Síða 1 af 2

Nova - Útboð

Sent: Þri 07. Jún 2022 21:11
af Dúlli
Góðan daginn hvernig líst mönnum á nova útboðið ?

Er að fara yfir kynningar gögninn og sé lítið spennandi við þau.

Síðan var ég líka að spá "Íslenska Ánægjuvogin" er þetta ekki bara "Scam" hef aldrei séð hvernig þeir framkvæma þessar kannanir, finnst þetta vera keyptur stimpill.

Bætt við :

Ég á líka mjög erfitt með að trúa að Nova séu með 33% af símamarkaði og 60% af data rooming.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 06:44
af Viktor
Það tekur sirka átta sekúndur að finna hvernig ánægjuvogin virkar:

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum. Prósent (áður Zenter rannsóknir) sá um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.

Ánægjuvogin sjálf samanstendur af þremur spurningum:
1. Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af [fyrirtæki]?

2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtækið] væntingar þínar?

3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.


https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 07:50
af Dúlli
Viktor skrifaði:Það tekur sirka átta sekúndur að finna hvernig ánægjuvogin virkar:

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum. Prósent (áður Zenter rannsóknir) sá um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.

Ánægjuvogin sjálf samanstendur af þremur spurningum:
1. Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af [fyrirtæki]?

2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtækið] væntingar þínar?

3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.


https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin


Já ég var búin að sjá þetta, hef aldrei fengið svona könnun né þekki engan sem hefur tekið þátt í svona.

Að auki að úrtakið er eingöngu 3.000 manns er bara djók og gæti aldrei gefið raunhæfa hugmynd.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 08:20
af Viktor
Stærð úrtaksins skiptir ekki eins miklu máli og margir halda, heldur hvernig það er valið og svo vigtað eftir því hversu margir eru í hverjum hópi.

Úrtaksstærð 100 með réttum kandídötum gefur nákvæmari niðurstöðu en 10.000 manna kosning hjá Útvarpi Sögu eða Reykjavík Síðdegis.

The minimum sample size is 100
Most statisticians agree that the minimum sample size to get any kind of meaningful result is 100. If your population is less than 100 then you really need to survey all of them.

A good maximum sample size is usually 10% as long as it does not exceed 1000
A good maximum sample size is usually around 10% of the population, as long as this does not exceed 1000. For example, in a population of 5000, 10% would be 500. In a population of 200,000, 10% would be 20,000. This exceeds 1000, so in this case the maximum would be 1000.

Even in a population of 200,000, sampling 1000 people will normally give a fairly accurate result. Sampling more than 1000 people won’t add much to the accuracy given the extra time and money it would cost.


https://tools4dev.org/resources/how-to- ... mple-size/

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 08:34
af Njall_L
Dúlli skrifaði:Ég á líka mjög erfitt með að trúa að Nova séu með 33% af símamarkaði og 60% af data rooming.

Þetta eru nú bara opinberar tölur sem er auðvelt að fletta upp, sjá Tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu fyrir árið 2021: https://fjarskiptastofa.is/library?item ... d9b88c52b7

Þar kemur fram á bls. 13 að Nova hafi árið 2021 verið með 32,7% markaðshlutdeild í heildarfjölda áskrifta á farsímaneti.

Þú virðist líka vera að misskilja glæruna í upphafsinnleggi þar sem það er ekki talað um að Nova sé með 60% af data roaming heldur 60% af data usage sem er ekki sami hluturinn. Þessar tölur koma þó líka augljóslega fram í Fjarskiptastofu-skýrslunni á bls. 28.

Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu en mín persónulega skoðun er að ég er spenntur fyrir útboðinu og tel að Nova eigi helling inni ef þau halda áfram að vera leiðandi í innleiðingu á nýrri tækni og ýmsum lausnum tengdum fjarskiptaviðskiptum eins og þau hafa verið frá upphafi. Mæli líka með að hlusta á nýjustu tvo þættina frá Pyngjunni Podcast til að fá ágætis innsýn í ársreikninginn, fortíðina og framtíðina.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 11:49
af GuðjónR
Ef Novar var með 32.7% markaðshlutdeild árið 2021 þá hefur þeim farið aftur frá árinu 2016 þegar markaðshlutdeildin var 34% og gagnamagnsnotkun fer úr 64,6% í 60% Þá var 94% hlutur Björgólfs seldur á rúma 15 milljarða.
Myndi halda að 22 milljarðar væru ofmat miðað við stöðuna í dag.

