Síða 1 af 1

Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 14:52
af Prentarakallinn
Góðann daginn, ég hef búið í eldri blokk núna síðan í júní 2021 og síðan ég flutti inn hefur fólk á neðri hæð verið að taka íbúðina sína alveg í gegn (brjóta niður veggi o.s.f) og er ég alveg að verða brjálaður. Svo ofan á þetta eignast ég barn núna í lok september og hefur oft verið lítill svefnfriður fyrir hana út af þeim. Ég er búinn að tala við þau og biðja þau um að reyna að safna þessum þungu barsmíðum saman þannig þetta sé ekki daglegt brauð. Nú eru þau að taka baðherbergið í gegn og sömu barsmíðar og venjulega fylgja, plús það að þau skrúfuðu fyrir heita vatnið í blokkinni í yfir klukkutíma án þess að láta neinn vita.

Þá spyr ég er eitthvað hægt að gera í svona málum, húsfélag sínir lítin áhuga.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 14:56
af Lexxinn
Mæta með byssu?

/s

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 16:10
af Haraldur25
Ég er einmitt í þessu nema ég er gajinn með læti :megasmile

Ég er að taka baðherbergið mitt í gegn, mikið með stórar vélar í gangi sem fylgja mikil læti.

Ég Hringi alltaf í fólkið við hliðina á mér og læt vita, Hringi svo í fólkið fyrir neðan mig í kjallaraíbúð og spyr hvort að litla stúlkan þeirra sé sofandi.

Þau eru mjög ánægt með hvernig þetta hefur verið. En eru orðin þreytt sem ég skil.

Hætti hávaða klukkan 6 og vinn ekki á sunnudögum.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 16:29
af jericho

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 17:04
af codemasterbleep
Prentarakallinn skrifaði:Góðann daginn, ég hef búið í eldri blokk núna síðan í júní 2021 og síðan ég flutti inn hefur fólk á neðri hæð verið að taka íbúðina sína alveg í gegn (brjóta niður veggi o.s.f) og er ég alveg að verða brjálaður. Svo ofan á þetta eignast ég barn núna í lok september og hefur oft verið lítill svefnfriður fyrir hana út af þeim. Ég er búinn að tala við þau og biðja þau um að reyna að safna þessum þungu barsmíðum saman þannig þetta sé ekki daglegt brauð. Nú eru þau að taka baðherbergið í gegn og sömu barsmíðar og venjulega fylgja, plús það að þau skrúfuðu fyrir heita vatnið í blokkinni í yfir klukkutíma án þess að láta neinn vita.

Þá spyr ég er eitthvað hægt að gera í svona málum, húsfélag sínir lítin áhuga.


Ég held því miður fyrir þig (og alla í sömu stöðu) þá sé svarið nei. Þau mega líklegast byrja 8 á morgnana og vera að til 23 á kvöldin. Gæti verið að rugla með tímann hér en held að þetta séu lögin.

Eina leiðin er bara að hefna sín og hringja stanslaust í þau á nóttunni. :sleezyjoe

https://www.youtube.com/watch?v=J-inCB3POqs


Get ekki ímyndað mér að það geti endað illa. :woozy

Annars ef ég ætti að setja pening á þetta þá eru núverandi eigendur væntanlega að gláfægja íbúðina til þess að geta selt hana á uppsprengdu verði vegna húsnæðismarkaðarins. Vonandi fyrir þig verða þau snögg að þessu og næstu eigendur verða hljóðlátustu íbúar blokkarinnar.

Getur vonandi huggað þig við það að þú telur þetta ástand í mánuðum en ekki árum eins og sumir hafa lent í:

https://www.facebook.com/pg/yfirgangur/posts/

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 17:16
af Prentarakallinn
Haraldur25 skrifaði:Ég er einmitt í þessu nema ég er gajinn með læti :megasmile

Ég er að taka baðherbergið mitt í gegn, mikið með stórar vélar í gangi sem fylgja mikil læti.

Ég Hringi alltaf í fólkið við hliðina á mér og læt vita, Hringi svo í fólkið fyrir neðan mig í kjallaraíbúð og spyr hvort að litla stúlkan þeirra sé sofandi.

Þau eru mjög ánægt með hvernig þetta hefur verið. En eru orðin þreytt sem ég skil.

Hætti hávaða klukkan 6 og vinn ekki á sunnudögum.


