur frekar hert mig í afstöðunni gegn Windows.

Ég verð því að segja að Windows 11 kom mér mjög skemmtilega á óvart. Það er greinilegt að Microsoft hefur mikið horft til annarra kerfa (MacOS og Linux) í þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Windows 10 er á margan hátt gamaldags í útliti og þessi flati mónótónískí stíll á t.d. stillingagluggum er ekki notendavænn, að ekki sé minnst á að vera með tvö viðmót fyrir stillingar samhliða sem maður hoppar á milli. Windows 11 virkar mun nútímalegra og það er loksins eins og það sé búið að koma einhverjum böndum á stillingarnar. Einhvernveginn er kerfið allt mýkra í notkun en það gæti skrifast að hluta á að ég var að nota það á nýrri nokkuð öflugri vél með góðum IPS skjá.

Mín upplifun er sú að Microsoft sé að reyna að innleiða í Windows smám saman eiginleika sem gera önnur stýrikerfi góð. T.d. snyrtilegt og fallegt útlit úr MacOs og gott umhverfi til þróunar úr Linux. Windows 11 er að mínu mati skref í þessa átt og þar með betra kerfi en Windows 10 og ég myndi svo sannarlega skipta á vinnutölvunni minni ef ég gæti. Ekki viss um að ég myndi fórna Linux fyrir það samt :)Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2361
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 170
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf GullMoli » Fös 14. Jan 2022 10:30

Ég forðaðist að uppfæra því það voru frekar mikil performance issues á nýju AMD örgjörvunum, hinsvegar sýnist mér að það hafi verið lagað í nóvember svo það ætti að vera óhætt að uppfæra.

https://www.amd.com/en/support/kb/faq/pa-400


|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf ElGorilla » Fös 14. Jan 2022 15:03

Er ekki búinn að prófa en er búinn að lesa að vélbúnaðurinn þurfi að styðja TPM.
darkppl
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf darkppl » Fös 14. Jan 2022 19:47

TheAdder skrifaði:Ég er þrjóskur og vanafastur og færi mig ekki yfir fyrr en ég get sett taskbar á hægri hliðina á skjánum án vandræða :P

meinaru eins og svona?(sjá á mynd)

annars þá er ég búinn að venjast því að hafa hann í miðjunni og tel það þæginlegra.
Viðhengi
taskbar location.png
taskbar location.png (7.39 KiB) Skoðað 1517 sinnum


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf TheAdder » Fös 14. Jan 2022 20:09

darkppl skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég er þrjóskur og vanafastur og færi mig ekki yfir fyrr en ég get sett taskbar á hægri hliðina á skjánum án vandræða :P

meinaru eins og svona?(sjá á mynd)

annars þá er ég búinn að venjast því að hafa hann í miðjunni og tel það þæginlegra.

Nei, ekki til hægri neðst á skjánum, heldur á hægri hliðinni á skjánum upp og niður. Eftir því sem mér skilst er hægt að koma því við núna en ekki án einhverra hvimleiðra aukaverkana.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


darkppl
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf darkppl » Fös 14. Jan 2022 21:20

TheAdder skrifaði:
darkppl skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég er þrjóskur og vanafastur og færi mig ekki yfir fyrr en ég get sett taskbar á hægri hliðina á skjánum án vandræða :P

meinaru eins og svona?(sjá á mynd)

annars þá er ég búinn að venjast því að hafa hann í miðjunni og tel það þæginlegra.

Nei, ekki til hægri neðst á skjánum, heldur á hægri hliðinni á skjánum upp og niður. Eftir því sem mér skilst er hægt að koma því við núna en ekki án einhverra hvimleiðra aukaverkana.

Ah ég skil hef aldrei nýtt mér það að hafa það á öðrum stöðum, en já þegar þú nefnir þetta þá er það víst meira vesen miða við seinast þegar ég skoðaði þetta


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 170
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: windows 11 vs windows 10

Pósturaf nidur » Lau 15. Jan 2022 22:51

Var að setja inn hjá mér og er mjög ánægður, allt mjög sprækt.

Leiðinlegt að geta ekki raðað upp forritunum í start menu í hópa eða grúppað saman.