https://www.vb.is/frettir/nova-selt-fyrir-15-milljarda/

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 12:27
af Njall_L
GuðjónR skrifaði:Ef Novar var með 32.7% markaðshlutdeild árið 2021 þá hefur þeim farið aftur frá árinu 2016 þegar markaðshlutdeildin var 34% og gagnamagnsnotkun fer úr 64,6% í 60% Þá var 94% hlutur Björgólfs seldur á rúma 15 milljarða.
Myndi halda að 22 milljarðar væru ofmat miðað við stöðuna í dag.

https://www.vb.is/frettir/nova-selt-fyrir-15-milljarda/

Þessi 32.7% markaðshlutdeild er einungis á farsímaneti en ekki markaðshlutdeild í heild sinni. Ef við skoðum aðeins tímalínuna frá því að Björgólfur seldi þá hefur hellingur gerst á öðrum sviðum sem getur ýtt undir þetta verðmat.

Þar ber helst að nefna:
2016 - Byrjað að bjóða upp á ljósleiðaratengingar og markaðshluteild í þeim flokki árið 2021 var orðin 21,2% (Fjarskiptastofu-skýrsla fyrir 2021, bls. 34)
2017 - Símafélagið keypt og í framhaldi farið inn á fyrirtækjamarkað
2018 - NovaTV sjónvarpsþjónustan sett í gang
2020 - 5G fer í loftið fyrst íslenskra símafyrirtækja og í dag rekur Nova stærsta 5G netið eftir því sem ég best veit

Upplýsingar um tímalínu fegnar hér: https://www.nova.is/baksvids

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 13:00
af GuðjónR
Njall_L skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef Novar var með 32.7% markaðshlutdeild árið 2021 þá hefur þeim farið aftur frá árinu 2016 þegar markaðshlutdeildin var 34% og gagnamagnsnotkun fer úr 64,6% í 60% Þá var 94% hlutur Björgólfs seldur á rúma 15 milljarða.
Myndi halda að 22 milljarðar væru ofmat miðað við stöðuna í dag.

https://www.vb.is/frettir/nova-selt-fyrir-15-milljarda/

Þessi 32.7% markaðshlutdeild er einungis á farsímaneti en ekki markaðshlutdeild í heild sinni.


Já ég veit, er bara að vitna í þessa grein frá 2016 og það sem þú sagðir hér að ofan, markaðshlutdeild á farsímaneti og gagnamagnsnotkun virðist hafa minnkað frá 2016, þ.e. í hlutfalli við önnur félög. Þarna er verið að bera saman magn en ekki gæði eða hraða. Og ekki ljósleiðara.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 19:55
af Dúlli
Viktor skrifaði:Stærð úrtaksins skiptir ekki eins miklu máli og margir halda, heldur hvernig það er valið og svo vigtað eftir því hversu margir eru í hverjum hópi.

Úrtaksstærð 100 með réttum kandídötum gefur nákvæmari niðurstöðu en 10.000 manna kosning hjá Útvarpi Sögu eða Reykjavík Síðdegis.

The minimum sample size is 100
Most statisticians agree that the minimum sample size to get any kind of meaningful result is 100. If your population is less than 100 then you really need to survey all of them.

A good maximum sample size is usually 10% as long as it does not exceed 1000
A good maximum sample size is usually around 10% of the population, as long as this does not exceed 1000. For example, in a population of 5000, 10% would be 500. In a population of 200,000, 10% would be 20,000. This exceeds 1000, so in this case the maximum would be 1000.

Even in a population of 200,000, sampling 1000 people will normally give a fairly accurate result. Sampling more than 1000 people won’t add much to the accuracy given the extra time and money it would cost.


https://tools4dev.org/resources/how-to- ... mple-size/


Nei en þegar þú ert að cherry picka niðurstöðunar með því að takmarka aðgang að könnun þá er þetta "scam like" könnun sem gildir lítið sem ekkert.

Njall_L skrifaði:
Dúlli skrifaði:Ég á líka mjög erfitt með að trúa að Nova séu með 33% af símamarkaði og 60% af data rooming.

Þetta eru nú bara opinberar tölur sem er auðvelt að fletta upp, sjá Tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu fyrir árið 2021: https://fjarskiptastofa.is/library?item ... d9b88c52b7

Þar kemur fram á bls. 13 að Nova hafi árið 2021 verið með 32,7% markaðshlutdeild í heildarfjölda áskrifta á farsímaneti.