Væri akkúrat algjör snilld ef þau myndu ræða við okkur áður en framkvæmdir hefjast til aðs spurja hvort dóttir okkar sé sofandi, er búinn að segja þeim að ég sé með lítið barn. Þau allavega halda sig innan laga núna eftir að ég missti mig á þau einn laugardaginn klukkan 22:30 og lætin vökti stelpuna eftir langt kvöld. Lögin segja semsagt að allur hávaði útfrá framkvæmdum í fjölbýli á að vera milli 7:00 og 21:00 á virkum dögum og 10:00 og 19:00 um helgar

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 17:54
af russi
Það er ekki eðlilegt að þetta sé daglegt brauð. Þú getur haft áhrif á það.
Megin reglan er sú að fólki er leyfilegt vera með hávaða, reglan sem segir hvenær dags það má er yfirleitt sett af sjálfu húsfélaginu.
Las þessar reglur fyrir nokkrum árum og þar er tiltekið að þurfa taka tillit til allra aðila, þú til þeirra og þau til þín.
Svo er líka tilgreint í þessum lögum um að síendurtekin truflun er ekki í lagi.

Besta sem þú getur er að lesa þessi lög og fá svo aðstoð um hvað þu getur gert

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 20:31
af mikkimás
Úrræði húsfélags við vanefndir og brot eiganda.
55. gr.
Gerist eigandi, annar íbúi húss eða afnotahafi sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, einum eða fleirum, þá getur húsfélagið með ákvörðun skv. 6. tölul. B-liðar 41. gr. lagt bann við búsetu og dvöl hins brotlega í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn.
Áður en húsfélag grípur til aðgerða skv. 1. mgr. skal það a.m.k. einu sinni skora á hinn brotlega að taka upp betri siði og vara hann við afleiðingum þess ef hann lætur sér ekki segjast. Er réttmæti frekari aðgerða háð því að slík aðvörun, sem vera skal skrifleg og send með sannanlegum hætti, hafi verið gefin og send og að hún hafi ekki borið árangur.
Láti hinn brotlegi ekki skipast skv. 2. mgr. er húsfélagi rétt að banna honum búsetu og dvöl í húsinu og skipa honum að flytja á brott með fyrirvara, sem skal að jafnaði ekki vera skemmri en einn mánuður. Þó má fyrirvari vera skemmri ef eðli brota, viðbrögð við aðvörun eða aðrar knýjandi ástæður valda því að aðgerðir þola ekki bið.
Með sama hætti er húsfélagi rétt að krefjast þess að hinn brotlegi selji eignarhluta sinn svo fljótt sem auðið er. Skal veita honum sanngjarnan frest í því skyni sem skal þó að jafnaði ekki vera lengri en þrír mánuðir.
Ef hinn brotlegi sinnir ekki kröfum húsfélagsins skv. 3. og 4. mgr. getur það framfylgt þeim með lögsókn, eftir atvikum lögbanni og/eða útburði án undangengins dóms. Á grundvelli dóms um skyldu hins brotlega til sölu eignar getur húsfélagið krafist þess að hún verði seld nauðungarsölu samkvæmt lögum nr. 90/1991, sbr. 3. mgr. 8. gr. þeirra laga.
Ef brot og ónæði bitnar aðallega eða eingöngu á einstökum eða fáum eigendum, en húsfélagið vill eigi beita úrræðum þeim sem í fyrri málsgreinum þessarar greinar felast, þá geta þeir sem misgert er við (einn eða fleiri) án atbeina húsfélagsins hafist handa gagnvart hinum brotlega og beitt og framfylgt ofangreindum úrræðum.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 23:25
af codemasterbleep
mikkimás skrifaði:-Veggur af texta -


Hvað nákvæmlega þarna ertu að vísa í ?

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Þri 22. Mar 2022 23:42
af vesley
Það er ekkert sem er hægt að gera er varðar hávaða ef hann er ekki fyrir kl 8 á morgnanna eða á kvöldin. (eftir kl 10 er oft reglan)
Ókostur þess að búa í fjölbýli.

Getur hugsað þetta sem innneign fyrir alvöru party í framtíðinni :)

Hinsvegar er nauðsynlegt að tilkynna með smávegis fyrirvara ef skrúfað er fyrir vatn, en ef það gerist eingöngu einu sinni í klukkutíma tel ég það ekki stórmál, gæti verið tilfallandi vegna skemmdar eða leka sem þurfti að lagfæra umsvifalaust.

