Síða 1 af 2

ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 15:47
af appel
N1 "you got the power"
Neyða þig til að horfa á í 10 sek á þessa viðbjóðislegu auglýsingu, fer einstaklega í taugarnar á mér.

Ég sver hér með eið að eiga aldrei í viðskiptum við N1.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 15:50
af gutti
mæli með þessu ekkert ads rugl https://www.youtube.com/premium :happy

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 15:55
af appel
N1 er að eyða miklum pening í þessar auglýsingar á youtube, ég fæ þessa auglýsingu eiginlega alltaf. Hún pirrar mig mikið, almennt pirra auglýsingar mig ekki mikið, en þessi "you got the power" auglýsing N1 er bara svo einstaklega pirrandi.

Alltílagi, ég mun ekki eiga í viðskiptum við svona pirrandi fyrirtæki.

Svo er ég að horfa mikið á youtube videó um Úkraínu, og það að vera tilneyddur til að horfa í 10 sek á happy jolly fólk brosandi og hoppandi og dansandi af ánægju útaf þessu frábæra rafmagni hjá N1 (sem framleiðir EKKERT rafmagn) er bara viðbjóðslegt, því næsta vídjó á eftir er af fólki sem er að berjast fyrir lífi sínu.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 16:37
af TheAdder
Ég myndi mæla með Youtbube ad blocker, ef þú ert að horfa mestmegnis á tölvu, ef þú ert líka að nota síma, spjaldtölvu, sjónvarp, etc., fara í YouTube Premium eins og gutti bendir á.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 16:45
af Viggi
Getur líka notað Youtube vanced

https://youtubevanced.com/

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 17:08
af axyne
uBlock origin blockar allar auglýsingar á youtube.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 17:13
af hfwf
Svo er líka pi-hole ef þú vilt stoppa þetta @ the source.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 17:19
af audiophile
Ég borga glaður fyrir Youtube Premium.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 17:51
af SolidFeather
Er ekki hægt að smella á eitthvað tákn þarna, i inni í hring, og biðja um að sjá þessa auglýsingu aldrei aftur?

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 17:55
af Hausinn
Notaðu uBlock Origin. Í guð á ná bænum notaðu uBlock Origin.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 18:09
af Hjaltiatla
Ertu að meina þessa auglýsingu



:guy

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 19:12
af axyne
hfwf skrifaði:Svo er líka pi-hole ef þú vilt stoppa þetta @ the source.


Pi-hole virkar ekki á youtube síðast þegar ég var að fikta með það.
er það búið að breytast ?

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 19:23
af hagur
axyne skrifaði:
hfwf skrifaði:Svo er líka pi-hole ef þú vilt stoppa þetta @ the source.


Pi-hole virkar ekki á youtube síðast þegar ég var að fikta með það.
er það búið að breytast ?


Nei, hefur ekkert breyst. Virkar ekki á Youtube.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 19:31
af urban
Mikið rosalega er gott að vera bara með YT premium og vita ekkert um hvaða auglýsingu þú ert að tala :)

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 20:14
af HalistaX
Ég no joke eeeeeeeeeelska Arion auglýsingarnar sem ég fæ stundum í mobile leiknum sem ég spila. Þær eru 10 sekúndna langar en eftir 5 sek get ég skippað. ALLAR hinar auglýsingarnar eru amk 30 sek, stundum jafnvel 50 sek því það er "demo" og nokkrir pop ups í eftir "demoið"....

Annars mæla allir hérna inná með Adblock á Desktop en annars mæli ég með Youtube Premium ef menn nota mobile Youtube mikið. Youtube Premium er hinsvegar algjörlega tilgangslaust á Desktop.

EDIT: Myndi freakar borga fyrir Youtube Premium heldur en Spotify!

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 20:19
af appel
Allar þessar "froðu auglýsingar" eða "ímyndarauglýsingar" eru alveg sérstaklega óþolandi. Þetta eru oftast fyrirtæki í einokunarstöðu eða á markaði þar sem samkeppnin er lítil sem engin.