Þú virðist líka vera að misskilja glæruna í upphafsinnleggi þar sem það er ekki talað um að Nova sé með 60% af data roaming heldur 60% af data usage sem er ekki sami hluturinn. Þessar tölur koma þó líka augljóslega fram í Fjarskiptastofu-skýrslunni á bls. 28.

Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu en mín persónulega skoðun er að ég er spenntur fyrir útboðinu og tel að Nova eigi helling inni ef þau halda áfram að vera leiðandi í innleiðingu á nýrri tækni og ýmsum lausnum tengdum fjarskiptaviðskiptum eins og þau hafa verið frá upphafi. Mæli líka með að hlusta á nýjustu tvo þættina frá Pyngjunni Podcast til að fá ágætis innsýn í ársreikninginn, fortíðina og framtíðina.


Skil þig, ekkert á móti Nova er bara að strögla mikið með að átta mig á hvað Nova getur boðið upp á finnst fyrirtækið hafi staðnað síðan þegar það var selt 2016 og er í raun bara að reyna að kynna mér hvað er á bakvið félagið og að átta mig á hvar virðið er miðað við að það er metið á 17-21milljarð.

Skoða podcastið.

Síðan ef ég skil útboðsgögnin rétt þá er 5G kerfið á dótturfélagi og Vodafone á hluta í því félagi.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 20:26
af Tbot
Eru einhverjar eignir á bak við Nova eða er það hin margfræga viðskiptavild sem ræður öllu?

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 20:56
af Dúlli
Tbot skrifaði:Eru einhverjar eignir á bak við Nova eða er það hin margfræga viðskiptavild sem ræður öllu?

¨
Nkl þetta sem ég hef verið að reyna að átta mig á.

Re: Nova - Útboð

Sent: Mið 08. Jún 2022 23:03
af rapport
Nova er overrated, held að fyrirtækjaþjónustan þeirra sé mjög grunn og sjarminn gagnvart almennum neytendum farinn að fölna.

Þurfa að taka sig á, annars fer ég þaðan fljótlega.

Re: Nova - Útboð

Sent: Fim 09. Jún 2022 07:19
af Hjaltiatla
Dúlli skrifaði:Góðan daginn hvernig líst mönnum á nova útboðið ?

Mér líst ágætlega á það , þ.e gott að hafa fjölbreyttan hlutabréfamarkað hérlendis.
Ég mun hins vegar ekki versla í þessu útboði.

Hef þrisvar sinnum verslað í stökum íslenksum hlutabréfum og það var vegna þess að ég upplifði að ég gæti keypt hlutabréf og selt um leið og markaðurinn opnaði og hagnast.

Arion
Hagar
Íslandsbanki

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 00:45
af GuðjónR
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 09:18
af ZiRiuS
GuðjónR skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?


Hann er frændi hans Einars

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 09:30
af Njall_L
ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?

Hann er frændi hans Einars

Er starfsmaður frekar djúpt innan fyritækisins

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 17:04
af Moldvarpan
Njall_L skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?

Hann er frændi hans Einars

Er starfsmaður frekar djúpt innan fyritækisins


Semsagt ekki afgreiðslu maður? :fly

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 18:31
af Semboy
ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?


Hann er frændi hans Einars

nei hann er fraendi hans, sa sem atti tvo bila og annar theirra var bimmi og logreglan reyndi allt til ad koma honum inni og theim tokst thad meira ad segja einu sinni.

Re: Nova - Útboð

Sent: Fös 10. Jún 2022 18:33
af Njall_L
Moldvarpan skrifaði:
Njall_L skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek það fram að ég er tengdur fyirtækinu
Milljón dollara spurningin, hvernig tengist þú fyrirtækinu?

Hann er frændi hans Einars

Er starfsmaður frekar djúpt innan fyritækisins

Semsagt ekki afgreiðslu maður? :fly

Nei, er ekkert í afgreiðslu eða samskiptum útávið

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 11:29
af GullMoli
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/

Allir að hugsa það sama, "Þetta er bara easy money, kaupi og sel svo strax" .. :lol:

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 11:41
af GuðjónR
GullMoli skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/06/21/hlutabref_nova_laekka_um_taep_10_prosent/

Allir að hugsa það sama, "Þetta er bara easy money, kaupi og sel svo strax" .. :lol:

Það er einn af þremur þáttum, hinir eru of hátt verðmat eins og ég hef áður sagt og svo bakskitan að stækka útboðið í miðju útboðsferli, það var algjört fúsk!