Þegar ég var að starfa sem rafvirki reyndu flestir aðilar að miða við að byrja ekki með mesta hávaðan fyrr en eftir kl 10 á morgnanna og klára fyrir kl 8 á kvöldin ef verkið krafðist lengri daga. Auðvitað var reynt að kúpla hávaða niður ef það var einstakt tilfelli, t.d. í Covid var íbúi á efri hæð að fara í atvinnuviðtal einn daginn og þá drápum við á öllu broti og bramli akkúrat þá. En ef það er á hverjum degi sem beðið er um þögn á ákveðnum tímum þá er ekki hægt að fylgja því eftir í framkvæmdum. Oft koma margir aðilar að og komast ekki á hinum og þessum tímum og þarf að púsla það allt saman.

Ég hef bæði staðið í því að vinna vaktavinnu og íbúðin fyrir neðan mig var í framkvæmdum heilt sumar og svaf ég aldrei eftir næturvaktir vegna hávaða, en ekki get ég kvartað enda ekkert sem bannaði framkvæmdir.
Svo hef ég líka verið í uppgerð á minni eigin íbúð þar sem nágranni ætlaði að banna mér að parketleggja á laugardögum kl 15 því þá er hann vanur að leggja sig.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Mið 23. Mar 2022 00:29
af Templar
Ekkert hægt að gera, þetta er alveg sér íslenskt fyrirbrigði að svona rugl líðist, laugardagsvinna er einnig bann annars staðar á Norðulöndum, skil ekki að það þyki ennþá eðlilegt að skemma laugardagana fyrir fólki... mán-föst 8-16 og ekki mínútunni lengur, menn verða einfaldega að fara að læra að skipuleggja sig en á meðan reglurnar eru eins og þær eru, miðast við sveitaþorp með 50 íbúa, þá er ekkert hægt að gera.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Mið 23. Mar 2022 00:50
af appel
Jamm, doldið vonlaust að eiga við þetta. Þetta er happdrætti, nágrannar. Þú þarft að fara í styrjaldarrekstur til að ráða við þetta, basically hamast á þeim einsog óþokki, mæta með hnefana á dyrnar þeirra í hvert skipti sem þau bora. Ekki skemmtileg þannig sambúð í sama húsi.
Mæli með að gera ekkert, ef þú vilt búa þarna áfram. Þú býrð bara til óvini með aðgerðum. Þessum framkvæmdum mun linna, enginn nennir að standa endalaust í framkvæmdum. En ágætt að setja þeim skýran tímaramma og vísa til þess að þú sért með ungabarn.

Að vísa í reglur og lög er bara bull í þessum málum, þú þarft að stunda málarekstur í mörg mörg ár til að ná einhverju framgengt á þessu landi.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Mið 23. Mar 2022 07:49
af Dropi
Kannast við þetta, en hef sloppið ágætlega. Lenti í því í vetur að vakna þegar var -9c frost úti og skrúfað var fyrir ofnana kvöldið áður án þess að láta nokkurn vita. Helvíti vaknaði ég hress þá og lét fólk heyra það.

Versti nágranni sem ég hef átt var samt miðaldra djammari og sennilega alkóhólisti. Alltaf eitthvað dauðadrukkið fólk að koma og fara um miðja nótt á virkum dögum, blasta tónlist og læti kl 5 á virkum morgni. Einu sinni var einn gæji svo fullur að hann ætlaði inn í mína íbúð, þegar ég hrópaði á hann úr eldhúsinu datt hann afturábak niður stigann og tók hurðina mína með sér.

Því miður er þetta vandamál í fjölhýsi og þú getur reynt að stuðla að opnum boðleiðum og samskiptum, að fólk sé duglegt að setja á facebook grúppur og þess háttar og kvarta þegar það er ekki gert. Ég set á grúppuna sjálfur og banka hjá nærstu nágrönnum áður en ég er með læti, enda lítil börn á ganginum.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Mið 23. Mar 2022 13:02
af mikkimás
codemasterbleep skrifaði:
mikkimás skrifaði:-Veggur af texta -


Hvað nákvæmlega þarna ertu að vísa í ?

