Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Climbatiz » Mán 23. Maí 2022 07:10

só hef nýverið verið að horfá á The Maverick of Wall Street á youtube og samkvæmt honum þá er stórt efnahagshrun á leiðinni, var svo að segja vini mínum frá þessu og hann sagðist vita af því frá því alveg í fyrra og sagðist vera búinn að að stilla húsláni sínu upp þannig að það er verðtryggt í nokkur ár og svo það að fá sé rafmagnsbíl uppá það að hans mati gæti bensínverð farið uppí 500kr líterinn, kannski er þetta allt bara eitthvað alarmist, en ekki myndi ég vilja lenda illa á svona tímum, síðasta efnahagshrun fór alveg framhjá mér og ég skyldi ekkert hvað fólk var að tala um eitthvað "hard times" en aldrei að vita nema þetta hrun verði eitthvað öðruvísi ef það gerist

The Maverick of Wall Street
https://www.youtube.com/channel/UCvk0KB4Ue0vfPqvDzjIAwiQ


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf fhrafnsson » Mán 23. Maí 2022 10:19

Væri ekki betra að hafa óverðtryggt húsnæðislán á föstum vöxtum ef þú býst við hruni í náinni framtíð?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf appel » Mán 23. Maí 2022 10:49

Öll vídjó þessa kauða eru á þessum nótum, "HRUN Á LEIÐINNI" "ALLT AÐ FARA TIL FJANDANS!!".
Skoðaðu bara aftur í tímann, það á að vera hrun í næsta mánuði, og þeim næsta.

Þetta eru dæmigerðir fear-mongerarar, stilla upp því versta og hrópa óttaslegin skilaboð í þeirri von að fá áhorf. Click-baiting.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Maí 2022 10:56

Þetta veltur líka á því hvernig menn skilgreina efnahagshrun.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Mossi__ » Mán 23. Maí 2022 11:03

Sko.

Það er að kreppa að.

En.. 2008?

1928?

.. eða bara smá halli?

Verður að koma í ljós bara.



Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Climbatiz » Mán 23. Maí 2022 11:15

fhrafnsson skrifaði:Væri ekki betra að hafa óverðtryggt húsnæðislán á föstum vöxtum ef þú býst við hruni í náinni framtíð?


gæti verið, veit ekkert um lán, vinur minn veit meira um þetta, mér bara rámaði í það að hann hafi sagt verðtryggt

annars, okok, ef ekkert gerist á þessu ári, then color me alarmist og gullible :Þ
Síðast breytt af Climbatiz á Mán 23. Maí 2022 11:17, breytt samtals 1 sinni.


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Trihard » Mán 23. Maí 2022 12:41

Verðtryggð lán er ekki trygging fyrir lántakanda þegar maður tekur húsnæðislán í þessum markaði heldur bankann.
Þannig að ef þú tekur verðtryggt lán er bankinn að tryggja sig fyrir framtíðina því húsnæði hækkar í verði með tímanum á Íslandi (síðustu áratugi)
Ef húsnæðisverðið myndi lækka með tímanum sem væri mjög óhefðbundið þá væri verðtryggingin hagstæðari lántakanum og lánið þitt myndi minnka samanber lækkuninni.

Edit: Kannski vitleysa hjá mér en þannig útskýrði ég muninn fyrir sjálfum mér einhvern tímann :guy
Síðast breytt af Trihard á Mán 23. Maí 2022 17:06, breytt samtals 1 sinni.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf vesley » Mán 23. Maí 2022 15:31

fhrafnsson skrifaði:Væri ekki betra að hafa óverðtryggt húsnæðislán á föstum vöxtum ef þú býst við hruni í náinni framtíð?


Óverðtryggt er betra upp á að höfuðstóllinn hækkar ekki. Hinsvegar geta mánaðarlegar afborganir hækkað heilan helling á meðan efnahags erfiðleikar eiga sér stað. Ef aðili með óverðtryggt nær að þrauka í gegnum þá sveiflu þá hinsvegar stendur hann á umtalsvert betri stað en sá sem var með verðtryggt og hefur horft upp á jafnvel tugmilljóna hækkun á sínum lánum.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Njall_L » Mán 23. Maí 2022 15:34

vesley skrifaði:
fhrafnsson skrifaði:Væri ekki betra að hafa óverðtryggt húsnæðislán á föstum vöxtum ef þú býst við hruni í náinni framtíð?


Óverðtryggt er betra upp á að höfuðstóllinn hækkar ekki. Hinsvegar geta mánaðarlegar afborganir hækkað heilan helling á meðan efnahags erfiðleikar eiga sér stað. Ef aðili með óverðtryggt nær að þrauka í gegnum þá sveiflu þá hinsvegar stendur hann á umtalsvert betri stað en sá sem var með verðtryggt og hefur horft upp á jafnvel tugmilljóna hækkun á sínum lánum.

En ef vextir eru fastir? Stendur afborgun þá ekki í stað svo lengi sem þú ert innan fastvaxtatímabils?


Löglegt WinRAR leyfi


falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf falcon1 » Mán 23. Maí 2022 15:41

Njall_L skrifaði:En ef vextir eru fastir? Stendur afborgun þá ekki í stað svo lengi sem þú ert innan fastvaxtatímabils?

Jú, þú ert öruggur með sömu afborgun innan fastvaxtatímabils. Eftir að því líkur þá breytist lánið í breytilega vexti nema þú festir þá aftur eða endurfjármagnar.

Ég er ánægður með að hafa fest vextina hjá mér síðasta haust, maður veit ekkert hversu hátt Seðlabankinn mun hækka stýrivextina til að reyna að vega á móti verðbólgunni sem virðist vera á fullu.

Hinsvegar hefði ég óskað þess að við gætum notið lágvaxtatímabils til frambúðar en maður svo sem bjóst ekki við því á Íslandi.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf vesley » Mán 23. Maí 2022 15:55

Njall_L skrifaði:
vesley skrifaði:
fhrafnsson skrifaði:Væri ekki betra að hafa óverðtryggt húsnæðislán á föstum vöxtum ef þú býst við hruni í náinni framtíð?


Óverðtryggt er betra upp á að höfuðstóllinn hækkar ekki. Hinsvegar geta mánaðarlegar afborganir hækkað heilan helling á meðan efnahags erfiðleikar eiga sér stað. Ef aðili með óverðtryggt nær að þrauka í gegnum þá sveiflu þá hinsvegar stendur hann á umtalsvert betri stað en sá sem var með verðtryggt og hefur horft upp á jafnvel tugmilljóna hækkun á sínum lánum.

En ef vextir eru fastir? Stendur afborgun þá ekki í stað svo lengi sem þú ert innan fastvaxtatímabils?


Þar auðvitað tryggir maður sig með afborganir. Sem er auðvitað stór kostur fyrir alla þá sem festu vexti rétt fyrir stýrivaxtahækkanir eða í upphafi hækkana.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf pattzi » Mán 23. Maí 2022 21:50

Myndi telja að það væri betra að hafa óverðtryggt...

Er sjalfur með verðtryggt og höfuðstóllinn hækkar slatta í hverjum mánuði í þessari verðbólgu...

En hinsvegar stendur afborgun eiginlega í stað



Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Efnahagshrun í Sumar/Haust 2022?

Pósturaf Climbatiz » Þri 24. Maí 2022 03:45

Rúv með einhverja sjónvarpsfrétt um "yfirvovandi" matvælaskort
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frett ... naesta-ari


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!