Síða 1 af 1

Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 17:02
af zaiLex
Er að selja Macbook og hef verið að fá beiðnir frá bretum sem vilja kaupa og segjast ætla að borga allan flutning. Síðan vill þessi sem ég er að tala við núna borga í gegnum Western Union eða Bank Transfer og segir að það sé eina sem er í boði og að hann sé ekki með Paypal. Hann er tilbúinn til að borga fyrirfram. Var að spá hvort að þetta gæti verið eitthvað scam? Er ekkert mál að græja svona í gegnum eitthvað bank transfer? Kostar það ekki einhver gjöld? Er maður jafn öruggur og ef þetta væri í gegnum paypal?

Re: Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 17:15
af GuðjónR
Ég myndi aldrei treysta þessu!

Re: Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 17:19
af Mossi__
Allar líkur á því að þetta sé scam

Re: Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 19:10
af hagur
Scam.

Re: Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 19:38
af bjoggi
Yep, scam. Aldrei. Aldrei nota millifærslur frá erlendum aðilum.

Re: Marketplace scam?

Sent: Fim 05. Maí 2022 20:59
af Hlynzi
Klárlega scam þarna á ferðinni, hér á landi notum við bara aðra ísl. banka eða reiðufé.

Það var líka eitthvað voðalega mikið dæmi nýlega að plata fólk í einhverja DPD eða hvað það hét, einhverslags útgáfa af póstkröfu. Þá þarf fólk held ég að skrá sig þar inn og hvort það þurfi að borga staðfestingargjald...en allavegana það tapar á því.