Lög um fjöleignarhús. Er ekki lögfróður maður en er efins um að þessi lagatexti eigi við um tímabundnar framkvæmdir. Hins vegar eru lögin skýr um að íbúar geti ekki hagað sér eins og þeir vilja gagnvart nágrönnum sínum. Það er hægt að neyða fólk til að selja og hypja sér burt í grófum tilfellum, og til þess þarf ekki einu sinni samþykkt húsfélagsins.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fim 24. Mar 2022 14:07
af gutti
Ég er leigja hjá hátún 10a þar eru stækka íbúð á 2 hæðum í blokk þannig mar verða að lifa með þetta gera það í 12 ár \:D/

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fim 24. Mar 2022 16:20
af Stuffz
Nágranna næði :P

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fim 24. Mar 2022 23:29
af Viktor
Það er hægt að setja reglur um þetta á húsfundi.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fös 25. Mar 2022 00:22
af KristinnK
Templar skrifaði:Ekkert hægt að gera, þetta er alveg sér íslenskt fyrirbrigði að svona rugl líðist, laugardagsvinna er einnig bann annars staðar á Norðulöndum, skil ekki að það þyki ennþá eðlilegt að skemma laugardagana fyrir fólki... mán-föst 8-16 og ekki mínútunni lengur, menn verða einfaldega að fara að læra að skipuleggja sig en á meðan reglurnar eru eins og þær eru, miðast við sveitaþorp með 50 íbúa, þá er ekkert hægt að gera.


Langflest fólk er í vinnu milli 8 og 16 á virkum dögum. Hvenær ímyndar þú þér að það fólk eigi að vinna í húsnæði sínu?

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fös 25. Mar 2022 00:27
af rapport
Ég þoli tímabundnar framkvæmdir en ekki endalaust tuð.

Er með nágranna sem tekur og postar myndum af því hvernig fólk setur frauðplast í plastgáminn og pappa utanaf húsgögnum í þann bláa.

Er svo með ofnæmi (án vottorðs) fyrir öllum dýrum í húsinu.

Blockaði hana um tíma bara svo húsfélagssíðan væri lesanleg.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fös 25. Mar 2022 00:27
af rapport
KristinnK skrifaði:
Templar skrifaði:Ekkert hægt að gera, þetta er alveg sér íslenskt fyrirbrigði að svona rugl líðist, laugardagsvinna er einnig bann annars staðar á Norðulöndum, skil ekki að það þyki ennþá eðlilegt að skemma laugardagana fyrir fólki... mán-föst 8-16 og ekki mínútunni lengur, menn verða einfaldega að fara að læra að skipuleggja sig en á meðan reglurnar eru eins og þær eru, miðast við sveitaþorp með 50 íbúa, þá er ekkert hægt að gera.


Langflest fólk er í vinnu milli 8 og 16 á virkum dögum. Hvenær ímyndar þú þér að það fólk eigi að vinna í húsnæði sínu?


Nota iðnaðarmenn... eða orlofið sitt.

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fös 25. Mar 2022 10:26
af vesley
rapport skrifaði:
KristinnK skrifaði:
Templar skrifaði:Ekkert hægt að gera, þetta er alveg sér íslenskt fyrirbrigði að svona rugl líðist, laugardagsvinna er einnig bann annars staðar á Norðulöndum, skil ekki að það þyki ennþá eðlilegt að skemma laugardagana fyrir fólki... mán-föst 8-16 og ekki mínútunni lengur, menn verða einfaldega að fara að læra að skipuleggja sig en á meðan reglurnar eru eins og þær eru, miðast við sveitaþorp með 50 íbúa, þá er ekkert hægt að gera.


Langflest fólk er í vinnu milli 8 og 16 á virkum dögum. Hvenær ímyndar þú þér að það fólk eigi að vinna í húsnæði sínu?


Nota iðnaðarmenn... eða orlofið sitt.


Það er ekki í það hlaupir að allir geta nýtt sitt orlof í framkvæmdir, eða pening í að greiða iðnaðarmönnum.
Þetta er einfaldlega ókostur þess að búa í fjölbýli að stundum eru framkvæmdir.
Ég t.d. bý við nágranna sem virðist sofa með hamar í lófanum á nóttunni og missir í gólfið 4-5 sinnum :lol:
Hef enn ekki getað fundið út hver sé með þann hávaða eða getað kvartað almennilega þar sem fáir aðrir heyra þetta.. Á meðan dreg ég bara andann og vona að aðilinn sér í sér sóma að banka í gólf og veggi ekki á nóttunni. ](*,)

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Fös 25. Mar 2022 10:42
af Viktor
:klessa

Re: Endalausar framkvæmdir í fjölbýlishúsi

Sent: Lau 26. Mar 2022 16:22
af Hrotti
Fólk sem er meira en 2 mánuði að snýta einni íbúð gjörsamlega frá a-ö, ætti ekki að koma nálægt framkvæmdum.