Bara augljóst að ameríski vogunarsjóðurinn vildi losna út og hámaka gróðann sama hvaða skítamixum yrði beitt. Þess vegna er þetta allt mjög vafasamt, verði nýjum hluthöfum bara að góðu.

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 16:50
af Dúlli
GuðjónR skrifaði:
GullMoli skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/06/21/hlutabref_nova_laekka_um_taep_10_prosent/

Allir að hugsa það sama, "Þetta er bara easy money, kaupi og sel svo strax" .. :lol:

Það er einn af þremur þáttum, hinir eru of hátt verðmat eins og ég hef áður sagt og svo bakskitan að stækka útboðið í miðju útboðsferli, það var algjört fúsk!

Bara augljóst að ameríski vogunarsjóðurinn vildi losna út og hámaka gróðann sama hvaða skítamixum yrði beitt. Þess vegna er þetta allt mjög vafasamt, verði nýjum hluthöfum bara að góðu.


Nkl þetta er klúður :face

En verður gaman að sjá hvort aurinn vex hjá manni eða dafnar :sleezyjoe

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 19:52
af rapport
Þá sjaldan sem maður vitnað í mbl.is -- https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... bods_nova/

Þarna er farið ágætlega yfir þetta. hugsanlega verður Nova svolítið deCode... það mun hugsanlega taka langan tíma að ná sömu hæðum aftur, sérstaklega þegar hugsað er til þess að fyrirtækið er ekki á neinni sérstakri "uppleið" á markaði, ég hefði persónulega frekar keypt í Hringdu, en ég mundi ekki kaupa í fjarskiptafyrirtæki sem væri með sáralitla hlutdeild á fyrirtækjamarkaði.

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 21:53
af GuðjónR
Dúlli skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
GullMoli skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/06/21/hlutabref_nova_laekka_um_taep_10_prosent/

Allir að hugsa það sama, "Þetta er bara easy money, kaupi og sel svo strax" .. :lol:

Það er einn af þremur þáttum, hinir eru of hátt verðmat eins og ég hef áður sagt og svo bakskitan að stækka útboðið í miðju útboðsferli, það var algjört fúsk!

Bara augljóst að ameríski vogunarsjóðurinn vildi losna út og hámaka gróðann sama hvaða skítamixum yrði beitt. Þess vegna er þetta allt mjög vafasamt, verði nýjum hluthöfum bara að góðu.


Nkl þetta er klúður :face

En verður gaman að sjá hvort aurinn vex hjá manni eða dafnar :sleezyjoe

Þú innleysir gróðann og fjárfestir svo í Solid Cloud og Play. Það getur ekki klikkað. :sleezyjoe

Re: Nova - Útboð

Sent: Þri 21. Jún 2022 21:56
af Dúlli
GuðjónR skrifaði:
Dúlli skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
GullMoli skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/06/21/hlutabref_nova_laekka_um_taep_10_prosent/

Allir að hugsa það sama, "Þetta er bara easy money, kaupi og sel svo strax" .. :lol:

Það er einn af þremur þáttum, hinir eru of hátt verðmat eins og ég hef áður sagt og svo bakskitan að stækka útboðið í miðju útboðsferli, það var algjört fúsk!

Bara augljóst að ameríski vogunarsjóðurinn vildi losna út og hámaka gróðann sama hvaða skítamixum yrði beitt. Þess vegna er þetta allt mjög vafasamt, verði nýjum hluthöfum bara að góðu.


Nkl þetta er klúður :face

En verður gaman að sjá hvort aurinn vex hjá manni eða dafnar :sleezyjoe

Þú innleysir gróðann og fjárfestir svo í Solid Cloud og Play. Það getur ekki klikkað. :sleezyjoe




uuuuuu ertu með yfirlit hjá mér, fjárfesti í þeim öllum :crazy :lol:

Solid cloud er allt í lagi langtíma fjárfesting, er farin að efast meira og meira varðandi Play, en Nova var meira upp á gamanið langaði að sjá hvert þeir myndu fara þótt ég hafa litla trú á þeim samanber þráðinn :sleezyjoe