T.d. bankar, tryggingafyrirtæki, og sérstaklega auglýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Þeir auglýsa ekki lægri verð, þeir auglýsa bara hvað þeir eru frábærir og skipta miklu máli, voðalega hégómlegar auglýsingar.


Þessi auglýsing frá N1 er sambærileg, afhverju auglýsa þeir ekki verðið á þessu rafmagni? Birta t.d. dæmi um hve mikill sparnaðurinn er á ári?

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 20:28
af kjartanbj
úff er búin að vera með Youtube Premium svo lengi að ég man ekki einu sinni eftir því hvernig þetta auglýsingabull var , núna þarf ég bara fast forwarda yfir þegar þeir sem eru með myndböndin eru að auglýsa eitthvað sjálfir

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 20:29
af kjartanbj
Hjaltiatla skrifaði:Ertu að meina þessa auglýsingu



:guy


Myndi ALLAN daginn fara til Straumlind sem er með nákvæmlega jafn dýrt rafmagn og þeir eru með og er í þokkabót alveg sama rafmagnið, er hættur að versla við bensínfélög og ætla þá ekkert að fara versla við þau rafmagnið í staðin

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Lau 05. Mar 2022 20:38
af DaRKSTaR
Youtube premium er málið, engar auglýsingar, ekki hægt að horfa á þetta frítt, milljón auglýsinga sem gera hveen mann klukkaðann

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 00:28
af hfwf
hagur skrifaði:
axyne skrifaði:
hfwf skrifaði:Svo er líka pi-hole ef þú vilt stoppa þetta @ the source.


Pi-hole virkar ekki á youtube síðast þegar ég var að fikta með það.
er það búið að breytast ?


Nei, hefur ekkert breyst. Virkar ekki á Youtube.


Fuck alveg rétt, var bara lesa um það um daginn, en gleymdi því, soz :)
En já ef þetta er bara í tölvu þá algjörlega uBlock Origin, lokar á allt, og virkar flawlessly.

Ef þér vantar í síma þá henda í dns.adguard.com í private dns í símanum, það lokar á allar auglýsingar í öppum allavega, en virkar ekki vel á YT vel allavega.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 00:39
af ZiRiuS
Hvernig meikar þú internetið án adblock, svona í alvörunni? Ég er með geggjaða tölvu og ég lagga við að skoða vísi eða hvaða stóra miðil sem er án adblock.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 11:03
af jonsig
Eftir orkusölusvikaplottið hjá N1 og "afsökunarbeiðnina" sem kom beint af PR stofu, þá sagði ég þessu rusli upp og versla aldrei við þá aftur.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 11:05
af olihar
Mæli með að kaupa YouTube Premium í gegnum t.d. Argentínu. Það er sirka 100-150kr á mánuði. Það er ekki hægt að nota YouTube með auglýsingum.

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 13:40
af urban
olihar skrifaði:Mæli með að kaupa YouTube Premium í gegnum t.d. Argentínu. Það er sirka 100-150kr á mánuði. Það er ekki hægt að nota YouTube með auglýsingum.

Það er ekki einsog 10 evrur séu að setja einhvern á hausinn. ( minnir að þetta kosti 10 evrur, veit það þó ekki, þetta er bara það lág upphæð að ég spái ekki í því)
Allavega er ég á alveg ótrúlega góðu tímakaupi við að horfa ekki á auglýsingar með því að borga þessa smáaura sem að þetta kostar.

Ég sleppi bara einum bjór á pöbbanum í staðin :)

Re: ALVEG óþolandi auglýsingar íslenskra aðila á Youtube

Sent: Sun 06. Mar 2022 15:15
af gutti
Mér brá þegar kosningar voru að heyra auglýsingar frá bb xd o dear lol það var í youtube grrr :thumbsd var bara stutt auglýsings :thumbsd